Andvari - 01.01.1904, Blaðsíða 52
46
fundið strandlínu í Þrándarholtsfjalli, er hann telur sé
400 fet yfir sævarmáli. Á sömu hæð fann Th. Kjerulf
1850 á Mosfellsheiði núin björg með föstum hrúður-
körlum1. Austan við undirlendið, undir Eyjafjöllum, eru
margir hellar, sem liklega hafa myndast af sævargangi
t. d. Paradísarhellir (182' y. sj.), Hrútshellir milli Holts
og Skóga, og Loptsalahellir hjá Dyrhólum (96'). í Dyr-
hólaey er hið alkunna gat, sem særinn hefir brotið.
Sveinn Pálsson lýsir mörgum hellrum í Mýrdalnum, og
hafa sumir þeirra líklega myndast á sama hátt.
Um sævarmerki á undirlendinu fyrir austan Mýr-
dalsjiikul vita menn ekkert enn ])á; þar eru víðast sand-
ar, hraun og roksandur; hafa jökulár og jökulhlaup gjört
þar mikið skurk og breytt útliti heilla héraða; ]>essvegna
eru hinar fornu sævai'myndanir etlaust viðast huldar
nýrri myndunum. Sandarnir í Skaptafellssýslu hafa ef-
laust legið í sjó um lok ísaldar einsog önnur undirlendi;
])etta er svo augljóst, að það liafa jafnvel skapast um
]>að þjóðsögur hjá alþýðu. Eggert Olafsson getur þess,
að það bafi verið skoðun rnanna, að Lómagnú])iir bafi
fyrrum verið helzti höfði á Austurlandi og áttu Lóma-
tjarnir að vera leifar sævarins2. Síðan á landnámstíð
hefir strandlendið fyrir framan Kötlu mikið aukist út á
við af jökulhlaupum og daglegum árburði, og fornir
firðir þar í nánd eru nú horfnir, lylltir af möl og sandi,
en ekki liafa menn viss rök fyrir því, að landið hafi
hafist nm þær slóðir í lóðrétta stefnu.
0 A Reykjanesi er lílið um sævanneujar, einsog nátt-
úrlegt er, því allt er þar liulið hraunum. Hjá Keílavik
við Hóhnsberg eru dálitlir móbergs og leirbakkar mynd-
aðir í sjó og í þeim nokkuð af skeljabrotum (saxicava),
1) Bidrag lil Isl. geogn. Fremstilling bls. 7.
2) líejse gjeunum Island 11. bls. 778.