Fréttablaðið - 19.09.2009, Side 39

Fréttablaðið - 19.09.2009, Side 39
LAUGARDAGUR 19. september 2009 3 Hugleiðsluskólinn Lótushús stend- ur fyrir hugleiðslustund í Salnum í Kópavogi á sunnudag klukkan 17. Þar verða leiddar hugleiðslur og flutt lifandi tónlist en tónlist- arflutningurinn verður í höndum tónlistarkonunnar Ólafar Arn- alds og flautuleikarans Hallfríðar Ólafsdóttur. Atburðurinn er liður í alþjóð- legu verkefni þar sem hugleiðslu- miðstöðvar í yfir hundrað löndum sameinast um að skapa friðsælt andrúmsloft og leggja þannig sitt af mörkum til að stuðla að friðsælli og betri heimi. Hann er einnig liður í alþjóðlega friðardegi Sameinuðu þjóðanna sem er mánu- daginn 21. september. Markmiðið með uppákomunni er að veita sem flestum tækifæri til að stíga um stund úr amstri hversdagsleikans og upplifa frið og styrk en margir hafa að undan- förnu misst sambandið við þessa eiginleika. -ve Hugleitt í Salnum Ólöf Arnalds og Hallfríður Ólafsdóttir sjá um tónlistarflutninginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kristjana Stefáns og Svavar Knútur halda síðasta dú- ettakvöld þessarar helgar í Kirkju óháða safnaðarins í kvöld klukkan 21. Ástin, kærleikurinn og angurværðin svífa yfir vötnum á tónleikum Kristjönu og Svavars Knúts. Þau leiddu fyrst saman hesta sína fyrir tæpu ári á litl- um tónleikum í Viðeyjar- stofu. Nú hafa þau tekið upp þráðinn aftur en með endurnýjuðu laga- vali. Á dagskrá eru nokk- ur sígild lög með Abba, Bítlunum, Gram Par- sons, Robert Plant og Alison Krauss, Kenny Rogers og Dolly Parton, ásamt frumsömdu efni frá þeim báðum. Því verður um auðugan garð að gresja fyrir unnendur góðrar tónlistar. Aðgangs- eyrir er aðeins eitt þúsund krónur. Dúettakvöld í kirkju óháðra Ást, kærleikur og ang- urværð mun svífa yfir vötnum. Haukur Snorrason opnar sýningu á abstrakt náttúruljós- myndum í Gallerí Fold á Rauðar- árstíg klukkan 15 í dag. „Þetta er gæluverkefnið mitt. Það sem ég er að gera frá hjartanu,“ segir Haukur spurður út í mynd- efnið á sýningunni. „Ég er búinn að fljúga yfir Ísland í 20 ár og er farinn að sjá það með aðeins öðrum augum en áður. Er ekki endilega að horfa á heildarmynd- ina heldur hið smáa sem leynist á stöðum sem fyrirfram þykja kannski ekki merkilegir. Því hef ég verið að færa mig meira yfir á afstrakt línu í myndatökunum. Maður þarf að þefa þessa staði uppi, eltast við birtuna og fanga á filmu þessa miklu og sterku liti og fallegu form.“ Allar myndirnar eru teknar á mjög fínkornótta filmu í stærðinni 6x7 sem gefur myndinni meiri áþreif- anleika heldur en ef um stafræna mynd væri að ræða. Sýningin verð- ur opin til 2. október. - gun Litir og form Fegurð landsins á sér margar birtingar- myndir. MYND/HAUKUR SNORRASON Uppskeruhátíð verður haldin í Hrunamannahreppi í dag og geta gestir og gangandi smakk- að kjöt, fisk, egg, hunang, vínber og mjólkurvörur beint úr sveitinni. Uppskeruhátíðin Matarkistan Hrunamannahreppur verður hald- in í Hrunamannahreppi í dag og af því tilefni verður ýmislegt um að vera á Flúðum og í nágrenninu. Svæðið er þekkt fyrir fjölbreytta matvælaframleiðslu og grænmet- isræktun og í félagsheimilinu verður boðið upp á úrval af nýju íslensku grænmeti. Á Flúðum er til að mynda eina sveppaverksmiðja landsins og eina garðyrkjustöðin þar sem jarðarber eru ræktuð og seld. Handverks- og listafólk verð- ur á staðnum og ferðaþjónustuaðil- ar kynna þjónustu sína. Ýmsir fleiri viðburðir verða á dagskrá en boðið verður upp á hreppasúpu á Hótel Flúðum og reiptog yfir Litlu-Laxá. Eins verð- ur sveppaveisla hjá Flúðasvepp- um og gestakokkarnir Beggi og Pacas laga grænmetisrétti á Kaffi Grund. Opna íslenska grænmet- ismótið í golfi fer fram á golf- vellinum Efra-Seli og á Útlagan- um verða tónleikar og dansleikur. Nánari upplýsingar er að finna á www.fludir.is - ve Matarkistan opnuð Heilsuþorp í Hrunamannahreppi. Á Flúðum er eina garðyrkjustöðin á landinu þar sem jarðarber eru ræktuð og seld. Boðið verður upp á úrval af nýju íslensku grænmeti. Fatasöfnun Rauða kross Íslands Er fatapokinn kominn til þín? Rauði kross Íslands í samvinnu við Eimskip, Pósthúsið og SORPU dreifa nú sérmerktum fatapokum um allt land til að auðvelda landsmönnum að taka til hjá sér og koma gömlum fatnaði í endurvinnslu. Með því að gefa fatnað leggur fólk Rauða krossinum lið og styrkir neyðaraðstoð bæði hér á landi og erlendis. Við tökum líka við ónýtum fatnaði sem við seljum í endurvinnslu Handklæði, dúkar, gardínur og slíkt eru einnig verðmæti fyrir okkur Tökum ennfremur við skóm, töskum, leikföngum og annarri smávöru Alls ekki henda ónýtum fatnaði eða öðrum efnisbútum! Stuðlum að aukinni endurvinnslu og endurnýtingu! styrkir birtingu þessarar auglýsingar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.