Andvari - 01.01.1904, Blaðsíða 155
149
kemst upp af fuglinum. Þeir sem ]>au taka, hiiggva
beinlínis skarð í viðkomu fuglsins, og fylla flokk eyð-
enda hans.
Dúnninn er fuglinum ekki óþarfur. Hann varð-
veitir hitann í hreiðrinu, verndar eggin fyrir skaðvæn-
um áhrifum hins óblíða loftslags, sem annars kostar
gæti opt orðið eggjunum að fullu. Tryggir hann þannig
útbreiðsluna og hraðar henni.
Næði og ró er fuglinum nauðsyuleg um útleiðslu-
tíinann. I hvert skipti sem fuglinn er stygður af eggj-
unum, kólna ]>au. Myndbreytingin i eggjunum verður
seinfærari, og hættir jafnvel um stund. Þegar slíkt
kemur opt fyrir, tefur það eigi lítið útleiðsluna. Fær
það mikið á æðarkollurnar, sem svelta mjög meðan á
útleiðslunni stendur. Verði hreiðrin opin fyrir köldu og
illu veðri, kveður enn meira að skemdunum. Lífið kuln-
ar úr mörgum eggjum og hreiðrin geta spillst meira og
minna af vætu og íleiri óhöppum.
Sumir varpmenn halda því fram sér til málsbóta,
að fuglinn geti ekki ungað út nema svo og svo fáum
eggjum. Fyrir þá sök sé eggjatakan nauðsynleg. Þetta
er léttvæg ástæða til réttlætingar eggjatökunni. Álíti
menn ofmörg egg í einu hreiðri, er létt að flytja þaðan
egg í hreiður, þar sem fá eru fyrir. Ennfremur er eng-
in sönnun fyrir því, að æðurinn verpi tleirum eggjum,
en hún er fær um að unga út. Að minnsta kosti
hefi eg veitt því eptirtekt, að æðarkollur hafa orpið
8 og 9 eggjum, eg leitt þau öll út, þegar hafa þær fengið
að halda dún sínum. Það kemur og eigi sjald-
an fyrir að öll eggin verða köld, þar sem 2 og 3 egg
eru í hreiðri. Og yfirleitt hefur mér virst köld egg engu
fátíðari í hreiðrum þeim, sem fá egg eru í, heldur en í
hinum, enda er orsökin tj| kaldeggjanna að jafnaði