Fréttablaðið - 19.09.2009, Side 40
19. september 2009 LAUGARDAGUR4
Fjöldinn allur af heimsfrægum fatahönnuð-
um á borð við Calvin Klein, Carolinu Herrera, Donnu
Karan og Ralph Lauren er saman kominn í New York.
Þar sýna hönnuðirnir þá tísku sem verður í hávegum
höfð í vor. Blátt virðist mörgum þeirra hugleikið enda
sást liturinn í ýmsum tónum í fötum hönnuðanna. - sg
Í bláum
tónum í NY
Tískuvikan í New York stendur yfir til
fimmtudags. Þar sýnir fjöldi frægra
hönnuða tískulínur vorsins 2010.
Sumarlegur kjóll að hætti George
Chakra. NORDICPHOTOS/GETTY
Strákar verða líka í bláu ef Davidelfin hefur rétt fyrir sér.
Flæðandi
kjóll í
bláum
tónum
eftir
Carlos
Miele.
Bládoppóttur
kjóll eftir Tracy
Reese sem
verður góður í
vorsólinni.
TÍSKUVIKAN Í LONDON hófst í gær. Þetta er í 25. skipti sem
hátíðin er haldin en þar sýnir aragrúi tískuhönnuða tískulínur sínar fyrir
vorið og sumarið næsta.
Leikkonan og söngkonan Lindsay
Lohan var illa þokkuð á tískusýningu
G-star á tískuvikunni í New York í vik-
unni. Þegar dívan mætti á staðinn
og sá hvar henni var ætlað að sitja
þótti henni að sér vegið. Í reiði
sinni tætti hún niður sætaskip-
anina, ruglaði spjöldum og
henti sumum þeirra í gólfið.
Er talið að Juliette Lewis og
Taylor Momsen hafi lent í
jörðinni við lítinn fögnuð
þeirra sem til sáu.
Lindsay fær
frekjukast
LINDSAY LOHAN MÆTTI Á TÍSKU-
SÝNINGU Í NEW YORK Í VIKUNNI OG
GERÐI ALLT VITLAUST.
Lindsay Lohan kemur sér
stöðugt í vandræði, nú síðast á
tískusýningu.
Leikkonan unga Emma Watson,
sem best er þekkt fyrir leik sinn
í hlutverki Hermione Granger
í myndunum um Harry Potter,
ætlar að hefja kynningu á eigin
fatalínu næstkomandi febrú-
ar sem fyrirtækið People Tree
framleiðir.
Leikkonan hefur að undanförnu
vakið athygli fyrir smekklegan
klæðnað. Þó að hún hafi viður-
kennt að hún óttist að umræður um
fatnað sinn eigi eftir að skyggja á
feril sinn sem leikkona segist hún
hafa verið tilbúin að taka þátt í
hönnun þessarar fatalínu þar sem
það er gert fyrir fyrirtækið People
Tree. Það fyrirtæki hefur unnið að
því að bæta siðferði í tískuheimin-
um, stunda sanngjörn viðskipti við
bændur og kaupa lífrænt ræktað
hráefni í klæðin.
Fatalínan er ætluð ungum
konum á aldrinum sextán til 24
ára. „Hugmyndin um að hægt
væri að nota tísku sem tæki
til að draga úr fátækt heillaði
mig,“ segir Emma. Hún segist
bjartsýn á viðtökurnar, mikil
vakning sé meðal ungs fólks
um mannréttindabaráttu og
umhverfismál. Fatalínan henn-
ar eigi að vera góður valkostur
fyrir þetta fólk.
Emma Watson hannar föt undir
merkjum People Tree.
Töfrar fram fallegar flíkur
Skólavörðustíg 8, S: 5513130