Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 6
6 19. september 2009 LAUGARDAGUR KÖNNUN Sjálfstæðisflokkurinn er á ný stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 31,6 pró- senta fylgi, en fékk 23,7 prósent í kosningum í apríl. Samfylkingin hefur misst um fjórðung kjörfylgis síns samkvæmt könnuninni og mælist með 24,1 pró- sents fylgi, samanborið við 29,8 pró- senta fylgi flokksins í kosningun- um. Vinstri græn tapa um tveimur prósentustigum samkvæmt könnun- inni, mælast með 19,8 prósent, en fengu 21,7 prósent í kosningunum í vor. Ríkisstjórnarflokkarnir eru með samtals 43,9 prósenta fylgi, 7,6 pró- sentustigum undir kjörfylgi. Þegar spurt var um stuðning við ríkis- stjórnina fékkst nákvæmlega sama tala, 43,9 prósent. Framsóknarflokkurinn bætir við sig fylgi. Flokkurinn fengi stuðning 16,6 prósenta kjósenda yrði kosið nú, en fékk 14,8 prósenta fylgi í þingkosningunum. Borgarahreyf- ingin myndi þurrkast út eftir stutt- an feril yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun MMR. Flokkurinn mælist með 3,1 prósents fylgi, en fékk 7,2 prósent í kosningunum. Könnunin var gerð 9. til 14. sept- ember í gegnum síma og Netið. Þátt- takendur voru 909. Spurt var: Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú líklegast kjósa? Svarhlutfallið var 64,8 prósent. - bj Ríkisstjórnarflokkarnir með minnihluta samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR: Sjálfstæðisflokkurinn stærstur Fylgi stjórnmálafl okkanna Skoðanakönnun MMR 9.-14. september 2009 - fylgi (%) Fj öl di þ in gs æ ta 30 25 20 15 10 5 0 7,2 Ko sn in ga r 3,1 14,8 16,6 23,7 31,6 24,1 29,8 21,7 19,8 STJÓRNMÁL Þingmennirnir Birg- itta Jónsdóttir, Margrét Tryggva- dóttir og Þór Saari hafa yfirgefið Borgarahreyfinguna og komið sér saman um stofnun nýrrar hreyf- ingar, sem ber titilinn Hreyfingin – Samstaða um réttlæti og almanna- hag. Þinghópurinn tilkynnti þetta á blaðamannafundi í gær. Þingmennirnir funduðu á fimmtudag með nýrri stjórn Borg- arahreyfingarinnar, sem skipuð var í kjölfar landsfundar um síðustu helgi. Miklar deilur hafa geisað í hreyfingunni undanfarið. Þráinn Bertelsson, sem kjörinn var á þing fyrir hana í vor, sagði sig úr hreyf- ingunni í ágúst. „Það hefur verið klofningur innan Borgarahreyfing- arinnar frá fyrsta degi eftir kosn- ingar,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Á landsfundinum var samþykkt tillaga að nýjum lögum. Í sam- þykktum lögum er meðal annars opnað fyrir möguleikann á að Borg- arahreyfingin bjóði fram í sveit- arstjórnarkosningum næsta vor. Þinghópnum þáverandi hugnaðist ekki hin nýju lög og lét meðal ann- ars hafa eftir sér að verið væri að breyta hreyfingunni í miðstýrðan flokk, þvert á upphaflega stefnu og tilgang. Nýju lögin snúist þess í stað um völd, refsingar og brottvikn- ingu. „Þessi nýju lög ganga ekki upp og ganga í berhögg við stjórn- arskrána,“ segir Þór Saari. Vaninn sé að stefnuskrá sé lögð í dóm kjós- enda fyrir kosningar. Fá sinna sé að ráðast í slíkar breytingar skömmu eftir kosningar, í skjóli atkvæða fárra félagsmanna. Í yfirlýsingu hinnar nýstofnuðu Hreyfingar segir að markmiðið sé að fylgja upprunalegri stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar á Alþingi. Stefnuskráin sé verkefnalisti, og þegar hann tæmist verði hreyfing- in lögð niður eins og lofað var. Spurð hvort þessi nýi ráðahag- ur skapi fjármálaflækjur milli hreyfinganna tveggja segir Mar- grét Tryggvadóttir svo ekki vera. „Lögum samkvæmt fær Borgara- hreyfingin opinbert fé næstu fjög- ur árin, og við fáum ekki krónu af því,“ segir Margrét. Aðspurður segist Þráinn Bert- elsson ekki vera á leiðinni inn í Borgarahreyfinguna á ný í kjölfar brotthvarfs þingmannanna. „Þau hafa óskað eftir að ræða við mig um hvort ég vilji starfa með Borg- arahreyfingunni og það er velkom- ið. Mér líst ljómandi vel á þetta fólk sem er komið í stjórn þar. En á þessari stundu er ég ekki á förum neitt,“ segir Þráinn. kjartan@frettabladid.is Þríeykið yfirgefur Borgarahreyfinguna Þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa stofnað Hreyfinguna, nýtt stjórnmála- afl. Segja ný lög Borgarahreyfingarinnar ganga í berhögg við stjórnarskrána. Ný stjórn Borgarahreyfingar hefur óskað eftir viðræðum við Þráin Bertelsson. Útboð Fimleikasalur Fjölnis í Austurhúsi Egilshallar. Innanhúss frágangur. Rekstrarfélagið Fossaleyni 1 óskar eftir tilboðum í að breyta nýrri geymsluað- stöðu í austurhúsi Egilshallar í fi mleikasal fyrir Ungmennafélagið Fjölni. Lauslegt yfi rlit yfi r verkið. Um er að ræða að endurinnrétta 426 m2 lagerrými við austurgafl knatthúss Egilshallar. Umrætt rými var hluti af stækkun á geymslusvæði Egilshallar, framkvæmt 2008. Rýmið verður innréttað sem viðbótar æfi ngasalur fyrir fi mleikadeild Fjölnis, en þeir hafa auk þessa til afnota í dag sal í suðurhúsi Egilshallar. Í megindráttum verður rýmið standsett sem opinn fi mleikasalur með færanlegri uppstillingu dýna, áhalda og hlaupabrauta. Þó þarf að opna og innrétta aðkomuleið í gegn um undirbúningseldhús í austurgafl i Knatthúss. Því til viðbótar þarf að útbúa snyrtingu og ræstingu í sal. Á millipalli þarf að skaffa nýja loftræsti samstæðu fyrir sal. Á millipall og veggi þarf að leggja hljóðísogs- plötur vegna hljóðvistar. Að lokum þarf að snyrta allt og mála. Húsnæði skal skila tilbúnu fyrir fi mleikaáhöld og dýnur. Útboðsgögn verða afhent að Reykjavíkurvegi 74, 2.hæð, Hafnafi rði (Gengið inn aftanfrá) frá kl. 13.00 mánudaginn 21 september. Tilboðum skal skilað á sama stað fi mmtudaginn 1.október 2009 eigi síðar en kl. 14:00. Til að verktakar geti betur gert sér grein fyrir umfangi verks verður kynn- ingafundur á staðnum miðvikudaginn 23. september kl.13.00 við inngang Egilshallar. Óskað er eftir að verktaki taki að sér fyrir fasta upphæð að fullklára verk fyrir 1.desember 2009. Nánari upplýsingar gefur : Haraldur L. Haraldsson, framkvæmdastjóri, netfang: haraldur.L.haraldsson@gmail.com, sími: 893-5218 reykjavík Með hverjum ARMANI jakkafötum fylgja 2 Stenström skyrtur Með hverjum JOOP! jakkafötum fylgir 1 Stenström skyrta í septemberjakkaföt Þú kaupir þér Armani eða Joop! jakkaföt og færð Stenström skyrtur að eigin vali í kaupbæti bankastræti 7 101 reykjavík sími 551 3470 SVEITARSTJÓRNIR Bæjarfulltrúar Álftaneslistans vilja að Margrét Jónsdóttir segi af sér sem formað- ur bæjarráðs. Margrét sagði í sumar skilið við félaga sína í bæjarstjórnarhópi Á- listans og er nú óháð. Í samvinnu við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks samþykkti Margrét að segja Sigurði Magnússyni af Á-listanum upp störf- um sem bæjarstjóri. Á bæjarráðsfundi á fimmtudag átöldu fyrrum félagar Margrétar hana fyrir að leiða fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins til valda. „Ljóst er að Margrét Jónsdóttir er gengin í eina sæng með Guðmundi G. Gunn- arssyni og félögum,“ sögðu fulltrú- ar Á-listans og bæta því við að Mar- grét sé skuldbundin þeim íbúum sem veittu henni brautargengi á vegum Álftaneshreyfingarinnar og til að standa vörð um málefni sem hreyf- ingin standi fyrir. „Jafnframt skal vakin athygli á því að Margrét Jónsdóttir hefur verið umboðslaus frá 27. júlí 2009 í öllum þeim embættum sem hún situr í kosin af Á-lista, meðal annars sem formaður bæjarráðs og þarf hún því að segja af sér þessum embættum,“ sögðu þau Kristín Fjóla Bergþórs- dóttir og Sigurður Magnússon. Þessu hafnaði Margrét í bókun á bæjarráðsfundinum. „Ég sit í öllum tilfellum í umboði bæjarstjórnar og á meðan bæjarstjórn breytir ekki því umboði stendur það. Ég vísa því á bug þessum orðum fulltrúa Á-lista og tel þau ekki svara verð.“ - gar Bæjarfulltrúar Álftaneslistans vefengja stöðu fyrri félaga vegna trúnaðarstarfa: Telja bæjarráðsformann án umboðs ÁLFTANES Magrét Jónsdóttir hafnar fullyrðingum fyrrum félaga um að hana skorti umboð sem formaður bæjarráðs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BÚLGARÍA Búlgörsk stjórnvöld hafa hleypt af stokkunum rann- sókn vegna ótrúlegs atviks sem átti sér stað í ríkislottói landsins á dögunum. Þá voru dregnar út tölurnar 4, 15, 23, 24, 35 og 42, sem væri ekki í frásögur fær- andi nema fyrir þá staðreynd að nákvæmlega sömu tölur komu upp úr kassanum í drættinum í vikunni á undan. AP-fréttastofan hefur eftir stærðfræðingum að líkurnar á því að sömu tölur komi upp tvisvar í röð séu einn á móti fjórum milljónum. Rannsókn í Búlgaríu: Sömu lottótölur tvær vikur í röð Ingólfstorg til skipulagsráðs Skipulagsfulltrúi hefur vísað fyrirhug- uðum breytingum við sunnanvert Ingólfstorg til skipulagsráðs. Gríðar- legur fjöldi mótmæla barst vegna áformanna sem meðal annars fela í sér minnkun torgsins og niðurrif sal- arins sem hýsir skemmtistaðinn Nasa. SKIPULAGSMÁL Sumir sakna múrsins Sjöundi hver Þjóðverji vill gjarnan að Berlínarmúrinn verði reistur á ný samkvæmt könnun tímaritsins Stern. Þessi hópur telur lífið hafa verið betra þegar Þýskalandi var skipt milli austurs og vesturs. Í nóvember verða tuttugu ár liðin frá falli múrsins. ÞÝSKALAND VIÐSKIPTI Tap Magma Energy nam tæpum 4,5 milljónum dollara, sem jafngildir rúmlega 500 millj- ónum króna, á síðasta rekstrar- ári félagsins. Rekstrarárið nær frá miðju ári í fyrra fram á mitt árið í ár. Af þessu tapi féllu tæplega 1,9 milljónir dollara til á síðasta árs- fjórðungi rekstrarársins. Ross Beaty, formaður Magma, er þó brattur í tilkynningu um uppgjörið sem sent var kauphöll- inni í Toronto í vikunni. Hann segir að tekist hafi að afla 130 milljóna dollara í nýju fjármagni og 110 milljóna dollara með hluta- fjáraukningu. Ársuppgjör Magma Energy: Tap rúmar 500 milljónir króna NÝTT AFL Forsvarsmenn Hreyfingarinnar á blaðamannafundinum á Thorvaldsen í gær. Margrét Tryggvadóttir er formaður stjórnar Hreyfingarinnar, en Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari sitja ekki í stjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Það eru auðvitað heilmikil tíðindi að flokkur missi frá alla þingmenn svo stuttu eftir kosningar,“ segir Einar Mar Þórðarson stjórnmála- fræðingur. „Þetta hljóta að vera mikil vonbrigði fyrir þá sem hafa starfað innan hreyfingarinnar og ekki síst kjósendur hennar. Borgarahreyfing- in hefur verið að mælast ágætlega í könnunum, jafnvel í og yfir kjörfylgi, þannig að framan af virtist fólk sátt við hreyfinguna,“ segir Einar mar. Einar segir vert að velta fyrir sér framtíð hreyfinganna tveggja. „Nú á Borgarahreyfingin enga fulltrúa neins staðar, en eins og komið hefur fram gæti vel komið til þess að hreyfingin byði fram í sveitarstjórnarkosningum. Ég tel að Borgarahreyfingin verði ekki langlíf í íslenskum stjórnmálum og hið sama má segja um þessa nýju Hreyfingu, þótt hún komi til með að eiga þessa þingmenn á kjörtímabil- inu,“ segir Einar Már Þórðarson. - kg HLJÓTA AÐ VERA MIKIL VONBRIGÐI KJÖRKASSINN Myndir þú vilja að aðrir leiddu ríkisstjórn Íslands en Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon? JÁ 61,4% NEI 38,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú ánægð(ur) með þjónustu íslenskra flugfélaga? Segðu skoðun þína á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.