Andvari - 01.01.1904, Blaðsíða 18
12
hefði verið heimshyggnari og meiri klókskaparmaður en
hann var.
Langmerkasta ævistarf Dr. J. Þ. var sá árangur
vísinda-iðkana hans, er eftir hann liggur í ritum hans;
er ])ar til að nefna einkum ]>að er hann hefir ritað um
íslenzkar málmyndir, og um fram alt þó orðasöfn hans
(..Supplement til isl. Ordboger"), fjögur söfn prentuð (í
5 bindum).
I ritgerðum sínum um ísl. málmyndir (einkum
sagnirnar) hefir hann fengist við ýmis einstök atriði
mállýsingarinnar. Með orðasöfnunum hefir hann lagt þann
grundvöll, er liver sá verður á að bvggja, er semja vill
orðabók íslenzkrar tungu.
011 ritstörf hans lýsa vísindalegri nákvæmni og
samvizkusemi engu síður en ótrúlegri eljn og starfsþreki.
Moð þeim hefir hann reist sér þann minnisvarða, er
seint mun fyrnast.
Síðast, en ekki sízt, er á að minnast, hvað Dr. J.
Þ. gerði til að hjálpa yngri og eldri námsmönnum og
styrkja ])á. Auðvitað studdu þau lijón ættingja sína
marga á ýmsa lund; en ])ó er ég ekki í neinum vafa um
])að, að liitt nam ])ó miklu meiru, sem þau viirðu til að
styðja og styi'kja alveg vaudalausa menn, einkum til
náms. Eg segi: þau, því að í þessu, sem öðru, vóru
þau hjón svo samhend sem framast mátti verða. — I
bréfabók hans hefi ég fundið bréf, ersýna það, að hann
hefir styrkt systur sínar, víst einar tvær, ef eigi þrjár,
með árlegum styrk, eina frá 1875 og aðra frá 1876 og
upp frá þvi. I bréfi 29. Marz 1876 kemst hann svo að
orði m, a.: „Eg hefi marga hér í kringum mig, sem
æskja styrks af mér, enda þætti mér því fé bezt varið,
er haft væri til að veita uncjlimjum mentun'
') Lelurbreylingin er efLir höfund bréfsina.