Fréttablaðið - 19.09.2009, Page 18
18 19. september 2009 LAUGARDAGUR
UMRÆÐAN
Ólína Þorvarðardóttir skrifar
um íslenska samfélagsgerð
Þegar tvítyrni heimsviðskipta-hallarinnar í New York hrundi
til grunna þann 11. september
2001 gaus upp kæfandi mökk-
ur sem varð fjölda manns að
fjörtjóni. Björgunarsveitir höfðu
sumar hverjar
orðið of skjót-
ar á vettvang,
með þeim
skelfileg-
um afleiðing-
um að fjöldi
slökkviliðs
og björgun-
armanna lét
lífið þegar
byggingarnar
jöfnuðust við
jörðu. Dágóð-
ur tími leið áður en rofaði til og
menn gátu metið afleiðingar þess
sem gerst hafði.
Við hrun íslensku bankanna í
október 2008 þyrlaðist líka upp
þykkur mökkur. Almenningur
hafði enga grein gert sér fyrir því
hve hættulega háir turnar höfðu
verið reistir á íslenskum fjármála-
markaði fram að því. En óbæri-
legur mökkurinn sem fylgdi hrun-
inu segir sína sögu um skefjalausa
viðskiptahætti, ábyrgðarleysi og
hóflausa græðgi. Og sú saga varð-
ar ekki einungis fjármálafíflin
sem steyptu okkur því sem næst
í glötun. Nei, hún fjallar líka um
öll hin fíflin, sem eltu skinið af
glópagullinu eins og vanvita börn.
Fjölmiðlana sem góndu hrifnir
upp í fjármálaspekúlantana, flöttu
myndirnar af þeim á forsíður
tímaritanna, kusu þá viðskipta-
snillinga og frumkvöðla ársins á
meðan þeir frömdu samsæri sitt
gegn þjóðinni. Stjórnmálamenn
okkar – jafnvel forsetinn – fylgdu
þeim eins og skugginn í erlend-
ar viðskipta- og kynningarferð-
ir, studdu við „íslensku útrásina“
og fluttu um hana loðmulluleg-
ar lofræður við glasaglaum og
ljósleiftur á blaðamannafundum.
Almenningur horfði á í aðdáun og
hrifningu.
Þjóðarskömmin
Nú situr óbragðið eftir – skömmin.
Það er þjóðarskömm. Við finnum
öll til hennar … öll, nema kannski
þeir sem enn neita að horfast í
augu við ábyrgð sína á því sem
gerðist. Það gæti til dæmis átt
við um þá þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins sem flestir sátu hjá við
afgreiðslu þingsins á ríkisábyrgð
vegna Icesave samninganna.
Flokkurinn sem ber höfuð ábyrgð
á hugmyndafræði Hrunadansins,
flokkurinn sem innleiddi þá taum-
lausu frjálshyggju sem dansað var
eftir, hann „sat hjá“ þegar tekist
var á við afleiðingarnar. Skilaði
auðu. Það var átakanlegt að sjá.
Verður Ísland nokkurn tíma
samt aftur? Vonandi ekki. Sann-
leikurinn er sá, að það Ísland sem
við kvöddum í október 2008 var
ekki gott í gegn. Þó að allt liti vel
út á yfirborðinu, hagtölur sýndu
almenna velmegun, landið mæld-
ist meðal tíu efnuðustu þjóða
heims (jafnvel ein hamingjusam-
asta þjóð í heimi) og ríkissjóð-
ur væri orðinn nokkurn veginn
skuldlaus, þá voru innviðirnir
ekki í lagi.
Fjármálakerfið var ofþanið,
neyslan óhófleg, skuldasöfnun-
in úr böndum – ekki síst í undir-
stöðuatvinnuvegi okkar, sjávar-
útveginum. En verst var þó að
siðferðisþrek þjóðarinnar hafði
látið undan síga. Um það vitna
upplýsingar sem nú eru að koma
í ljós um umfang skattsvika og
svarta atvinnustarfsemi, hags-
munagæslu og krosseignatengsl í
viðskiptalífinu, getuleysi eftirlits-
stofnana og gáleysi stjórnvalda.
Já, stjórnvöld brugðust hlut-
verki sínu. Þau gleymdu sér við
hrævareldana og uggðu ekki að
sér. Í stað þess að safna í korn-
hlöðurnar til mögru áranna var
slegið slöku við aðdrættina. Á
góðæristímanum 1993-2007 var
farið í skattalækkanir sem komu
sér vel fyrir þá tekjuháu á meðan
hlutfallslegar byrðar jukust á
þá tekjulágu. Hinu mikilvæga
jöfnunarhlutverki skattkerfisins
var raskað og tekjulindin rýrð.
Lætur nærri að ef skattalækkan-
ir áranna 2003-2007 yrðu fram-
reiknaðar á núvirði, hefðu þær
náð langt með að greiða niður
halla ríkissjóðs á þessu ári. En
því er nú ekki að heilsa. Kornhlöð-
urnar eru galtómar, og fátt um
aðföng.
Í hverju felast átökin?
Af þeirri óvægnu umræðu sem
verið hefur í samfélaginu undan-
farna mánuði mætti stundum ætla
að þau stjórnvöld sem nú sitja hafi
hætt sér of snemma inn á björgun-
arvettvanginn. Að minnsta kosti
er enginn hörgull á fúkyrðum og
úrtölum þeirra sem telja sig geta
verið áhorfendur að björgunar-
starfinu og hvorki þora né vilja
leggja því lið. En endurreisn sam-
félags getur ekki orðið nema með
þátttöku allra. Þá á ég annars
vegar við atvinnuvegina, stéttar-
félögin, stjórnvöld og almenning
– hins vegar þá sem ráðandi eru í
opinberri umræðu, þ.e. fjölmiðl-
ana, fræðasamfélagið og stjórn-
málamenn.
Okkar bíður mikið starf. Mein-
semdir þær sem ollu bankahrun-
inu eru margar hverjar enn til
staðar í íslensku samfélagi, og það
mun sjálfsagt taka ár og áratugi
að vinna á þeim bug. Við sjáum
þær
• í ósanngjörnu kvótakerfi;
• í þvermóðsku fjármálastofnana
við að veita stjórnvöldum upp-
lýsingar vegna rannsóknar á
hruninu;
• á fáránlegum kröfum stjórnenda
fjármálafyrirtækja um svim-
andi háar bónusgreiðslur;
• í afskriftum hárra skulda gagn-
vart útvöldum á meðan fjöl-
skyldur eru að bugast og menn
að brotna undan skuldabyrði;
• í upplýsingum um umfang skatt-
svika og misnotkun opinberra
bóta.
• Síðast en ekki síst sjáum við
meinsemdirnar í afneitun og
afstöðuleysi þeirra sem stærsta
ábyrgð bera á hruninu og hug-
myndastefnu þess.
Nei, gleymum ekki á hvaða vett-
vangi við erum, íslensk þjóð. Við
erum stödd í þrotabúi þeirrar
skefjalausu frjálshyggju sem reið
hér húsum. Og meinsemdirnar
sem ollu hruninu eru flestar enn
til staðar.
Átökin í íslenskum stjórnmálum
næstu misserin munu m.a. snúast
um það hvernig gert verður upp
við fortíðina, og þá hugmynda-
fræði sem leiddi okkur í núver-
andi stöðu. Þau munu snúast um
það
• hvaða aðferðum verði beitt við
uppgjörið vegna bankahruns-
ins;
• hvaða aðferðum verði beitt við
endurreisn efnahagskerfisins
og hvort takast megi að verja
grunnþætti velferðarkerfisins,
mikilvæga almannahagsmuni,
auðlindir o.s.frv.;
• hvort gerðar verða nauðsynlegar
leiðréttingar á óréttlátu kvóta-
kerfi;
• hvort leikreglur viðskiptalífsins
verða endurhannaðar;
• hvort komið verður hér á nauð-
synlegum lýðræðisumbótum;
• hvort siðbót muni eiga sér stað í
íslenskum stjórnmálum og við-
skiptalífi;
• já, hvort spilin verða stokkuð
upp og hvernig gefið verður upp
á nýtt.
Átök komandi missera í íslensk-
um stjórnmálum munu snúast um
það hvort eitthvert uppgjör muni
eiga sér stað yfirleitt.
Gleymum því ekki að það eru
sterk öfl að verki í íslensku sam-
félagi sem vilja ekkert við ábyrgð
sína kannast, og vilja því ekkert
endurmat og engin skuldaskil.
Höfundur er alþingismaður.
Nýja Ísland –
kemur þú?
ÓLÍNA
ÞORVARÐARDÓTTIR
UMRÆÐAN
Sigursteinn Másson skrifar
um velferðarmál
Það hljómar hugsanlega sem öfugmæli að segja að ýmis
tækifæri liggi í efnahagskreppunni
varðandi velferðarmálin. Það ligg-
ur beint við að horfa á hættumerk-
in sem felast í niðurskurði og aukn-
um sparnaði í þjónustu. Algengt er
að fólk fari í viðbragðsstöðu, jafn-
vel í skotgrafir og mótmæli ákaft
því sem gert er án þess að leggja
fram hugmyndir um leiðir að lausn-
um. Það er staðreynd að á næstu
árum verður úr minna fjármagni
að spila til velferðarmála jafnvel
þótt stjórnvöld standi við ítrekuð
loforð um minni niðurskurð í þeim
málaflokki en öllum öðrum og jafn-
vel þótt skattar verði hækkaðir enn
frekar. Þetta er staðreynd sem við
verðum öll að horfast í augu við af
yfirveguðu raunsæi. Þess vegna
þurfum við að benda á nýjar leið-
ir.
Hvað er til ráða? Nýlega kynnti
nefnd, undir forystu Stefáns Ólafs-
sonar prófessors, hugmyndir að
einföldun almannatrygginga í tvo
bótaflokka hjá fötluðum og í einn
hjá öldruðum. Stjórnvöld hafa
ákveðið að sameina Trygginga-
stofnun ríkisins og Vinnumála-
stofnun og mál-
efni fatlaðra
verða færð til
sveitarfélaga
árið 2011. Allt
eru þetta mikil-
væg skref í rétta
átt. Það er engu
að síður grund-
vallaratriði að
huga strax að
breytingum á
sjálfu örorku-
matinu þannig að það undirstriki
hæfni fólks til samfélagslegrar
þátttöku og styðji undir hana en sé
ekki letjandi og aðgreinandi.
Sumir kunna að segja að þegar
atvinnuleysi er jafn mikið og
raun ber vitni að þá sé ekki tíma-
bært að gera slíkar breytingar á
örorkumati. Þetta tel ég að bygg-
ist á misskilningi. Jafnrétti fatl-
aðra og ófatlaðra má ekki ráðast
af efnahagssveiflum hverju sinni.
Mikilvægt er að við búum við fyr-
irkomulag sem skapar fólki jöfn
tækifæri til þátttöku og sem lág-
markar þær skerðingar sem fólk
býr við. Það er að mínu mati grund-
völlur raunverulegrar velferðar.
Það að hafa hlutverk í lífinu jafn-
gildir því að hafa tilgang. Það hlut-
verk snýst ekki alltaf um launaða
vinnu en það verður að snúast um
það að vera sér og öðrum að gagni
á einhvern hátt. Einstaklingur með
mjög takmarkaða andlega og lík-
amlega færni gerir mikið gagn
með því að leyfa aðstoðarfólki að
annast sig. Aðstoðarfólkið fær með
því nýja innsýn inn í mannlega til-
veru sem gerir þau að betri mann-
eskjum.
2007 skilaði svonefnd örorku-
matsnefnd forsætisráðherra sam-
hljóða áliti sínu varðandi breyting-
ar á réttindamati fatlaðra. Ragnar
Gunnar Þórhallsson, formaður
Sjálfsbjargar, sat í nefndinni fyrir
hönd ÖBÍ. Niðurstaðan var sú að
horfa ætti til styrkleika fólks við
matið og hvernig hægt væri að
styðja sem best við þá. Þetta ætti að
vera leiðarljós við þær brýnu kerf-
isbreytingar sem framundan eru
enda í fullu samræmi við áherslur
Sáttmála sameinuðu þjóðanna um
réttindi fatlaðra sem ríkisstjórn
Íslands stefnir að fullgildingu á
innan skamms. Við sem búum á
Íslandi þurfum nú á öllum að halda
við endurreisn landsins. Fatlað-
ir búa yfir mikilvægri reynslu og
þekkingu sem samfélagið má ekki
fara á mis við. Enginn getur allt
en allir geta eitthvað og nú þarf að
gefa öllum kost á að leggjast sam-
eiginlega á árarnar til að skapa hér
betra og sanngjarnara samfélag.
Höfundur er formaður Geðhjálpar.
Að meta fatlaða að verðleikum
SIGURSTEINN
MÁSSON
UMRÆÐAN
Jón Þór Ólafsson skrifar um
réttlæti
Eva Joly segir allar líkur fyrir því að efnahagsbrot hafi verið
framin en ríkisstjórnin hundsar
færasta ráðgjafann sinn og hindr-
ar rannsókn hrunsins með ónógum
fjárframlögum. Í dag, næstum ári
frá hruni, er ljóst að ríkisstjórn-
in mun leyfa flestum bankamönn-
unum að sleppa og skella skuldum
sem þeir stofnuðu til á okkur.
Réttlætingin fyrir því að borgar-
arnir taki völdin í sínar hendur er
vel greypt í réttlætisvitund og lög
Vesturlanda. Borgaraleg handtaka
hefur lengi verið lögleg á Vestur-
löndum og var 26. mars 1991 bundin
í „Lög um meðferð opinbera mála“
á Íslandi. Í 97. grein laganna segir:
„1. Lögreglu er rétt að handtaka
mann ef rökstuddur grunur er á að
hann hafi fram-
ið brot sem sætt
getur ákæru,
enda sé hand-
taka nauðsyn-
leg til að koma í
veg fyrir áfram-
haldandi brot,
tryggja návist
hans og öryggi
eða koma í veg
fyrir að hann
spilli sönnunargögnum. 2. Sams
konar heimild hefur hver sá sem
stendur mann að broti sem sætt
getur ákæru og varðað getur fang-
elsi. Afhenda skal hinn handtekna
lögreglunni tafarlaust ásamt upp-
lýsingum um ástæðu handtökunnar
og hvenær hún fór fram.“
Ef við stöndum fólk í dag að broti
sem sætt getur ákæru og varðað
getur fangelsi getum við handtek-
ið það. Það er gott að vita því spill-
ingin grasserar enn. En er hægt
að grípa til borgaralegrar hand-
töku núna vegna liðinna atburða?
Mögulegt er að túlka lögin þannig
að borgari sem stóð einhvern að
verknaði sem hann vissi ekki að
væri glæpsamlegur, gæti núna
þegar hann veit betur framkvæmt
borgaralega handtöku, til að ná
fram tilgangi laganna: „að koma
í veg fyrir áframhaldandi brot,
tryggja návist hans og öryggi eða
koma í veg fyrir að hann spilli
sönnunargögnum.“ Þeir sem þora
geta reynt á þetta fyrir dómstól-
um, því bankamennirnir munu án
efa kæra handtökuna.
Mikið væri það góður dagur að
sjá mennina sem orsökuðu hrun-
ið handtekna og færða til lögreglu
með myndavélar fjölmiðla í andlit-
inu. Þetta færi í heimspressuna og
sýndi heiminum að það ábyrgasta
sem Íslendingar gera er ekki að
borga skuldir bankamannanna.
Það ábyrgasta er að láta þá svara
til saka.
Höfundur er borgari.
Borgaraleg handtaka
JÓN ÞÓR ÓLAFSSON
mbósamlok
33 cl
psí dós
alltaf í leiðinni!
ú
og
Pe
J299kr.
ÓDÝRT
ALLA DAGA!