Fréttablaðið - 19.09.2009, Qupperneq 46
19. september 2009 LAUGARDAGUR106
Launakönnun VR 2009
VERSLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR GERÐI NÝLEGA LAUNA-
KÖNNUN MEÐAL FÉLAGSMANNA SINNA.
Það er ekki nóg að vera
hæfur heldur þarf maður
að kunna að bera sig eftir
björginni.
„Ætlar þú að sitja heima
eða ætlar þú að eiga mögu-
leika á starfi?“ Á þennan
hátt spyr Lísbet Einars-
dóttir, félags- og atvinnu-
lífsfræðingur, þá sem nú
eru atvinnulausir eða lang-
ar til að skipta um starf, á
heimasíðu sinni atvinnuleit.
webs.com.
Lísbet hefur rekið fyrir-
tækið Lectura og í tengsl-
um við það haldið námskeið
í fyrirtækjum um hin ýmsu
mál sem nýtast starfsfólki
og atvinnurekendum.
„Eftir að það tók að
þrengja að í efnahagslífinu
sá ég aukna nauðsyn á því
að huga meira að einstakl-
ingum í atvinnuleit,“ segir
Lísbet og nefnir að vegna
þess hve mikið framboð
hefur verið á atvinnumark-
aði um langt skeið viti fólk
ekki hvernig eigi að fóta sig
í umhverfi þar sem þarf að
sækjast eftir starfi. Hún
nefnir sem dæmi að hún
hafi fyrir skömmu hitt þrí-
tugan frambærilegan mann
sem hafði vanist á að fyrir-
tæki hefðu alla tíð sóst eftir
starfskröftum hans. Þegar
það breyttist vissi hann
ekkert hvernig hann átti að
bera sig að í leit að atvinnu.
Hann hafi verið með illa
gerða ferilskrá og ekki vitað
hvaða tæki hann gæti notað
til að gera atvinnurekend-
um grein fyrir að hann væri
eftirsóknarverður starfs-
kraftur. Það sé ef til vill
ekki að undra þar sem litlar
sem engar upplýsingar hafi
verið að finna á íslensku um
þessi mál. Það sjái hún vel
á þeim fyrirspurnum sem
berist á síðuna sína. „Fólk
spyr hvernig eigi að loka
starfsviðtölum, hvernig það
eigi að vera klætt, hvort það
nægi að senda ferilskrána
eða hvort eitthvað eigi að
fylgja með og svo auðvit-
að hvernig ferilskráin eigi
að líta út,“ segir Lísbet en
á síðu hennar sem nefnd
var að ofan má finna hinar
ýmsu ráðleggingar þessu
tengdar. - kdk
Ekki nóg að
bíða eftir starfi
Lísbet segir að þótt erfiðara sé að fá vinnu en áður sé það alls ekki
ómögulegt. Fólk megi því ekki missa móðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Í könnuninni kom meðal annars fram að heildarlaun félags-
manna VR hækka um eitt prósent milli ára og grunnlaun um
fjögur prósent. Afgreiðslufólk á kassa hækkar mest.
Heildarlaun kvenna hækka um tæplega tvö prósent á milli
ára, úr 366 þúsund krónum á mánuði í fyrra í 373 þúsund á
þessu ári. Karlarnir standa hins vegar nokkurn veginn í stað.
Aðrar helstu niðurstöður könnunarinnar eru þessar: Breyt-
ingar á launum eru misjafnar á milli starfsstétta. Stjórnend-
ur og sérfræðingar stóðu í stað í heildarlaunum en hækkuðu
um þrjú prósent í grunnlaunum. Sérhæft starfsfólk hækkaði
um eitt prósent í heildarlaunum en fimm prósent í grunn-
launum. Skrifstofufólk hækkaði um þrjú prósent í heildar-
launum en sex prósent í grunnlaunum.
Skrifstofufólk við afgreiðslu hækkaði um sex prósent bæði
í heildar- og grunnlaunum. Sölu- og afgreiðslufólk hækkaði
um eitt prósent í heildarlaunum og fjögur prósent í grunn-
launum. Starfsfólk í gæslu-, lager- og framleiðslustörfum
lækkaði um eitt prósent í heildarlaunum en hækkaði um
fjögur prósent í grunnlaunum. Einnig kom fram að launabil-
ið milli hæstu og lægstu launa minnkar á milli ára. Vinnuvika
félagsmanna styttist og er 43,3 stundir að meðaltali.
Þeir sem fóru í launaviðtal á síðasta ári eru
með þremur prósentum hærri laun en
þeir sem ekki fóru í viðtal. Þeim fækk-
aði hins vegar úr 68 prósentum í 61
prósent sem fóru í kjaraviðtal.
Árið 2004 unnu 23 prósent svar-
enda fjarvinnu en 39 prósent sam-
kvæmt könnuninni 2009. Nánari
útlistun á könnuninni má nálgast
á www.vr.is
SKAFTAHLÍÐ 24
Um er að ræða 2., 3. og 4. hæð í þessu
glæsilega húsi.
Lyfta er í húsinu og allar hæðirnar eru fullbúnar
og tilbúnar til innflutnings.
Hver hæð er 450 m og leigjast þær saman eða
hvor í sínu lagi.
Frábær staðsetning, gott útsýni, möguleiki á
merktum bílastæðum og hagstætt leiguverð.
Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið
samband við Ingu Rut Jónsdóttur
irj@landicproperty.is eða í síma 660 6828.
TIL LEIGU
2
Kringlunni 4–12 103 Reykjavík www.landic.is