Fréttablaðið - 19.09.2009, Side 2

Fréttablaðið - 19.09.2009, Side 2
2 19. september 2009 LAUGARDAGUR Stefán Máni, heitir næsta bók Hótel D‘Angleterre? „Nei, hún heitir Magazine du Morð.“ Danskir glæpasagnaunnendur hafa bundist rithöfundinum Stefáni Mána sérstökum tryggðarböndum. Stefán er höfundur bókarinnar Hótel Kalifornía, en Hotel D‘Angleterre í Kaupmannahöfn var í eigu Íslendinga. Næsta námskeið hefst mánudaginn 19. janúar n.k. Kennsludagar: Mánudagar og fimmtudagar frá 20:00 til 21:30 auk eftirfylgdartíma, alls 14 klst. Kennarar: Oddi Erlingsson og Sóley D. Davíðsdóttir, sérfræðingar í klínískri sálfræði. Kynningarverð: 42 000. Niðurgreiðsla möguleg hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Skráning og fyrirspurnir í símum 5340110 og 5624444, oddier@simnet.is og kms@kms.is N á n a r i u p p l ý s i n g a r : w w w . k m s . i s . Vellíðan án lyfja með verkfærum sálfræðinnar Fjögurra vikna námskeið Kvíðameðferðar- stöðvarinnar til að takast á við vanlíðan, álag og spennu. Kenndar leiðir hugrænnar atferlismeðferðar til að skoða og breyta hugsunum og viðbrögðum sem viðhalda kvíða og depurð. Öflugar slökunar- og hugleiðsluaðferðir jafnframt kenndar. j g rra vikna árangursmælt námskeið Kví ameðferðarstöðvarinnar til að takast á við vanlíðan, álag og spennu. Kenndar leiðir hugrænnar atferlismeðferðar til að skoða og breyta hugsunum og viðbrögðum sem og hugleiðsluaðferðir jafnframt kenndar. i urgrei sla guleg hjá sjúkrasj u stéttarfélaga. LÖGREGLUMÁL Bíræfnir innbrots- þjófar fóru inn á heimili ungs pars í Hafnarfirði í fyrrinótt, stálu eigum þeirra og óku síðan á brott á báðum bílum þeirra á meðan fólkið var í fastasvefni. „Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en þegar ég fann ekki bíllyklana mína þegar ég var að fara í vinn- una um morguninn,“ segir Ólaf- ur Aron Haraldsson, 24 ára, sem býr ásamt 22 ára kærustu sinni í Ásahverfi í Hafnarfirði. „Þá tók ég eftir að bíllinn var ekki fyrir utan.“ Þegar Ólafur skoðaði sig betur um í íbúðinni sá hann að 42 tommu flatskjár var á bak og burt úr stof- unni. Þá höfðu þjófarnir tekið veski hans og kærustunnar með öllum skil- r íkjum, a l la lykla, úr og skólatösku, auk þess sem þeir kipptu með sér öllum fatnaði af þvottasnúrum – sumum hverjum dýrum tísku- vörum. Þjófarnir voru að öllum líkind- um tveir eða fleiri, því þeir óku burt á báðum bílum fólksins, tíu ára gömlum Subaru Impreza og sjö ára Peugeot 206. „Þeir voru þvílíkt kaldir,“ segir Ólafur, hissa á innbrotsþjófunum. „Það fór ekkert á milli mála að það var einhver heima í húsinu.“ Svo virðist sem þjófarnir hafi farið inn um fremur lítinn glugga á neðri hæð hússins, sem á var rifa, og hafi verið mjög hljóðlát- ir. Parið á lítinn silkiterríer-hund sem geltir á allt og alla, að sögn Ólafs. Hundurinn þagði hins vegar alla nóttina, sem bendir sterklega til þess að hann hafi ekki orðið þjófanna var og hafi sofið allt af sér. Ólafur G. Emilsson, stöðvar- stjóri lögreglustöðvarinnar í Hafn- arfirði, segir innbrotið ekki eins- dæmi síðustu daga. Ekki sé hægt að tala um faraldur, en þó hafi tvö önnur innbrot verið tilkynnt frá því á fimmtudag. Í tveimur innbrotanna var farið inn í mann- laus hús u m h á bj a r t a n d a g og þaðan stolið ýmsum munum. Ólafur segir ekki liggja fyrir hvort tengsl séu á milli innbrot- anna þriggja, en innbrotin tvö um miðjan dag, á fimmtudag og í gær, hafi hins vegar verið ákaflega lík. Innbrotum af því tagi, þar sem farið sé inn í hús um miðjan dag þegar heimilisfólk er við vinnu, hafi fjölgað nokkuð að undan- förnu. stigur@frettabladid.is Stálu bílum og flat- skjá af sofandi pari Þjófar brutust inn í íbúð í Hafnarfirði á meðan heimilisfólkið var í fastasvefni. Þeir stálu meðal annars stórum flatskjá og fötum af þvottasnúru og óku síðan af vettvangi á báðum bílum fólksins. Geltinn silkiterríer svaf allt saman af sér. ÓLAFUR G. EMILSSON SVAF Á VERÐINUM Þjófarnir þurftu ekki að brjóta sér leið inn í húsið, heldur komust inn um glugga með rifu á. Heimilishundurinn þagði þunnu hljóði. LÖGREGLUMÁL Tilkynnt var um 319 innbrot í ágúst, 27 prósentum fleiri en í sama mánuði í fyrra. Á sama tíma fækkaði þjófnaðarbrot- um milli ára, voru 424 í nýliðnum ágúst, sex prósentum færri en í ágúst í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt Ríkislögreglustjóra yfir afbrot í ágúst. Alls voru 2.457 innbrot skráð á fyrstu átta mánuðum árs- ins, eða tíu á dag að meðaltali. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru gengi Pólverja sem handtekin voru nýverið talin hafa framið samtals 37 innbrot að und- anförnu. Það er rúmlega helming- ur af aukningu innbrota í ágúst. - bj Afbrotatölur frá lögreglu: Innbrot fjórð- ungi fleiri VIÐSKIPTI Breska Financial Times Stock Exchange (FTSE) hefur ákveðið að hætta að birta upplýs- ingar um stöðu mála á Íslandi í vísitölum sínum. Þetta er enn eitt áfallið fyrir Ísland segir í frétt Financial Times. Ástæðan fyrir þessari ákvörð- un er hrun íslenska efnahags- kerfisins og viðskiptabankanna. Við það hrundi hlutabréfamark- aðurinn svo mikið að hann er ekki lengur tækur hjá FTSE, að því er segir í Financial Times. Þetta er í fyrsta skipti frá því FTSE kom á fót heimsvísitölu- lista árið 2003 sem þjóð er tekin af listanum. - bj Birtingu vísitölu hætt: FTSE kippir Íslandi út KÍNA, AP Götur í hluta Peking, höfuðborgar Kína, voru rýmdar í gær til að gefa hermönnum tæki- færi til að æfa skrúðgöngu sem fara mun um borgina 1. október. Þá verður 60 ára afmæli valda- töku kommúnista í Kína fagnað. Íbúum og starfsmönnum fyrir- tækja í nágrenni skrúðgöngunn- ar var skipað að hafa sig á brott meðan á æfingu gærdagsins stæði svo að skrúðgangan á afmælisdeginum falli ekki í skuggann. Talið er að hersýningin sem haldin verður á afmæli kín- verska alþýðulýðveldisins verði sú stærsta í landinu í áratug. - bj 60 ára afmæli kommúnisma: Götur rýmdar vegna göngu AFMÆLI Kínverjar eru farnir að undirbúa afmæli kommúnismans, þótt þessi maður gangi lengra en flestir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Metframleiðsla á mjólk Kúabændur slógu met í mjólkurfram- leiðslu á síðasta verðlagsári, sem lauk í lok ágúst. Framleiddar voru rúmlega 126 milljónir mjólkurlítra, 1,4 milljónum lítra meira en á sama tímabili í fyrra. LANDBÚNAÐUR FJÖLMIÐLAR Ólafur Stephensen lét af störfum sem ritstjóri Morgun- blaðsins í gær. Ekki hefur verið greint frá hver verður eftirmaður hans. Fram kemur í tilkynningu frá Óskari Magnússyni, útgáfu- stjóra Morgunblaðsins, að nýr rit- stjóri verði ráðinn svo fljótt sem kostur er. Ástæða uppsagnarinnar mun vera mismunandi áherslur Ólafs og stjórnar blaðsins varðandi rekstur og skipulagsbreytingar sem búist er við að verði gerðar fyrir mánaðamótin. - shá Breytingar á Morgunblaðinu: Ritstjóra sagt upp störfum ÓLAFUR STEPHENSSEN Uppsögn ritstjór- ans var illa tekið á ritstjórn Morgun- blaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ORKUMÁL. Tillaga iðnaðarráðherra um framlengingu viljayfirlýsingar vegna byggingar álvers á Bakka fékkst ekki afgreidd á ríkisstjórnarfundi á þriðju- dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Vegna andstöðu ráðherra Vinstri grænna var tillagan ekki samþykkt heldur vísað til meðferðar í sérstakri ráð- herranefnd um orkumál. Sú nefnd var sett á laggirnar á þriðjudag til að fjalla um málið og einnig þau verk- efni á sviði orkumála sem tengjast Stöðugleikasátt- mála ríkisstjórnarinnar og aðila á vinnumarkaði. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Katrín Júlíus- dóttir iðnaðarráðherra, voru skipuð í ráðherranefnd- ina. Katrín er erlendis um þessar mundir og tók Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sæti í nefnd- inni sem starfandi iðnaðarráðherra. Nefndin hittist þannig skipuð á fimmtudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, fór yfir málið en komst ekki að niður- stöðu. Viljayfirlýsingin um álver við Bakka á að renna út um næstu mánaðamót. Í stöðugleikasáttmálanum svonefnda segir að ríkis- stjórnin muni greiða götu þegar ákveðinna stórfram- kvæmda, svo sem álvera í Helguvík og Straumsvík, auk þess að hraða undirbúningi áforma sem tengjast fjárfestingu í meðalstórum iðnaðarkostum, svo sem gagnaverum og kísilflöguframleiðslu. „Kappkostað verður að engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra framkvæmda eftir 1. nóvember 2009,“ segir í sáttmálanum. Í sáttmálanum er ekki vikið að álveri við Bakka. - pg Sérstök ráðherranefnd sett á fót vegna álvers á Bakka og fleiri verkefna: VG kom í veg fyrir nýja viljayfirlýsingu HÚSAVÍK Viljayfirlýsing um álver á Bakka við Húsavík rennur út um mánaðamótin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er vænd um að hafa í hótunum við Sjálfstæðis- flokkinn með yfirlýsingum í fjöl- miðlum. Jóhanna segir stjórnar- andstöðuna hafa rofið trúnað um hugmyndir Breta og Hollendinga um fyrirvara Icesave-samnings- ins. Yfirlýsingar hennar í frétt- um Sjónvarpsins í gærkvöldi eru sagðar „í senn ósannar og ómerki- legar“. Þetta kemur fram í harðorðri fréttatilkynningu frá Sjálfstæðis- flokknum sem Illugi Gunnarsson þingflokksformaður, er skrifað- ur fyrir og var send fjölmiðlum í gærkvöldi. Jóhanna sagði í sjónvarpsfrétt- um að ríkisstjórnin hafi treyst stjórnarandstöðunni fyrir upplýs- ingunum en það traust hafi verið brotið og þeim lekið í fjölmiðla. „Þetta hlýtur að kalla á það að við verðum að endurskoða samskipti okkar við stjórnarandstöðuna,“ sagði hún. Þetta túlka sjálfstæðismenn sem hótun og vísa því alfarið á bug að trúnaður hafi verið rofinn. Umfjöllun Sjálfstæðisflokksins um málið hafi í hvívetna verið eins og um hafði verið beðið. „Yfirlýsingu forsætisráðherra ber að túlka sem hótun af hennar hálfu og vísbend- ingu um að mál verði til lykta leidd með átökum, en ekki samstarfi. Því verður að sjálfsögðu mætt eins og tilefni er til“, segir í tilkynningu flokksins. - shá Sjálfstæðisflokkurinn segir forsætisráðherra boða átök við stjórnarandstöðuna: Segja Jóhönnu með hótanir JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ILLUGI GUNNARSSON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.