Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 20
20 19. september 2009 LAUGARDAGUR G ísli Marteinn er sem kunnugt er nýkominn heim frá Edinborg. Þar lagði hann stund á mast- ersnám sem heit- ir The City, eða Borgin. Hann var fyrst spurður að því hvað hann hefði eiginlega verið að læra. „Ég fékkst við borgarrannsóknir. Við vorum að skoða hvað gerir borg vel heppnaða og hvað ekki, reyna að kafa undir yfirborðið og sjá hvaða straumar þróast þar, kannski án þess að nokkur ætli sér það.“ Sem dæmi um þetta nefnir Gísli að margir þeir sem rannsaka borg- ir hafi áhyggjur af því að samfélag þeirra sé allt of niðurhólfað. „Hver maður er bara í sínu hylki. Þetta var kannski sérstaklega áberandi í góðærinu. Efnað fólk gat til dæmis lifað einangrað í sínu hylki. Það átti sín hús og var kannski búið að kaupa húsin báðum megin við sig. Svo var farið upp í allt að því bryn- varða bíla sem færði fólk á milli staða og tryggði að ekki þyrfti að eiga samneyti við neina aðra.“ Öld borganna runnin upp Gísli er mikill borgarmaður og leggur mikið upp úr því að borg sé í sjálfu sér ekki ónáttúrulegt fyrirbrigði. „Borg er bara eins og mauraþúfa. Þetta eru híbýli sem við mennirnir höfum búið okkur til á jörðinni og verkefni okkar er að reyna að gera þúfuna okkar, eða borgina, þannig úr garði að þegar við yfirgefum hana þá taki hún ekki allt of mikið pláss og ekki hafi verið unnar á henni varanleg- ar skemmdir til dæmis af völdum mengunar. Markmiðið er að við skilum henni helst betri en hún var þegar við tókum við henni.“ Gísli tekur undir með þeim fræðimönnum sem telja að meðan 20. öldin hafi verið öld þjóðríkisins þá verði sú 21. öld borganna. „Ríkið getur ekki leyst alls konar vanda sem að okkur steðjar í umhverfis- málum nema með hjálp borganna. 80 prósent af losun gróðurhúsaloft- tegunda kemur frá borgum. Það er því nánast ómögulegt fyrir ríkið að gera áætlanir um að draga úr þessari losun nema að borgirnar komi með. Og þannig er þetta um flest af okkar stóru málum svo ef ríkin ætla ekki að gefa borgunum meira vægi þá komumst við hvorki lönd né strönd.“ En hvernig er það með svona mikinn borgarmann, fer hann nokkurn tímann út fyrir borgar- mörkin? „Ég bjó í Breiðholti fyrstu 25 ár ævinnar og þekki þess vegna Elliðaárdalinn eins og lófann á mér. Eftir að ég fluttist vestur eftir, bjó í kjallara og tók sjálfan mig alvarlega sem miðbæjarmann, grínuðust vinir mínir með að ég fylltist óöryggi í Ártúnsbrekkunni en það er alls ekki þannig núna. Ég nota bæði útivistarsvæðin í aust- urhluta borgarinnar mikið og nýt þess að fara út úr bænum í bústað eða útilegu.“ Vorum á rangri leið Gísli segir námið í Edinborg hafa styrkt sýn hans á borgarmálefni: „Ég varð ekki fyrir vitrun og er ekki endurfæddur en mér finnst ég hafa betri rök fyrir skoðun- um mínum og sé vonandi hlutina í stærra samhengi. Svo held ég að ég komi til baka ágætlega ferskur. Mér finnst borgarstjórn vera alveg ráðin í því að nýta þá peninga sem við höfum, sem eru minni en áður, til þess að gera góða hluti.“ Umhverfis- og samgöngunefnd er draumanefndin. Gísli telur gerjun í borgarmálum mjög mikla í þessum málaflokkum. „Það er í raun ekki hægt að sinna sam- göngumálum skynsamlega nema umhverfismálin séu líka undir. Þú getur ekki stækkað hraðbraut- ina án þess að hugsa um umhverfi fólks sem býr við hana og að sama skapi er ekki hægt að ná niður mengun án þess að hafa samgöng- urnar undir. Hvort eru lestarmál umhverfis- eða samgöngumál? Það er hvort tveggja.“ Gísli Marteinn telur að margt muni þróast öðruvísi en áformað hafði verið á árunum fyrir hrun- ið. „Við vorum á rangri leið. Við vorum að þenja borgina sífellt meira út. Vegalengdir sem borg- arbúar þurftu að fara eftir þjón- ustu, eða hverju sem er, lengd- ust sem kallaði á mikla bílaeign. Það varð erfiðara að byggja upp almenningssamgöngur og við stóðum okkur ekki í uppbyggingu hjólreiðastíga.“ Frá miðjum tíunda áratugnum fjölgaði bílum á hverja þúsund íbúa úr 450 í 800. Hjól- reiðamönnum fækkaði og einnig þeim sem notuðu strætó. „Þetta leiðir ekki til góðrar borgar að mínu mati. Þetta þýddi meðal ann- ars að samfélög innan borgarinn- ar dóu. Það er ekki svo langt síðan að hvert hverfi hafði sitt samfélag, fólk hittist úti á götu eða í búðinni. Þetta hvarf meira og minna og borgin verður að taka á sig hluta af ábyrgðinni.“ Þétting byggðar Gísli telur þó gerlegt að snúa þró- uninni við. „Við eigum að byggja upp hverfin því við eigum geysi- lega góð hverfi sem við eigum ekki að gera að gegnumaksturshverf- um með því að leggja hraðbraut- ir í gegnum þau heldur að styrkja samfélag þeirra, hafa þar þá þjón- ustu sem fólk þarf að sækja, hæga umferð, hjóla- og göngustíga þannig að fólk geti búið í hverfinu sínu án þess að eiga bíl. Við getum boðið upp á betri tækifæri til þess að velja aðra farkosti þegar það hentar. Það mun líka létta umferð- ina á götunum sem er gott fyrir þá sem þurfa að vera á bílum. Það er óskynsamlegt að setja öll eggin í sömu körfuna og veðja bara á einn samgöngumáta. Það er miklu ódýr- ara fyrir borgina og betra fyrir borgarbúa ef hægt er að dreifa þessu.“ Gísli Marteinn telur að nú eigi að hætta að þenja borgina út. „Þeir sem mótmæla byggð í Vatnsmýri og Örfirisey eru þar með að segja við eigum að byggja austan við núverandi byggð vegna þess að Reykvíkingum mun fjölga um svona 35 þúsund manns á næstu 40 árum. Þeir verða að átta sig á því líka að það mun auka umferð- ina um Miklubraut og gegnum- akstur um íbúahverfi sem fyrir eru. Ég held að það sé ekki góð lausn.“ Hann vill draga línu norð- an og austan við þau góðu hverfi sem fyrir eru austast í borg- inni, Úlfarsfell og Norðlingaholt. „Þetta eru flott og góð hverfi, við eigum að standa vörð um þau en ekki eyðileggja þau með því að tugir þúsunda manna þurfi að aka í gegnum þau dag hvern.“ Hann fellst á að fyrstu allmörg þúsund- in muni vissulega hverfa inn í hús- næði sem þegar er byggt en telur ekkert veita af að nota tímann vel þar til að því kemur að huga þurfi að uppbyggingu nýrra hverfa því sá tími muni koma þótt það verði einhverjum árum síðar en búist hafi verið við. Flugvöllinn til Keflavíkur Gísli Marteinn er sem sagt hvergi nærri hættur að tala um flugvöll- inn. „Ég held að það sé lífsspurs- mál fyrir Reykjavík að við flytj- um flugvöllinn og við eigum að skoða það sem fjöldamargar borg- ir í Evrópu hafa gert, jafnvel borg- ir á stærð við höfuðborgarsvæðið hér, að leggja lest milli flugvallar og borgar. Ef við gerum það er ekkert því til fyrirstöðu að hafa flugvöllinn í Keflavík. Það kostar okkur fjóra milljarða króna á ári að reisa fimmtán þúsund manna byggð austast í borginni frekar en í Vatnsmýri,“ segir Gísli Mart- einn. Tíminn sem borgarbúar verja í bílum sínum ásamt bens- ínkostnaði er metinn á þrjá millj- arða króna á ári og við þetta bætist rekstur flugvallarins í Vatnsmýri sem kostar hátt í milljarð á ári. „Samt er þetta tabú í umræðunni um sparnað og að gera borgina hagkvæmari.“ Gísli bendir einnig á skýrslu samráðsnefndar samgönguráðu- neytisins og Reykjavíkurborgar. Borgir eru eins og mauraþúfur Gísli Marteinn Baldursson er kominn aftur í borgarmálin. Hann stýrir umhverfis- og samgöngunefnd sem hann segir drauma- vettvang sinn og þvertekur fyrir að ganga með borgarstjóra í maganum. Steinunn Stefánsdóttir hitti Gísla Martein á kaffihúsi í miðborginni þar sem hann tjáði sig af innlifun um umhverfismál, samgöngur, skipulag og líka svolítið um Sjálfstæðisflokkinn. GÍSLI MARTEINN BALDURSSON Gísli Marteinn lítur á það sem stórt umhverfis- og samgöngumál að þétta byggðina með því að byggja í Vatnsmýrinni. Hann telur að flugsamgöngur við borgina eigi heima í Keflavík og vill lestarsamgöngur milli borgar og flugvallar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BORGIR ERU FULLAR AF ORKU Í fyrra varð sú vending að í fyrsta sinn í veraldarsögunni eiga fleiri jarðarbúar eiga heima í borgum, eða þéttbýli, heldur en í dreifbýli. Þessi þróun hefur verið hröð því fyrir hundrað árum bjó 10 prósent mann- kyns í borgum. Árið 2050 er talið að 75 prósent mannskyns muni búa í borgum. Tveir þriðju hlutar auðæfa heimsins verða til í borgum og 9 af hverj- um 10 hugmyndum sem fá einkaleyfisskráningu verða til í borgum. Ríkisstjórn sem vill ná árangri í umhverf- ismálum, eins og sú stjórn sem nú situr vill, getur ekki haft flugvöll í Vatnsmýri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.