Andvari - 01.01.1904, Blaðsíða 66
60
legar stórhrúgur af hnullungum. í Hofsdal er einnig
mjög mikið lausagrjót; þav eru líka malarhjallar og leir-
bakkar og hefir að öllum líkindum fjörður gengið all-
langt inn í dalinn.
Um sævarmerki á Austfjörðum liafa menn til
skamms tíma vitað mjög lítið. Undirlendi eru þar eng-
in nema lítil slétta við Héraðsílóa, og sjúst ]>ess mörg
merki, að húu hefir verið í sjó. Strönd Úthéraðs hefir
þá verið mjög skerjótt og nesjótt og hafa firðir gengið
úr ílóanum inn á milli ásanna og lengstur sá, sem geng-
ið hefir upp dal Selíljótsins; framan í nesjum þeim,
sem gengið hafa út í flóann, eru brimbarðir klettar og
hnullungarastir. Hjá Hrafnabjiirgum eru forn fjöru-
borð, þó fremur óglögg, við Sandbrekku, Dali og Kó-
reksstaði eru hellisskútar, sem brirnið hefir myndað, og
leifar af strandlínu; hjá IIóli hefir fundist rekaviður í
bakka Lagarfljóts. I Njarðvík er glöggur marhjalli 50
feta hár, og Jtar hefir fundist rekaviður í jörðu. Gömul
fjöruborð eru í Brúnavík og mikill marbakki, bogadreg-
inn í Breiðuvík 100 feta hár; í Húsavík er strandlína og
malarkambur 120 feta hár og ]>ar hefir fundist heil
hvalsbeinagrind, sem kom út úr bakka á takmörkum
sandlaga og malar, hér um hil 40 fetum fyrir ofan
fjöruhorð. 1 Borgarfirði hefir sjór gengið upp að Desj-
amýri, og í Loðmundarfirði sjást víða merki eptir hærra
sævarborð til forna. Up]> af sjónum við fjarðarhornið
hjá Sævarenda er sléttlendi og á ]>ví margir bogadregn-
ir, lágir malarhryggir og jarðvegur víða ofan á; ]>egar
stungnar eru ein eða tvær rekustungur, kemur allstaðar
fram brimsorfin möl; í rnýri fyrir ofan hafa fnndist
forn rekatré. Við greptrun á Klyppstað lmfa komið
upp skeljabrot úr jarðvegi í kirkjugarðinum. Norðan
við fjörðinn er 105 feta hár marbakki og hallandi gras-
gróinn flötur upp af lionum upp undir fjallið hjá Selja-