Fréttablaðið - 19.09.2009, Qupperneq 28
28 19. september 2009 LAUGARDAGUR
Á
gúst Kvaran prófessor í eðlis-
efnafræði hafði lengi haft
hug á að taka þátt í þrekraun-
inni miklu í Sahara, „Mar-
athon des sables,“ margra
daga langhlaupi yfir Sahara
eyðimörkina þar sem þátttakendur hlaupa
með vistir, svefnpoka og dýnu á bakinu.
Meiðsli komu í veg fyrir að hann tæki þátt í
hlaupinu 2008, en þá hafði hann skráð sig til
leiks. Þess í stað var hann mættur ásamt 800
öðrum þátttakendum á flugvöllin Quartzaz-
ate í Marokkó sunnan Atlasfjallana í mars-
lok 2009 tilbúinn í slaginn. Miklar rigningar
settu strik í reikninginn og fyrsti hlaupadag-
ur féll niður og hlaupaleiðum var breytt.
Alls var hlaupin 202,2 kílómetra vega-
lengd á fjórum hlaupadögum. En gefum
Ágústi orðið .
Fyrsti hlaupadagur: 33 kílómetrar
Vegna mikilla rigninga var hlaupaleiðun-
um breytt og upphafsdagur frestaðist. En
svo rann fyrsti dagurinn upp. Við rásmark-
ið blöktu fánar allra þátttökuþjóðanna við
hún. Loks reið af hávært púðurskot. Hlaup-
ið var hafið.
Fyrstu mínúturnar einkenndust af hávær-
um orðaskiptum milli hlaupara, hlátrasköll-
um og mishröðum takti hlaupara sem voru
að finna sinn rétta sess í mannþrönginni.
Smám saman minnkuðu orðaskiptin, og
nágrannahlauparar liðu áfram með svipuð-
um hraða. Fyrr en varði vorum við komin að
sandöldunum, sem reyndust mun hærri en
sýndist úr fjarska. Hópurinn dreifðist tals-
vert yfir sandöldurnar þótt meginstefn-
an héldist sú sama og markaðist af stikum
sem birtust með reglulegu millibili. Það
var unaðslegt að koma í mark þegar 33 km
hlaupaleið í afar fjölbreyttu landslagi var
lokið. Þetta lofaði góðu. Ég var strax farinn
að hlakka til næsta hlaups.
Annar hlaupadagur: 36 kílómetrar
Litlar sem engar vísbendingar bárust fyrsta
hlaupadaginn um hvert framhaldið yrði.
Það var ekki fyrr en morguninn eftir þegar
hlauparar voru að matast eða að gera sig
klára fyrir annað hlaup að flokkur manna
úr hópi skipuleggjenda gekk á milli tjalda,
dreifði kortum af breyttri hlaupaleið og til-
kynnti að hlaup dagsins yrði hringleið frá og
til sömu tjaldbúða, um 36 km leið. Hlaupið
hófst á slaginu kl. 9.00. Að þessu sinni var
talsverður mótvindur í fyrstu sem breytt-
ist í meðvind á bakaleiðinni. Sem fyrr var
hlaupaleiðin fjölbreytt og skiptust á sand-
öldur, klettaklungur, sléttar sandauðnir og
rysjóttar gróðurlendur. Reynslunni ríkari
eftir gærdaginn var ég nú öruggari og hrað-
ari en þá, enda kom á daginn að ég færði
mig fram um allnokkur sæti milli hlaupa,
úr 192. sæti í fyrsta hlaupinu í 113. sæti í
öðru hlaupinu.
Þriðji hlaupadagur: 91 kíómetri
Við morgunverðarsnæðing daginn eftir kom
ung stúlka aðvífandi, dulítið sposk á svip-
inn, og ávarpaði okkur á bjagaðri ensku:
„Þið eigið að hlaupa 91 km í dag. Hlaupið
hefst eftir tvær klukkustundir. Hér er kort
af leiðinni. Nokkrar spurningar?“ Það var
eins gott að hafa hraðann á og pakka saman
pjönkunum hið skjótasta. Fram undan var
lengsta dagleið í sögu Sahara-maraþonsins,
nokkurs konar „sárabót“ fyrir að sleppa
þurfti fyrsta hlaupinu. Ekki bara það, held-
ur var hlaupaleiðin með erfiðara móti og fól
meðal annars í sér fjallaklifur og hlaup um
stórar sandöldur.
Í minningunni eftir á situr lítið eftir varð-
andi fyrri hluta hlaupsins. Ég leið áfram í
einhvers konar leiðslu milli þriggja fyrstu
áningarstaðanna og kom á þriðja áningar-
stað eftir 50 kílómetra á ágætis millitíma.
Þar gaf ég mér góðan tíma endurskipulagði
mig með tilliti til þess að fyrr en varði færi
að rökkva. Þar fengu allir hlaupararnir sér-
staka hólka til að mynda sjálflýsandi vökva-
blöndur, svokallaða ljómunarhólka, sem nota
átti þegar dimma tæki.
Skyndilega skall á niðamyrkur. Ég kveikti
á ennisljósi. Með reglulegu millibili mátti
greina sjálflýsandi græna ljómunarhólka
sem vísuðu leiðina að fjórða áningarstað.
Þar var okkur uppálagt að gera okkar eigin
ljómunarhólka klára. Líkt og aðrir hlaup-
arar gerðu, beygði ég minn hólk þannig að
skærgulu ljósi stafaði frá honum, festi hann
aftan á bakpokann og hélt út í myrkrið í átt
að fimmta áningarstað. Nú hófst einn eftir-
minnilegasti kafli hlaupsins. Auk sjálflýs-
andi ljósastika með reglulegu millibili mátti
greina gular ljósastikur hlaupara, sem virt-
ust líða áfram á hægri hreyfingu í myrkrinu
fram undan. Geislar frá ennis- eða vasaljós-
um flöktu óreglulega til og frá.
Nú var þreytan óneitanlega farin að segja
sín. Það hríslaðist um mann gleðitilfinning
að ná á síðustu áningarstöðina þegar tæpir
80 kílómetrar voru búnir. Nú var að duga
eða drepast. Einungis tólf kílómetrar voru
eftir. Ég hóf að beita mig sálfræði niðurtaln-
ingarinnar. Hversu oft hafði ég ekki hlaupið
um 12 km á æfingahlaupum heima og fund-
ist það létt verk. Því skyldi það ekki líka
eiga við nú. Ég hélt sprækur út í myrkrið
á nýjan leik.
Smám saman birtist kunnugleg mynd,
upplýstir turnbelgir sem vörðuðu marklín-
una. Mynd af brosandi andlitum sem birt-
ust mér handan við marklínuna mun seint
hverfa mér úr minni. Andlitin voru eins og
spegilmynd á vatnsfleti sem skyndilega hóf
að gárast. Við féllumst í faðma.
Fjórði hlaupadagur: 42 kílómetrar
Dagurinn á eftir var hvíldardagur. Hann
fór að mestu í svefn. Ég hafði lokið við dag-
leiðina, 91 kílómetra, laust fyrir miðnætti,
14 klukkustundum og 43 mínútum eftir að
ræst var og lent í 138. sæti. Það var framar
björtustu vonum.
Síðasti hlaupadagurinn heilsaði bjart-
ur, stilltur og fagur. Hitinn jókst jafnt og
þétt er á leið maraþonhlaupið og náði um
40°C um hádaginn. Sökum þess hve raka-
stig eyðimerkurlofsins er lágt var hitinn
þó aldrei óbærilegur. Það virtist eins og
margir hlauparar hefðu hugsað sér að full-
nýta þá orku sem þeir áttu eftir í þetta síð-
asta áfangahlaup því hraðinn var meiri en
í fyrri hlaupum. Ég hreifst með, yfir fjall-
garða, grýttar sléttur, klappir, sanda og
hóla. Er nær dró lokum hlaupsins fjölgaði
innfæddum áhorfendum sem stóðu álengd-
ar og hrópuðu hvatningarorð á frönsku. Ég
leit öðru hvoru upp til að sjá rautt flagg við
marklínuna stækka og stækka er nær dró
endapunktinum. Mín upplifun var sú að ég
hlypi síðustu metrana fekihratt, og bandaði
út höndunum og öskraði af veikum mætti
þegar ég sté yfir endamarkslínuna. Hlaup-
ið var búið.
Afrekið mikla
Draumurinn sem ég hafði gengið með
undanfarin ár hafði ræst. Ég hafði klárað
„Mara thon des Sables“, þrekraunina miklu
í Saharaeyðimörkinni og hún stóðst allar
væntingar og ríflega það. Á afstæðum
mælikvarða hafði hlaupið gengið vel. Ég
lenti í 140. sæti af tæplega 800 hlaupurum
sem kláruðu og í 9. sæti af 103 keppendum
í mínum aldursflokki, 50-59 ára, en minn-
ingarnar um ógleymanlegar upplifanir taka
þó öllu slíku fram. Á fimm dögum hafði mér
verið kippt út úr venjubundnu lífi Vestur-
landabúans og fengið það hlutverk að kljást
við ofurþraut, náttúruna og sjálfan mig.
Maraþonið mikla yfir Sahara
LANDAR
Áður en
Ágúst, til
vinstri, kom til
Marokkó hafði
hann heyrt í landa
sínum Justin
Bjarnason sem
alinn er upp í
Englandi. Hér eru
þeir félagar að
loknu hlaupinu.
ÞÁTTTAKENDUR
800 tóku þátt í
hlaupinu og því
var þröng á þingi
við skráningu í
hlaupið.
Ágúst Kvaran lét draum-
inn rætast um að taka þátt
í keppnishlaupi yfir Sahara
eyðimörkina nálægt landa-
mæru Marokkó og Alsír. Á
fjórum dögum hljóp hann
ríflega 200 kílómetra í harð-
snúnum hópi í einu erfiðasta
langhlaupi heimsins. Sigríður
B. Tómasdóttir tók saman.
SANDÖLDURNAR Í SAHARA
Sandurinnn reyndist þéttari en Ágúst
hafði haldið.
MYND/JUSTIN
ÞJÁLFUNIN Strangur hálfsárs undirbún-
ingur fól meðal annars í sér langhlaup
með bakpoka í misjöfnu veðri.