Fréttablaðið - 19.09.2009, Side 53
heimili&hönnun ●
E f halda á heimili snyrtilegu er best að byrja á því að koma röð
og reglu á hlutina. Þannig getur
þú gengið að því sem þig vantar á
vísum stað og dregur úr líkum á að
skapa óreiðu í kringum þig, því þú
setur það sem
þú ert að nota
einfaldlega á sinn
stað eftir notkun.
Til að koma
öllu í röð og reglu
er gott að skipu-
leggja hirslur vel.
Auka má plássið
í skápunum með
því að koma fyrir
skóhillu í botnin-
um. Þá getur þú
flokkað aukahlut-
ina í litla kassa
merkta þeirri árs-
tíð þegar þeir eru
helst notaðir og raðað í hillurnar.
Síðast en ekki síst skaltu hugsa vel
um flíkurnar þínar. Mundu bara að
nota góð herðatré sem fötin haldast
vel á en ekki fylla slána af beygluð-
um vírherðatrjám sem gera skápinn
þinn óaðlaðandi, auk þess sem fæst-
ar flíkur tolla á slíkum herðatrjám. - kdk
L eikarinn Brad Pitt þótti sýna sig sem mikill unnandi fallegr-
ar hönnunar þegar hann mætti á
hönnunarhátíð sem haldin var í
Basel í Sviss í júní. Hann festi kaup
á hinum ýmsu munum og borgaði
fyrir stórfé.
Meðal þess sem hann keypti var
öll hönnunarlína hins unga og upp-
rennandi hönnuðar Nacho Car-
bonell. Kallast línan Evolution og
borgaði Pitt fyrir hana 84 þúsund
evrur. Þá keypti hann
heilt hótel, eða svo-
kallað Mini Caps-
ule Hotel frá Ateli-
er Van Lieshout
auk fleiri muna frá
vinnustofunni. Einn-
ig legustól sem kallast
Fossil Chaise Lounge á 23 þús-
und evrur og lampa á 17.500 evrur
en hann hafði árið áður keypt
lampa í sömu línu.
Listunnandinn Brad Pitt
Brad Pitt keypti hollenska hönn-
un í sumar.
Mini Capsule Hotel. Ágætis hugmynd til að hýsa marga gesti.
Fyrir Fossil Chaise Lounge stólinn borgaði
Pitt 23 þúsund evrur.
Skipulagður skáp-
ur dregur úr óreiðu
annarstaðar í hús-
inu. NORDICPHOTOSGETTY
Skipulag í
skápnum
Evolution eftir Nacho Carbonell.
„Ég get ekki sagt að ég eigi mér
uppáhaldshlut, þar sem ég tengist
yfirleitt ekki hlutum,“ segir mynd-
listarkonan Þuríður Sigurðardótt-
ir sem málar undir nafninu Þura.
„Ég á hins vegar eina mjög sterka
minningu sem tengist Laugarnes-
inu þar sem ég ólst upp og Listahá-
skólanum en þar málaði ég mynd,
sem mér þykir afar vænt um vegna
þeirrar sögu sem liggur henni að
baki,“ segir hún alvarleg.
„Umhverfið í Laugarnesinu var
vitaskuld allt öðruvísi þegar ég
var að alast upp heldur en það er
núna. Það sem nú er uppfylling
fyrir framan Listaháskólann var
fjara og sjór og hún var oft leikvöll-
ur eldri barna. Bróðir minn, Ævar,
sem er fimm árum eldri en ég, fór
til dæmis oft út á steypta bryggju
sem þar var og veiddi fisk á færi.
Ég var fjögurra ára og mátti ekki
fara með en stalst til þess í þetta
sinn. Hann var ekki hrifinn af til-
tækinu en til að gera mig nýtilega
reyndi ég með hælnum að rota kola
sem hann hafði veitt af syllu, sem
lá neðar. Bryggjan var aflíðandi og
þar sem ég var svo upptekin við að
rota kolann gáði ég ekki að mér og
rann út af bryggjunni og út í sjó.
Mig rak samstundis frá og bróð-
ir minn, sem æpti á hjálp, gat ekki
náð í mig. Til allrar lukku heyrðu
í honum tveir drengir, nýfermd-
ir, sem voru að koma úr ferming-
arkaffi hjá séra Garðari, presti í
Laugarneskirkju. Annar þeirra,
Birgir, stökk í sjóinn á eftir mér og
synti því ég flaut á úlpunni minni
og rak lengra og lengra frá landi.
Það var töluvert erfitt fyrir hann að
synda með mig að bryggjunni því
undiraldan var nokkur á þessum
stað en vinur hans, Ágúst, kom á
móti honum og saman komu strák-
arnir þrír mér upp á bryggjuna sem
var enn eitt þrekvirkið. Það næsta
sem ég man eftir er þegar þeir voru
að drösla mér upp á bryggjuna og
sjórinn gúlpast upp úr mér. Við það
hef ég líklega byrjað að draga and-
ann aftur,“ segir Þuríður.
„Þegar ég svo var í Listahá-
skólanum í Laugarnesi varð mér
oft hugsað til þessa atburðar og
að lokum varð hann að mynd. Líf-
gjafi minn, Birgir Gunnarsson,
drukknaði nefnilega tvítugur að
aldri þegar vitaskipið Hermóður
fórst árið 1959. Málverkið er unnið
með olíu og vaxi á dúk. Bókin sem
kolinn liggur á er um pabba minn,
Sigurð Ólafsson, en þar er þessum
atburði lýst. Rammann smíðaði ég
og blómin eru hugsuð sem krans.
Myndin er því í raun minning um
Birgi og lífgjöfina og er mér því
kær.“ - uhj
Myndin er minning um lífgjafa
● Ég velti því mikið fyrir mér hversu lífið er hverfult og hvers vegna ég sé hér,“ segir Þuríður Sigurðardóttir, myndlistar-
maður og söngkona, sem er með þessum orðum að vísa til myndlistarnáms síns í Listaháskóla Íslands, þaðan sem uppá-
haldshluturinn hennar kemur.
Listakonan Þuríður við verkið góða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 3