Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 4
4 19. september 2009 LAUGARDAGUR Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Sölusýning Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Verið velkomin í verslun okkar að Nóatúni 4. í dag frá kl. 10 til 16. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 21° 23° 20° 23° 25° 21° 19° 19° 24° 24° 26° 23° 32° 18° 23° 24° 18° Á MORGUN 7-15 m/s Hvassast sunnan til. MÁNUDAGUR SV 5-15 m/s Hvassast sunnan til. 10 9 9 10 9 10 11 10 6 12 3 5 7 3 6 4 3 4 5 2 10 8 12 9 10 11 9 10 8 10 12 8 VÆTUTÍÐ Í dag verða skúrir víðs vegar vestan til en austanlands verður bjart og fallegt veður að mestu. Aðfaranótt sunnu- dags dregur til tíðinda. Þá kemur kröpp lægð upp að sunnanverðu land- inu með tilheyrandi vætu og vindi. Soffía Sveinsdóttir Veður- fréttamaður GENGIÐ 18.09.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,141 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,27 123,85 201,68 202,66 181,19 182,21 24,348 24,49 20,963 21,087 17,892 17,996 1,3496 1,3574 195,17 196,33 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR EFNAHAGSMÁL Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að styrkja eftir- lit sitt með gjaldeyrishöftunum. „Það er verið að herða eftirlitið vegna þess að það hefur komið upp fjöldi vísbendinga um að það sé verið að fara í kringum höft- in,“ segir Ingibjörg Guðbjarts- dóttir, forstöðumaður gjaldeyr- iseftirlitsins. Ingibjörg segir erfitt að meta hversu háar upphæðir um sé að ræða eða fjölda mála sem tengist brotum á gjaldeyrislögum og regl- um settum á grundvelli þeirra. „Þetta eru bæði aflandsviðskipti og brot á skilaskyldunni en það er erfitt að nefna tölur. „Ég get þó sagt að það eru fjölmörg mál til skoðunar og við höfum verið að starfa náið með Fjármálaeft- irlitinu (FME) og mörg þeirra eru til skoðunar þar. Þetta er erf- itt ástand og við erum að reyna að taka á því.“ Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur að undanförnu verið fjöldi mála til skoðunar hjá Seðlabankan- um og nokkrir tugir mála eru nú þegar í rannsókn. Erfitt hefur hins vegar verið að fá upplýsing- ar um framgang þeirra. Ingibjörg vill ekki tjá sig um hvort stofnun sérstakrar eftirlits- deildar vegna gjaldeyrishaftanna sé ekki seint til komin og eðlilegt hefði verið að hún hefði verið sett á fót á sama tíma og höftunum var komið á. Ársæll Valfells, lektor við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, sem hefur gagnrýnt gjaldeyrishöftin í ræðu og riti, telur að aðgerð eins og þessi geri það enn ólíklegra að hægt verði að afnema höftin eins og ráð- gert er. „Ef eitthvað er þá skapar þessi aðgerð meira vantraust og tortryggni á Seðlabankan- um, sem er þó í dag fullkomlega rúinn trausti.“ Ársæll segir að aðgerðin sé aðeins fram- hald á þeim víta- hring sem bankinn er fastur í eftir setningu gjaldeyrishafta- laganna. Í tilkynningu frá bankanum segir að endurskipulagning gjald- eyriseftirlitsins breyti engu áætl- un um afnám gjaldeyrishafta. Áformað er að stíga fyrstu skref- in í þeim efnum 1. nóvember næstkomandi. Ingibjörg segir að mikilvægur þáttur áætlunar- innar sé að efla eftirlit með þeim höftum sem eftir standa og til að framfylgja þeim af meiri krafti. Gjaldeyriseftirlitið verður sjálfstæð eining innan bankans og heyrir beint undir seðlabanka- stjóra. Sérstök ráðgjafarnefnd verður gjaldeyriseftirlitinu til stuðnings. svavar@frettabladid.is Seðlabankinn eykur eftirlit með höftum Brot á gjaldeyrislögum fá aukið vægi innan Seðlabankans með sérstakri eftir- litsdeild sem heyrir beint undir seðlabankastjóra. Tugir mála eru í rannsókn. Háskólalektor segir aðgerðina auka á vantraust á bankanum. MÁR GUÐMUNDSSON Litið er á breytinguna sem stefnumarkandi yfirlýsingu nýs seðlabankastjóra um að eftirlit verði eflt að mun. PAKISTAN, AP Í það minnsta 25 óbreyttir borg- arar liggja í valnum og fjölmargir til viðbót- ar eru sárir eftir sjálfsmorðsárás í pakist- önskum bæ í gær. Árásarmaðurinn ók bíl hlöðnum sprengiefnum inn á hótel við mark- að í bænum Usterzai og sprengdi sig í loft upp. Sprengingin gjöreyðilagði lítið hótel og markaðsbása nærri því. Þá eyðilögðust bílar sem lagt hafði verið í nágrenninu. Í gær unnu björgunarmenn að því að ná slösuðum og látnum út úr rústunum. Eigandi hótelsins sem ráðist var á er sjíti, en átök milli sjíta og sunni-múslima hafa aukist undanfarið. Þetta er önnur sjálfsmorðsárásin á tveim- ur dögum á svæðinu, sem er skammt frá landamærunum við Afganistan. Þessi hluti Pakistans hefur logað í átökum undanfarið, eftir að stjórnarherinn réðist af meiri hörku en áður gegn talíbönum sem halda til í fjall- lendi á landamærum Pakistans og Afganist- ans. Árásir stjórnarhersins hófust fyrir um fjórum mánuðum og segja talsmenn hersins að um 1.800 meintir liðsmenn talíbana hafi fallið á þeim tíma og þrír af æðstu leiðtogum talíbana á svæðinu verið teknir höndum. Bandarísk stjórnvöld þrýsta mjög á stjórn- völd í Pakistan um að ná tökum á ástandinu við landamæri Afganistans sem fyrst. - bj Sjálfsmorðsárás í landamærabæ kostar í það minnsta 25 óbreytta borgara lífið: Blóðbað í sprengingu á markaði í Pakistan SPRENGING Unnið var að því í gær að ná særðum og látnum úr rústum bygginga eftir árásina. NORDICPHOTOS/AFP NÁTTÚRA Hinir skæðu spánar- sniglar hafa numið land í Kópa- vogi og Mosfellsbæ í sumar, en sniglanna hefur ekki áður orðið vart í bæjunum þótt þeir hafi fundist í höfuðborginni. Spár um fjölgun sniglanna í sumar virðast því vera að rætast. Á vef Náttúrufræðistofnunar kemur fram að spánarsniglanna hafi lítið orðið vart fyrri hluta sumars sökum þurrka. Þeir hafi svo orðið meira áberandi í haust- rigningunni. Einn snigill fannst raunar á Hofsósi í sumar. Hann mun ætt- aður frá Hollandi og barst til bæj- arins með kálhöfði. - bj Spánarsniglar breiðast út: Nema land ná- lægt höfuðborg SNIGLAST Útbreiðsla nýrrar sniglateg- undar gengur hægt. Mætti raunar segja að útbreiðslan sé á hraða snigilsins. Pallbíll brann Pallbíll stórskemmdist í eldi fyrir utan íbúðarhús við Þverás í Reykjavík í fyrrinótt. Slökkviliðið var tuttugu mín- útur að slökkva eldinn. Nálægur bíll skemmdist líka af eldinum. Eldsupp- tök eru ókunn. LÖGREGLUFRÉTTIR BURMA, AP Stjórnvöld í Búrma tilkynntu á fimmtudag að 7.114 föngum yrði sleppt af mannúðar- sjónarmiðum. Talið er að með því vilji stjórn- völd í landinu draga athyglina frá máli Aung San Suu Kyi, en lögfræðingur hennar áfrýjaði málinu form- lega í gær. Suu Kyi var dæmd í átján mánaða stofufang- elsi í ágúst fyrir að brjóta gegn skilyrðum stofufangelsis hennar með því að taka við bandarískum manni sem laumaðist inn í hús hennar. Lögmaður Suu Kyi sagðist í gær bjartsýnn á að áfrýjunin skili árangri og hún fái frelsið sem fyrst. - bj Stjórnvöld sleppa þúsundum: Draga athygli frá áfrýjuninni AUNG SAN SUU KYI Tengt fyrir sjónvarpi í Ölfusi Mikið mun vera um það í Ölfusinu án samþykkis skipulags- og byggingar- nefndar. Skipulagsfulltrúinn hefur því ákveðið að skoða möguleika á teng- ingum fyrir sjónvarpsstöðvar þannig að ekki þurfi að setja móttökudiska utan á hús. SKIPULAGSMÁL VIÐSKIPTI Markaðsverðmæti net- síðunnar Twitter er nú orðið einn milljarður dollara eða tæplega 124 milljarðar króna. Þetta þykir nokkuð gott í ljósi þess að Twitt- er er enn í sömu skrifstofum í San Francisco þar sem félagið hóf starfsemi sína 2006 og starfsfólk- ið er ekki nema um 50 manns. Evan Williams, forstjóri Twitt- er, hefur gengið frá nýrri fjár- mögnun til félagsins upp á 50 milljónir dollara og liggur það til grundvallar fyrrgreindu verð- mati. Fyrr í ár fékk Twitter 35 millj- ónir dollara í nýtt fjármagn frá Benchmark Capital og Instituti- onal Venture Partners. Þá var markaðsverðmæti félagsins metið á 250 milljónir dollara. Vefsíðan Twitter: Milljarða dollara í markaðsvirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.