Andvari - 01.01.1904, Blaðsíða 41
35
hólmunum. I Staðarsveit; urðu stórkostlegar skemmdír,
af því land er þar svo lágt við sjó, enda gekk sjórinn
þar 6 til 800 faðma upp yíir vanaleg stórstraumstak-
mörk og lengst hér um hil 1500 faðma. Ihiðakaupstað
tók sjórinn nærri af og 14 kirkjujarðir Staðarstaðar stór-
skemmdust að túnum og húsum, en fjöldi skipa brotnaði
kringum allt Snæfellsnes; sumstaðar fuku hús, en sum
braut sjórinn, og áttu menn víða örðugt með að hjarga
sér undan, er sjórinn gekk inn í bæjarhúsin. Elcki
gjörði sævarílóð þetta verulega vart við sig á Vestfjörð-
um eða Norðurlandi.
5. Fornar sævarmenjar á islandi.
Snemma á öldum urðu menn þess varir, að sjór
hefir víða verið þar sem nú er þurrt land; menn fundu
skeljar og sædýrabein á fastalönduro langt frá sjó og
stundum uppi á háfjöllum. Framan af áttu menn
injög örðugt með að gjöra sér grein fyrir hvernig á
]>essn stæði, og um það sköpuðust ýmsar bábyljur, hug-
leiðingar og heilabrot.1 En eptir að nokkur hugmynd
fékkst um sögu jarðarinnar og vísindaleg jarðfræði varð
til, þá urðu allir að kannast við, að lögun landa og
hæð þeirra yfir sjó, hafði orðið fyrir margskonar breyt-
ingum; við nánari rannsókn jarðlaganna opnuðust nýir
heimar með undarlegu dýra- og jurtalífi, ólíku því sero
nú er. Fyrst héldu menn, að hið forna dýra- og jurta-
lif hefði hvað eptir annað við miklar byltingar dáið út
og svo hefðu önnur dýr og aðrar jurtir verið skapaðar.
Seinna urðu menn þess áskynja, að slíkar stórbyltingar,
er snertu alla jörðina, höfðu eigi átt sér stað, en dýra-
1) Þorv. Thorocldsen: Uni steingjörvinga (Tímarit Bók-
jnenlufélagsins III. bls. 80—90).
3*