Fréttablaðið - 19.09.2009, Side 21

Fréttablaðið - 19.09.2009, Side 21
LAUGARDAGUR 19. september 2009 21 Þar var sýnt fram á að ef flugvöll- urinn yrði fluttur og meira að segja byggð ný flugstöð þá yrði samt sem áður afgangur miðað við það að flugvöllurinn sé áfram um kyrrt á sama stað. Hann segist þó gera sér grein fyrir að borgarbúar séu ekki á eitt sáttir um flugvallarmál- ið. „Mér finnst skynsamlegt fyrir borgina og þar með landið allt að flytja flugvöllinn. Ríkisstjórn sem vill ná árangri í umhverfismálum, eins og sú stjórn sem nú situr vill, getur ekki haft flugvöll í Vatns- mýri. Þessi ríkisstjórn ætlar að draga verulega úr losun gróður- húsalofttegunda. Mjög stór hluti þeirrar losunar kemur frá sam- göngum á höfuðborgarsvæðinu. Til að draga úr því þá verður að hafa skynsamlegt skipulag. Þá er ekki hægt að þenja borgina sífellt út.“ Samkvæmt gildandi aðalskipu- lagi í Reykjavík þá á flugvöllurinn að fara. „Það er skipulag sem er í gildi og ber að fara eftir lögum samkvæmt. Þannig að ég er bjart- sýnn. Landsbyggðarfólk segir að þetta sé ekki einkamál Reykvík- inga og það er rétt en Reykvík- ingar hljóta samt að hafa mest um það að segja hvar flugvöllurinn er í borginni þeirra.“ Gjaldmælar á bílastæði Gjaldmælar á bílastæðum við skóla og vinnustaði hafa verið nokkuð í umræðunni. Þegar hafa til dæmis verið settir upp gjaldmælar við Háskóla Íslands. „Stjórnendur beggja stóru háskólanna í borg- inni hafa sagt að þeirra framtíðar- sýn sé að hafa ekki ókeypis bíla- stæði við skólana. Ekki vegna þess að þær séu á móti bílum eða bíla- stæðum heldur vegna þess að skól- arnir þurfa á landinu sem fer undir bílastæðin að halda til að byggja á. Markmið okkar er ekki að fara um borgina eins og hvítur stormsveip- ur og setja upp gjaldskyldu. Okkar markmið er hins vegar að hvetja vinnustaði til þess að huga að þess- um hlutum, að setja sér samgöngu- stefnu þar sem þau velta fyrir sér hvernig fólk fer í og úr vinnu. Svo stendur ekki á Bílastæðasjóði ef skólar eða vinnustaðir óska eftir að fá gjaldskyldu á bílastæðin.“ Reykjavíkurborg samþykkti nýverið samgöngustefnu þar sem hvatt er til að starfsmenn borgar- innar komi til vinnu með umhverf- isvænum hætti. „Allt miðar þetta að sama marki að menn noti meira aðra samgöngumáta en bílinn en ég vil alltaf ítreka að þetta snýst ekki um að þrýsta fólki sem þarf að nota bíl út úr bílnum sínum. Marg- ir þurfa að nota bíla og við eigum að veita þeim góða þjónustu.“ Gísli Marteinn er mikill áhuga- maður um strætó og vill byggja upp almenningssamgöngurnar í borg- inni. „Allar kannanir sýna að fólk sem jafnvel notar ekki vagnana vill samt eiga heima í borg þar sem eru góðar almenningssamgöng- ur.“ Hann er því alls ekki á þeirri skoðun að færsla frá einkabílaborg yfir í almenningssamgangnaborg sé draumsýn. „Ég trúi á það og ég held að sú ferð sé hafin.“ Byggja upp án þess að rífa Deilur hafa staðið um Ingólfstorg, flutning húsa inn á torgið og ekki síst hafa margir borgarbúar haft áhyggjur af gamla Sigtúni þar sem nú er tónleikastaðurinn Nasa. „Mér fannst mjög gott hvernig íbúarnir og kaupmenn á svæðinu létu í sér heyra. Við auglýsum tillögur til að kalla eftir viðbrögðum. Menn geta haft skoðanir á því hvort skipulags- tillögurnar eru góðar eða slæmar en samkvæmt því skipulagi sem er í gildi má rífa bæði Hótel Vík og húsið á horni Aðalstrætis. Það skipulag var samþykkt í allt öðru andrúmslofti en nú þegar við telj- um að við getum byggt upp án þess að rífa niður. Formaður skipulags- nefndar, Júlíus Vífill Ingvarsson, hefur sagt skýrt að ráðið muni fara vel yfir allar athugasemdir og finna skynsamlega niðurstöðu.“ Gísli segist ekki endilega hlynnt- ur friðun allra gamalla húsa í borg- inni heldur vill hann að samband borgarbúa við borgaryfirvöld séu þannig að borgarbúar treysti því að yfirvöld sýni eldri húsum til- hlýðilega virðingu. „Ég vildi til dæmis ekki að Húsafriðunarnefnd friðaði Laugaveg 4 og 6 algerlega. Þessi hús voru byggð af verkviti og svo voru hagleiksmenn sem prjón- uðu við þau, kvistur hér og bíslag þar. Við eigum að bera virðingu fyrir þessum húsum og átta okkur á hvað þau eru góð fyrir umhverf- ið en hafa samt frelsi til að breyta þeim lítillega eins og alltaf hefur verið gert.“ Borgaryfirvöld voru undir gíf- urlegri pressu að byggja í góð- ærinu og þeim var legið á hálsi fyrir að vera svifasein, til dæmis að rífa niður hús við Laugaveg- inn. „Ég held að margir sjái þessa hluti í öðru ljósi núna og nefni sem dæmi kaupin á Laugavegi 4 og 6 sem margir voru ósammála en ég var mjög hlynntur. Þar ætlum við að varðveita húsin þar sem þau standa, varðveita sólarljósið sem annars hefði verið blokkerað þannig að það hefði ekki náð niður á götuna. Ég veit ekki alveg hvern- ig menn ætla að verðmeta það næstu 200 árin að hafa sól á Lauga- veginum. Við sýnum trú á menn- ingararfi okkar og sýnum komandi kynslóðum og gestum borgarinn- ar hvernig við höfum búið þannig að ég held að þetta hafi verið hár- rétt aðgerð þótt hún hafi vissulega verið dýr.“ Hefur enga þörf fyrir uppgjör Gísli segist ekki spá mikið í pól- itískri framtíð sinni. „Ég velti heil mikið fyrir mér hugmyndum mínum og hugsjónum sem ég vil koma í verk. Borgarstjórn er einn vettvangur fyrir það en ekki sá eini.“ Hann segist þó alls ekki vera að boða komu sína í landsmálin. „Mér finnst frábært í borgarstjórn og nýt hvers einasta dags. Ég þarf auðvitað að leita til kjósenda á fjög- urra ára fresti og ef þeir vilja kjósa mig og minn flokk áfram þá er ég þakklátur fyrir það en þessi mál sem brenna á mér myndu halda áfram að gera það jafnvel þó að ég væri ekki á þessum stað.“ Gísli Marteinn er í beinu fram- haldi spurður að því hvort hann sækist eftir að leiða lista flokks síns í vor. „Nei. Ég styð Hönnu Birnu eindregið og finnst hún hafa staðið sig frábærlega sem borgar- stjóri. Kannanir sýna líka að borg- arbúum finnst það. Hún hefur til dæmis einlægan vilja til að gera borgina grænni.“ Hann segist einn- ig ánægður með forystu Sjálfstæð- isflokksins. „Ég er ánægður með nýjan formann. Ég held að það sé mjög mikilvægt að það sé komin ný kynslóð til verka. Við sjáum í borg- arstjórn hvað Hönnu Birnu gengur vel og ég held að það muni sjást á Sjálfstæðisflokknum að þar er ungt fólk í forystu. Það eru nýjar hug- myndir í gangi í heiminum öllum og ýmsar gamlar bábiljur eru að ganga sér til húðar og ný hugsun að ryðja sér til rúms.“ Fyrir fáeinum vikum birtist hér í Fréttablaðinu grein eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem ekki var hægt að skilja öðruvísi en að uppgjör ætti eftir að fara fram milli hans og sexmenninganna í borgarstjórn- arflokki Sjálfstæðisflokksins sem andæfðu gegn samruna REI og Geysis Green Energy. Það er ekki hægt að skilja við Gísla Martein án þess að bera þetta undir hann. „Ég upplifi það ekki þannig. Ég hef auð- vitað verið mjög hugsi yfir þessu máli og haldið vel til haga öllu sem var sagt og gert í því en það brennur ekki á mér að fara í eitt- hvert uppgjör og allra síst við eigin samherja. Ég er mjög stoltur af því sem við gerðum og ég held að það gildi um okkur öll. Við stóðum á sannfæringu okkar. Við vorum hreinskiptin og heiðarleg við alla í þessu máli. Við vorum á móti þess- um samruna og menn geta verið ósammála því mati okkar en mér heyrist fáir telja núna að samrun- inn hefði verið góð ráðstöfun.“ NÝTT KORTATÍMAB IL Sími 568 9400 | www.byggtogbuid.is KRINGLUNNI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.