Fréttablaðið - 19.09.2009, Síða 22

Fréttablaðið - 19.09.2009, Síða 22
22 19. september 2009 LAUGARDAGUR ➜ AÐDRAGANDI FÓLKSFLÓTTANS FRÁ VÍETNAM „Ég verð að nota tækifærið og þakka Íslendingum fyrir að hafa boðið okkur að vera hérna. Ég hef aldrei fengið tækifæri til þess,“ segir Halldór Nguyen sem kom hingað til lands fyrir þrjátíu árum. „Íslending- ar tóku mjög vel á móti okkur, ég verð að segja það.“ Hann segist aldrei hafa orðið var við annað en vina- legheit. „Það eru fordómar alls staðar í heiminum. En ég hef ekki fundið fyrir þeim. Íslendingar eru líka góðir að því leyti að ef þeim líkar ekki við annað fólk láta þeir það bara eiga sig.“ „Ég trúi því varla að það séu þrjátíu ár liðin,“ segir Halldór, þegar hann rifjar upp aðdragandann að komu sinni til Íslands. „Ég flúði frá Saigon í apríl árið 1979. Ég hafði áður reynt að flýja en það tókst aldrei. Í þetta sinn vildu stjórnvöld losna við fólk af kínverskum uppruna eins og mig, svo ég greiddi þeim 2.000 doll- ara. Þá mátti ég fara.“ Sjóferðin til Malasíu tók fimm daga. „Við vorum mjög heppin, lentum ekki í neinum sjóræningjum og allir á okkar báti lifðu. Ég var ekki nema í um mánuð í flóttamannabúðunum. Þar var erfitt að vera. Við fengum samt nóg að borða og drekka en það var erf- itt að vita ekkert um hver framtíð manns yrði. Svo kom að því að ég hitti fulltrúana frá Íslandi,“ segir Halldór, og á þá við þá Björn Þórleifsson og Björn Friðfinnsson, sem sóttu flóttamennina til Malasíu. „Ég hafði lært um Danmörku og Svíþjóð. En ég hafði aldrei heyrt minnst á Ísland. Ice-land. Það hljómaði mjög kuldalega og furðulega. Þess vegna lenti ég hér. Ég varð svo spenntur.“ Það tók Halldór ekki mörg ár að hefja nýtt líf og fjórum árum eftir komuna til Íslands fæddist honum drengur sem hann átti með þáverandi konu sinni. Þau skildu árið 1997 en höfðu þá eignast tvær dætur til viðbótar við soninn. Í dag á Halldór nýja konu og með henni eina dóttur sem er fimm ára. Dagsdaglega vinn- ur hann sem tölvunarfræðingur hjá Mími símenntun, þar sem hann er meðal annars í því að smíða beyg- ingarforrit og kenna Víetnömum íslensku. Þá vinn- ur hann sem túlkur í aukavinnu. Hann hefur alla tíð haft nóga vinnu og vann meðal annars sem vélvirki hjá Reykjavíkurborg í fjórtán ár. Halldór kom einn til Íslands en hann átti stóra fjöl- skyldu í Víetnam. „Við vorum sjö systkinin. Ein systir mín dó þegar hún reyndi að flýja. Ein systir mín býr í Frakklandi, einn bróðir í Bandaríkjunum og svo á ég þrjá bræður í Saigon, þar sem mamma mín býr líka. Ég er í ágætis sambandi við fjölskylduna mína í dag. Ef ég sakna bræðra minna eða mömmu minnar þá hringi ég bara í þau. Það var ekki svo auðvelt fyrst.“ Halldór hefur þrisvar heimsótt þau til Víetnam, fyrst árið 1995. Nú dreymir Halldór um að flytja aftur heim, þó ekki nema til að vera þar með annan fótinn. „Ég verð að viðurkenna að mig langar mjög mikið aftur heim. Sannleikurinn er nefnilega sá að ég þoli illa kuldann. Þetta var allt í lagi þegar ég var 25 ára, þá fannst mér ekkert mál að eiga við hann. En konan mín vill ekki flytja héðan, svo nú er ég að leita leiða til að geta verið þar með annan fótinn. Þegar ég fór frá Saigon var ástandið mjög slæmt. Það er skárra í dag, þótt það sé enn þá mikil fátækt í sveitunum. En ástandið er ágætt fyrir þá sem hafa efni á því að lifa.“ holmfridur@frettabladid.is Þakklátur Íslendingum Halldór Nguyen var 25 ára þegar hann flúði heimaland sitt á báti. Í flótta- mannabúðum í Malasíu bauðst honum að fara til Íslands – lands sem hann hafði aldrei heyrt um en hljómaði spennandi í hans eyru. HALLDÓR NGUYEN Hann kom einn síns liðs til Íslands fyrir 30 árum. Þá var hann einhleypur og 25 ára. Í dag á hann fjögur börn á aldrinum fimm til 26 ára. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Björn Friðfinnsson, þáverandi fjármálastjóri Reykjavíkurborgar og stjórnarmaður í Rauða krossi Íslands, fór ásamt Birni Þórleifs- syni, verkefnastjóra hjá Rauða krossinum, til Malasíu í lok ágúst 1979. Þeir höfðu fengið það vanda- sama hlutverk að velja hópinn sem tekin hafði verið ákvörðun um að bjóða heimili á Íslandi. Nafnarn- ir stigu á land á smáeyjunni Pulau Tengah, við sunnanverða vestur- strönd Malasíu, 5. september 1979. Þar hafði 8.500 flóttamönnum frá Víetnam verið komið fyrir. Hann segir aðstæður fólksins í flóttamannabúðunum hafa verið slæmar. „Þarna bjó fólk í pínu- litlum klefum, byggðum úr bamb- us sem óx á eyjunni,“ segir hann. Í búðunum dvöldu þeir í um tvær vikur og völdu í hópinn. Þeir sneru aftur til Íslands með 34 manns hinn 20. september. Í hópnum voru fjór- ar barnmargar fjölskyldur, fjórir einhleypir og fjögur systkini. Fljótlega upp úr heimkomunni var Flóttamannaráð stofnað, sam- starfsvettvangur Rauða krossins og stjórnvalda í málefnum flótta- manna. Í því sat Björn fyrir hönd Rauða krossins. „Við höfðum mikið að gera við að hjálpa fólkinu. Við fengum fljótlega húsnæði á Kapla- skjólsveginum þar sem allt fólkið bjó til að byrja með. Við fengum mikla aðstoð frá sjálfboðaliðum, sem hafa alla tíð verið mikilvæg- ir fyrir móttöku flóttamanna. Þeir söfnuðu til dæmis fötum og bús- áhöldum sem fólkinu var gefið.“ Heilt á litið segir Björn komu og aðlögun Víetnamanna hafa gengið vel og spár bölsýnismanna sem voru þó nokkrir, langt frá því ræst. „Ég fékk ótrúlegustu símtöl fyrstu vikurnar eftir að við komum til baka. Menn voru að mótmæla því að blanda ætti þessu útlenda kyni við þennan göfuga stofn sem fyrir var í landinu. En svo höfðu líka margir sem höfðu tekið kjör- börn frá Asíu samband. Það fólk var þakklátt, því nú voru það ekki bara þeirra börn sem litu öðruvísi út.“ Hann segir komu Víetnamanna því hafa verið góða reynslu fyrir Íslendinga. Hún hafi opnað augu þeirra fyrir kostum þess að búa í margbreytilegra samfélagi. Alla tíð hefur Björn haldið sam- bandi við vini sína frá Víetnam. „Við höfum deilt með þeim okkar sorgar- og gleðistundum. Þetta hefur verið afar ánægjulegur þátt- ur í okkar lífi.“ holmfridur@frettabladid.is Sótti hópinn til Malasíu Björn Friðfinnsson fékk það hlutverk að velja í hópinn sem boðið var að setjast að á Íslandi. Hann fór til Malasíu í lok ágúst 1979 og sneri aftur tæpum mánuði síðar með 34 nýja Íslendinga. Margir þeirra eru góðir vinir hans enn í dag. BJÖRN OG IÐUNN Margir af flóttamönn- unum frá Víetnam urðu góðir vinir hjónanna Björns og Iðunnar, sem hafa unnið mikið starf í þeirra þágu í gegnum tíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Víetnam var frönsk nýlenda á 19. öld en Jap- anar hernámu landið í síðari heimsstyrjöldinni. Þeir voru brotnir á bak aftur af andspyrnuhreyf- ingu kommúnista sem lýsti yfir sjálfstæði árið 1945. Frönsku nýlenduherrarnir, með aðstoð Bandaríkjamanna, reyndu að vinna landið að nýju. Í nóvember 1946 hófust vopnuð átök sem lauk með ósigri Frakka árið 1954. Landinu var þá skipt í tvo hluta, Norður- og Suður-Víetnam. Árið 1975 lauk átökunum með sigri kommúnista. Skömmu síðar sameinuðu sigurvegararnir landshlutana tvo. Samfélagið var í molum eftir þrjátíu ára styrjöld og ekki bætti úr skák þegar Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir settu viðskiptabann á Víetnam. Hundruð þúsunda Víetnama flúðu heimaland sitt á þessum tíma. Flestir þeirra fóru á yfirfull- um bátum til nálægra landa. Ferðirnar voru oftar en ekki erfiðar og létust margir þeirra sem flúðu á hafi út. Þeir sem náðu landi fengu margir hverjir aðstoð Alþjóða Rauða krossins við að finna ný heimkynni. Heimild: Í þágu mannúðar - Saga Rauða kross Íslands ÞRJÁTÍU ÁR LIÐIN FRÁ KOMU VÍETNAMSKA FLÓTTAFÓLKSINS ÍSLENSKUKENNSLA Fljótlega eftir komuna til Íslands hóf fólk- ið íslenskunám í Námsflokkum Reykjavíkur. Á KAPLASKJÓLSVEGI 12 Skortur á leiguhús- næði var verulegur árið 1979. Eftir mikla leit að hentugu húsnæði keypti Rauði krossinn 90 fer- metra hús á Kaplaskjóls- vegi sem allur hópurinn bjó í fyrst um sinn. ÁHUGI Fáir útlendingar voru á Íslandi árið 1979 og börnin, rétt eins og fullorðna fólkið, voru afar áhugasöm um þessa nýju íbúa Reykjavíkur. ARI OG KÁRI ELDA Matarmenn- ing Íslendinga breyttist með komu Víetnamanna. Ari stofn- aði Indó-Kína og Kári stofnaði meðal annars veitingastaðinn Asíu. NÝKOMIN Fólkið á götunni fylgdist með þegar Víetnamarnir stigu út úr rútunni frá Keflavíkurflugvelli, 20. september 1979.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.