Andvari - 01.01.1904, Blaðsíða 56
60
Olafsson í blágráum leir hörpudiska og kúskeljar, fjórð-
ung mílu frá sjó, Ylð Laxá voru skeljarnar í molum,
en heilar og óskemmdar við Leirá. Skeljarnar eru par
7 fet undir jarðvegi, en leirlagið er 6—10 feta þykkt.1
Jónas Hallgrímsson safnaði miklu af skeljum við Leirá,
tuttugu tegundum.2
I hinu stóra láglendi við botn Faxaílóa, í Borgar-
firði og á Mýrum, er leir allstaðar undir jarðvegi og
liggja víðast hvar ]>ykk mýra- og mólög ofan á, en leir-
inn sést í árfarvegum og djiipum síkjum. Upp úr mýr-
inuim standa blágrýtisholt ísnúin og hamraásar, en leir-
inn hefir í öndverðu sezt í kvosirnar milli holtanna, og
svo hafa mýrar myndast ofan á. Láglendið heíir allt
verið í sjó, og líklega hafa firðir gengið upp í suma
dalina. Fyrir framan Skorradal er ísnúinn blágrýtis-
hryggur og vatn fyrir ofan, en fyrir framan Lunda-
reykjadal og Flókadal eru luiir og breiðir malarhjallar
(Varmalækjarmelar), er árnar hafa hrotist gegnum; und-
ir mölinni eru leirlög og koma þau fram í árfarvegum
í háum kömbum t. d. fram með Flóku og Geirsá.
Sjór hefir þó líklega náð enn þá hærra; undir Kropps-
múla eru t. d. uj>pi á blágrýtisstöllum malarhjallar tölu-
vert hærra en Varmalækjarmelar. I Reykholtsdal eru
og þykk leirlög undir jarðvegi og sjást þau allstaðar í
bökkunum við árbugðurnar, en sumstaðar hefir hvera-
vatn haft áhrif á leirinn, svo hann er orðinn grjót-
harður. Enn ]>á þykkri eru leirlögin í Hvítárdalnum,
1) Rejse gjennem Island I bls. 126 og 153.
2) Skeljur þessar voru eptir áþvörðun Jap. Steenslrups:
Troplion Gunneri Lavén, Tr. cluthratus L. Triton (v. Fusus) 2
teg. Turritella sp. Margarita ginerea, Lacuna 2 teg., Nucula
buccata Stp., N. nitida, N. tenuis, Aslarte semisulcuta, A. Bunk-
sii, Tellinu lata, Pecten islandicum, Mya truncata, Sa.xirnva
rugosa, Balanus 2 leg., Serpula sp».