Andvari - 01.01.1904, Blaðsíða 152
146
ÍCn meinið var, að menn voru ekki búnir að gera séí
grein fyrir ]jví, að hve miklu iiði hann gœti orðið. Eink-
um mun ]iað liafa dregið úr rnönnum, að ekkert var
fengist' við slíkt í öðrum héruðum, en þaðan bjuggust
menn við vörgum í stað þeirra, er drepnir voru. Sumir
héldu jafnvel, að vargar myndu leggjast hér, að frá öðr-
um löndum, svo sem rnáfar og svartbakar. Og ]>ví
myndi ekki sjást högg á vatni. Það var að vísu satt,
að mikið var mein að ]iví, að starfsemi ]>essi skyldi ekki
ná yfir alt land, ]>á fyrst hefði verið skjóts árangurs
að vœnta. En miklar líkur eru til ]>ess, að þessi litli
vísir hefði þróast og breiðst víðar um land, ef lionum
að eins hefði eudst aldur lil að sína skýran árangur.
Hitt er ástæðulaust að óttast varga lil muna frá öðrum
löndum. Ti! sönnunar skal eg geta ]>ess, að húið er
nálega að eyða syartbakinum í Færeyjum, fyrir allmörg-
um árum var hann ]>ar ]>ó ekki l'átíðari en hér. Eru
]>ó Eæreyjar ekki eins afskekktar og Island.
Eina ráðið til að afstýra skaðsemi flugvarganna er
að eyða ]>eim. Það dugar ekki til fulls að vinna að
þessu í einstökum héruðum, heldur verður að ganga
röggsamlega að því um alt land. Myndi ]>á fljótt sjást
nokkur árangur. En til þess að fá menn til að leggja
sig eptir að veiða þá, verður að leggja fé lil höfuðs
þeim.
Það er engin þörf á að liaí'a veiðiverðlaunin mjög
há. Einungis að þau séu svo há, að þau geíi mönnum
nœgilega hvöt til að leggjakapp á að veiða þá. Myndi
nægja að borga 10—30 aura fyrir hvern fugl. 10 aura
fyrir þá fugla sem hægast er að veiða en meira fyrir
hina. Þá þyrfti að sjálfsögðu að hafa hærri verðlaun
fyrir ernina. Ef verðl aunin reyndust of lág fyrir suma
vargana, væri auðvelt að hækka ]>au þegar það kæmi í
Ijós. Sömuleiðis væri og nauðsynlegt að veila verðlaun