Andvari - 01.01.1904, Blaðsíða 107
101
veiðinni, ])ví hún gefur þeim allmikinn vetrarforða, auk
þess sem þeir selja liaua öðrum. Þó hefir sú veiði tölu-
verðan kostnað í för með sér, í netum.
Nú er haustmurtan eiumitt veidd um hrygningar-
tíma hennar. Fengi hún þá að vera í friði, og það
vildi eg helzt, hlyti henni að fjölga að mun og við það
bötnnðu lífsskilyrði djúpbleikjunnar og urriðans, sem
lifa á henni. Sjálfsagt eta þessir fiskar ógrynni af
murtu; eftir því sem eg sá i mögum þeirra gæti eg trú-
að, að það næmi mörgum hundr. þúsunda, ef ekki
miljón á ári, o: margfalt meira en því er menn veiða af
henni; en þar við bætist að mennirnir eyða um leið
mikilli mej-gð af murtuhrognum og draga þannig mjög
úr viðkomu hennar. Eðlilega mætti klekja þeim hrogn-
um, en með töluverðum kostnaði, ef til vill meiri enþví
sem arðinum af murtuveiðinni nemur.
Silungsveiðin í Þingvallavatni er ekki neinn smá-
ræðis búbætir fyrir þá, er liana stunda, jafnvel aðal-
bjargræðið á fátækari heimilum. Eghefiáður (í skýrslu
minni 1896) gert lauslega áætlun um að veiðin væri í
minsta lagi 22000 pd. á ári, tæplega helmingur af því
stórsilungur og depla, sé pundið reiknað á 10 aura, og
það má hiklaust gera það, ])á verður veiðin 2200 kr.
virði árlega. Eg býst þó við að hún sé meiri en gert
er ráð fyrir í áætluninni, sjálfsagt 21 /„ þús. kr. virði,
eða nær 150 kr. á hvert af þeim 17 heimilum, sem
veiði eiga í vatninu. Sjálfsagt mætti koma veiðinni í
meira verð en þetta, ef menn gætu komið silungnum
(sem menn ekki þyrftu til heimilis) nýjum til Reykjavík-
ur og selt hann þar. Það gera menn að vísu dálítið
og fá þá 25 a. fyrir pundið eða meir, en það er svo
strjált og stopult. í öðru lagi mætti reykja stærstaog
feitasta silunginn og væri það gert með kunnáttu, og
hann væri geymdur og fiuttur í umbúðum, sem hann