Andvari - 01.01.1904, Blaðsíða 27
21
út að rúmsjó ]iar sem kraptur sævarins er mestur. Nið-
urfallnar urðir lilífa klettunum lengi fyrir ágangi bi'ims-
ins, öldurnar komast ekki að þeim fyrir grjóthrúgunum,
sem fyrir framan liggja, og verður sjórinn fyrst að yfir-
vinna þær og sundurliða, áður en hann kemst inn að
föstu bergi. Þar sem linari lög eru undir getur hrimið
grafið sig inn, svo efri lögin skiita fram yfir, uns þau
detta ; þá verður hlé á sævargi'eptinum inn í hin linu
l(")g, þvi urðir af harðara berginu, sem niður féll, draga
úr afli hrimsins.
Á annesjum við Austfirði og Vestfirði má alstaðar
sjá stórvirki sævarins,' ])ó blágrýtið sé hart. sem á er
herjað. Þar eru strandabergin víða sunduretin með
helh'um og skvompum, standar og drangar upp
úr sjónum fyrir utan og brimbarin bjöi'g í hverri
vik; eru slikar strandlengjur opt mjög hrikalegar. Ferða-
maður, sem leggur leið sína um jiessa útkjálka, verður
opt áþreifanlega var við afl og erfiði sævarins. Það
er hrikalegt og glæfralegt að fara urn tæpar götur fyrir
núpa og höfða, hátt uppi i skriðum eða á mjóum hyll-
um, en ]>á er opt gott tækifæri til að sjá hverju sjórinn
fær áoi-kað og hve mikilfenglegt hrimið getur verið.
Þungar öldur frá opnu hafi skafa sig grænar og hvít-
fextar upp eptir hömrunum, svo froðan þeytist í háa
lopt um skorur og gil, en hið neðra heyrast hvellir og
þungar drunur þegar hrimið lemur klettana og skellir
sanxan stórgi'ýtisbjörgum. Stundum verður fei'ðamaðui'-
inn að selflytja hesta sína milli laga fyrir ófærur og
forvaða, um skorur og klif, yfir hálar hellur og brim-
soi'fnar urðir, og mundi þá eiga hægt með að kynna
séi' áhrif sjóarins á klettana, en flestir munu nú reynd-
ar flýta sér sem fyrst hurt frá slíkum stöðum,'til að
bjarga sér og hestum sínum undan sjóarföllum og grjót-
hruni. Stórhrikaleg svæði af þessu tagi á Vestfjörðum