Fréttablaðið - 19.09.2009, Síða 30

Fréttablaðið - 19.09.2009, Síða 30
30 19. september 2009 LAUGARDAGUR S aga Skjás eins framan af er eins og eitthvað úr Hollywood-mynd. Við höfum margoft séð svona sögur. Tveir ungir vinir, vel til hafð- ir og myndarlegir, brjótast til álna með útsjónarsemi og ákefð. Þeim gengur allt í haginn og allt í kringum þá er uppsveifla og stuð. Svo kemur babb í bátinn og stuðið minnkar – hverfur jafnvel alveg. Prestssonurinn Árni Þór Vigfús- son var andlit Skjás eins á meðan Kristján Ra (Ragnar) Kristjáns- son hélt sig að mestu á bak við tjöldin. Þeir höfðu kynnst í Versló og komu að markaðssetningum á leiksýningum eins og Stone Free og Evita. Tvíeykið hitti á algjöra gullæð þegar það setti upp Hellis- búann með Bjarna Hauki í Gamla bíói 1998. Þessi uppsetning er enn mest sótta sviðsverk Íslandssög- unnar. „Það var ágóðinn af Hellisbú- anum sem gerði mér og Kristjáni kleift að kaupa Skjá einn,“ sagði Árni í viðtali við DV árið 2000. Þá hafði Skjár einn verið til sem hálf- gert skjávarp um nokkra hríð. „Við sáum sóknarfæri fyrir sjónvarps- stöð sem keyrði aðallega á íslensku efni. Peningar eru hreyfiafl og þeir eiga að vera notaðir til þess að skapa eitthvað nýtt, hvort sem það er sjónvarpsstöð, kvikmynd- ir eða eitthvað af allt öðrum toga, og því kom aldrei til greina að láta hagnaðinn af Hellisbúanum liggja óhreyfðan í bankakerfinu.” Ógeðslega skemmtilegir tímar Sjónvarpsstöðin kom sér fyrir í húsnæði við Skipholt, þar sem hún er enn, og Skjár einn fór í loftið 20. október 1999. Daginn eftir sagði Árni Þór í viðtali við Moggann að innlenda dagskrárgerðin yxi þeim ekki í augum enda hafi tækninni fleygt svo mikið fram. Þetta reynd- ist rétt. Stöðin var óhrædd við að gefa óreyndu fólki lausan tauminn og fyrstu árin var boðið upp á alls konar innlenda þætti, misgáfulega eins og gefur að skilja. Sumt lifði árum saman eins og Innlit-útlit, eða lifir enn góðu lífi eins og Silf- ur Egils. Það var samheldni í starfs- fólki Skjás eins. Þetta var ungt og frískt fólk á uppleið og Prikið, sem Árni og Kristj- án höfðu einnig keypt fyrir gróðann af Hellisbúanum, varð fljótlega aðal samkomustað- ur Skjás eins-fólks- ins. Allflestir starfs- menn stöðvarinnar voru með reikning á Prikinu svo það var djúsað stíft. Ekki skemmdi fyrir að barreikningana þurfti bara „stund- um“ að borga. „Þetta voru ógeðs- lega skemmtilegur tímar, ég man það, þó ég muni ekki mikið meira,“ segir fyrrverandi starfsmaður. Endalaus hamingja Skjárinn var ókeypis og það kunnu áhorf- endur að meta. Áhorfsmæl- i nga r á stöðina sýndu ágætar niðurstöður, sér- staklega eftir að dreifingarkerf- ið stækkaði. Oddur Þórisson stíl- isti og Ari Magg ljósmyndari pössuðu upp á að allt „lúkkaði“ almennilega. Í dagblöðum og tímaritum birtust auglýsingar af starfsfólkinu í miklu stuði eða næstum því í sleik – slík var ham- ingjan. Flennistórar auglýsingar í svipuðum dúr dúkkuðu upp á fjöl- förnum stöðum í borginni og vöktu athygli, enda hafði dagskrárgerð- arfólki sjaldan verið hampað jafn gríðarlega fyrr. Nýir inn- lendir þættir bættust sífellt á dagskrána og gleðin á Prik- inu hélt áfram eins og enginn væri morgun- dagurinn. Á r n i o g Kristján, sem voru ekki nema 23 ára þegar stöðin fór í loft- ið, lifðu hátt svo eftir var tekið. Þeir keyptu sér hvor sína þakíbúðina í háhýsi við Skúlagötu og fundu sér kær- ustur í starfs- liði Skjás eins. Kristján og Dóra Takefusa voru par og Árni og Marikó Margrét Ragnarsdóttir byrjuðu saman. Árni og Marikó eru hjón í dag og búa í Svíþjóð, en þar er Kristján einnig skráður til heimilis. Alvara lífsins Smám saman rjátlaðist stuðið af mönnum. Auglýsing í Mogganum í september 2001 gaf sterklega til kynna að lífið væri ekki ein- tómur dans á rósum: „Við vitum að það er aumingjalegt að biðja áhorfendur um peninga!“ – stóð með risastöfum yfir opnu og gefið var upp reikningsnúmer. Lagt var til að 4.290 kr. yrðu lagðar inn á reikninginn, það sama og mánað- aráskrift að Stöð 2 kostaði. Tekið var fram að þetta yrði í eina skipt- ið sem stöðin myndi betla peninga af almenningi. Undirtektir voru ágætar, en mörgum fannst þetta dálítið skondið. Eftir kjaftasögufár um mitt ár 2003 féll loks stóra bomban þegar upp komst að Sveinbjörn Kristj- ánsson, bróðir Kristjáns, hafði sem aðalféhirðir Símans, sem þá var ríkisfyrirtæki, „lánað“ Skjás- strákunum alls 261 milljón króna. Þetta þóttu miklir peningar þá þó þetta þyki varla upp í nös á ketti í darraðardansinum í dag. Megnið af peningunum hafði runnið til félags sem hét því kaldhæðnislega nafni Alvara lífsins, en sumt hafði verið þvegið í gegnum Prikið. Fyrir dómi kom fram að „lánastarfsemin“ hafði fyrst verið rædd í hálfkæringi í ársbyrjun 1999. Eftir á að hyggja var þetta „heimskuleg greiðasemi“ að mati Sveinbjarnar og hann greindi frá því fyrir dómi að þessi tími hefði hjá sér einkennst af langvarandi svefnleysi og streitu. Fyrir fjár- dráttinn var Sveinbjörn dæmd- ur í fjögurra og hálfs árs fangelsi og áfrýjaði ekki dómnum. Hæsti- réttur mildaði hins vegar refsingu Kristjáns og Árna eftir að þeir áfrýjuðu dómi héraðsdóms. Kristj- án var dæmdur í 18 mánaða fang- elsi fyrir hylmingu, móttöku og ráðstöfun fjármuna og Árni fékk 15 mánuði fyrir sama brot. Dóra sér um veisluhöld Líklega vegna „fyrirframgreiðsl- unnar“ þótti eðlilegast að Sím- inn tæki Skjá einn yfir. Kristinn Þ. Geirsson tók við sem karlinn í brúnni og nú snerist kúrsinn algjörlega við. Kristinn fékk fljót- lega viðurnefnið „baunateljarinn“ meðal starfsfólksins. Leikarinn Magnús Ragnarsson tók síðar við stöðunni. Skorið var hressilega niður og stefnt á að búa til „alvöru sjónvarpsstöð“. Innlend dagskrár- gerð dróst verulega saman og erlend dagskrá, langmest banda- rísk, varð allsráðandi. Skjár einn var undirlagður af enska boltan- um í tvö leiktímabil, frá 2004 til Gleði og sorgir á Skjá einum Skjár einn heldur upp á tíu ára afmælið sitt í október. Saga stöðvarinnar er viðburðarík og með hæðum og lægðum eins og í klassískri kvikmynd. Dr. Gunni rifjar skrautlega sögu Skjás eins upp, þættina, stjórnendurnar og sjónvarpsstjörnurnar. UNGIR MENN Á UPPLEIÐ Árni Þór og Kristján Ra á góðri stundu skömmu eftir aldamótin. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR ALLTAF PARTÍ! Eins árs afmælið kallaði á veisluhöld. Nýstirnið Egill Helgason var á miðanum. SILVÍA NÓTT Vinur og svo óvinur þjóðar- innar á einu kvöldi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.