Andvari - 01.01.1904, Blaðsíða 143
137
vœru fyrir hendi, ef svo stœði á, að fjárskilnaður samt
væri ákjósanlegur.
Fjáj-fjelagi má heirnta slitið:
a, ef bóndi hefur eytt mjög eigum fjelagsbúsins án
])ess ]>að verði rjettlætt nægilega fyrir sjerstök atvik,
eða gefið fulla ástæðu til þess að óttast megi að
hann muni fara illa með yfirráð sín yfir fjelagsbúinu;
b, ef bóndi slítur ólöglega samvistum við konu sína;
hinn sama rjett hefur hann og, ef konan slítur ó-
löglega samvistum við hann;
c, ef fjelagsbúið er tekið til gjaldþrotaskifta að mann-
inum lifandi.
Beiðni um fjelagsslit skal senda amtmanni, er rann-
sakar málið og gefur hónda tækifæri til að láta uppi
skoðun sína og leggur síðan úrskurð á það; skjóta má
úrskurði amtmanns lil landshöfðingja (nú stjórnarráðs-
ins). Beiðnin skal tekin lil greina, ef þau atvik eru
fyrir hendi, sem tilgreind eru við b, og c. Urskurði
amtrnaður, að fjárfjelagi skuli slitið, getur hvort hjón-
anna krafizt þess, að fjelagsbúinu sje skift af hlutaðeig-
andi skiftaráðanda og verður þá framvegis fullkomin
sjereign með hjónunum. Urskurður um að fjárfje-
lagi hjóna skuli slitið, gildir fyrir þau sjálf frá því er
beiðnin um það kom til yfirvaldsins, en fyrir aðra frá
þvi er úrskurðurinn er þinglesinn á varnarþingi bónda,
eða sje hann farinn úr landi, þá á varnarþingi því, er
hann átti síðast.
Til þess að hægt sje á einum og sama stað að fá
vitneskju um alla kaupmála, er gjörðir eru, er svo skip-
að fyrir i !). gr. laganna, að eftir ráðstöfun landshöfð-
ingja sku'i í Reykjavík haldin skrá.yfir alla kaupmála,
sem þinglesnir eru. Sýslumenn og bæjarfógetar skulu,
þegar er kaupmáli er þinglesinn, senda skrifstofu þeirri,