Fréttablaðið - 19.09.2009, Side 55

Fréttablaðið - 19.09.2009, Side 55
5 MENNING LJÓÐ FRÁ FEITU KAR Sýningar Vesturports í samstarfi við Þjóðleikhús og Leikfélag Reykjavíkur, heima og erlendis, eru teknar að hafa mikil áhrif á aðsóknartölur, bæði leik- húsanna og sjálfstæðra leikhúsa. Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson í Woyzeck. MYND VESTURPORT/EDDI Vesturport sem fóru víða, bæði á sýningarferðalag um Bretland og sex vikna ferð um Ástralíu. En áhorfendur þar eru ekki tald- ir með, né heldur gestir á sýning- ar Sædýrasafnsins í Frakklandi. Gögn frá Þjóðleikhúsi sýna að heildaraðsókn að sýningum þar hefur aukist á liðnu ári. Aftur voru samstarfsverkefni við sjálfstæða leikhópa mörg á liðnu ári. Tölur frá Akureyri Um miðjan ágúst sendi LA frá sér fréttatilkynningu þar sem því var lýst að aldrei fyrr í sögu félags- ins hefðu áhorfendur verið fleiri: „Rúmlega 96.000 gestir sáu sýn- ingar í leikhúsinu og upprunaleg- ar uppfærslur LA í Reykjavík á síð- asta ári sem er meira en helmingi fleiri gestir en árin á undan.“ Við nánari eftirgrennslan er staðfest að um þriðjungur þeirra er leik- húsgestir á Akureyri: 32.000. Þannig er raunin orðin sú að stofnkostnaður sýninga er tekinn að eiga sér fleiri stoðir en bara í heimabyggð. 64 þúsund gestir sáu verk upprunnin hjá LA í Reykja- vík. Forráðamenn LA standa fast á því að gera ekki skýrari grein fyrir aðsókn að einstökum verk- efnum, en það vekur athygli að á komandi leikári eru þrjú verkefni LA, fjórar gestasýningar og eitt samstarfsverkefni. Fegrunaraðgerðir Hvers vegna ástunda leikhúsin í landinu svona talnaleiki? Öllum liggur lífið á að fegra sinn hlut. Allt bendir til að fjárveitinga- valdið muni skera niður framlög til leiklistarstarfsemi á komandi fjár- hagsári. Raunar tók LR á sig nið- urskurð þegar við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar Reykjavíkur fyrir þetta ár og mætti því með niður- skurði og hagræðingu. Forráða- mönnum Þjóðleikhússins hefur verið tilkynnt um niðurskurð en ekki er opinbert hversu mikill hann er. Í greinargerð um stöðu mála frá Sjálfstæðu leikhúsunum segir: „Einungis um 12 verkefni á vegum sjálfstæðra atvinnuleikhópa njóta árlega stuðnings frá ríki og borg fyrir því sem nemur helmingi af uppsetningarkostnaði.“ Talið er að um 400 manns starfi árlega hjá sjálfstæðum atvinnuleikhóp- um fyrir tiltölulega lítinn kostnað af hálfu ríkis og bæja. Það hefur kreppt nokkuð að í aðstöðu þess- ara hópa; nú er staðan sú að erf- itt getur verið fyrir leikhópana að finna hentugt húsnæði þar sem nýlega hefur húsnæði á borð við Möguleikhúsið, Austurbæ (sem er hús unga fólksins) og Skemmtihús- ið verið lokað og óvissa ríkir um framtíð Hafnarfjarðarleikhússins þar sem samningar við það eru lausir nú um áramótin. Listræn forysta úti í bæ Endurbætur á Tjarnarbæ með til- styrk Reykjavíkurborgar hófust í fyrra og var von á að þeim lyki á þessu ári, en þær eru í uppnámi vegna aukins kostnaðar vegna verðlagshækkana á markaði og óvíst hvenær og hvort húsið verð- ur opnað. Og Sjálfstæðu leikhúsin benda á ljósa staðreynd: „Þróunin hefur því orðið sú að í ár munu 8 af 10 verkum sem hlutu styrk frá menntamálaráðuneytinu vera sýnd í samstarfi við Leikfélag Reykja- víkur í Borgarleikhúsinu og Þjóð- leikhúsið.“ Raunar verða átta af verkefnum í Borgarleikhúsi unnin af sjálfstæðum leikhópum í sam- starfi við LR á komandi leikári, nokkru færri í Þjóðleikhúsinu. Og er það svo slæmt? Aðstöðumunur Samkeppnisstaðan í íslenskum leikhúsrekstri ræðst af tvennu: beinum peningastyrkjum og aðstöðu. Og hinn tölulegi árangur er vopn til að styðja áframhaldandi styrki eða bætta, og til að tryggja aðstöðu. Þannig er það lífsnauðsyn fyrir sjálfstæðu hópana að aðstaða í Hafnarfjarðarleikhúsinu verði áfram í rekstri, en það er aðeins tryggt með endurnýjun þríhliða samnings menntamálaráðuneytis, Hafnarfjarðarbæjar og Hermóðs og Háðvarar á síðari hluta þessa árs. Þá er ekki síður brýnt að breyt- ingar á Tjarnarbæ verði kláraðar – annars eru sjálfstæðu hóparnir á vergangi, þurfa að sækja í óhent- ug hús, kosta til leigu á búnaði og stólum. Eða leita á náðir stóru leik- húsanna. Sem virðast sannarlega þurfa á frumkvæði sjálfstæðu leik- hópanna að halda. Mismunandi húsakostur Aðstaða Þjóðleikhússins til starf- semi er að mörgu leyti erfið þótt það njóti mestra styrkja: öll svið hússins eru þung í rekstri og nýtur nú Borgarleikhúsið þess að það er nær hálfri öld yngra í byggingu en Þjóðleikhúsið. Og svo þess að Borg- arleikhúsið hefur yfir þremur stór- um sölum að ráða með nær þúsund sætum meðan fullskipuð áhorf- endasvæði Þjóðleikhússins taka aðeins um 700 gesti í sæti. Skýr- ir það að einhverju leyti aðsóknar- mun þessara stofnana? Leikhús um land allt Aðstöðumunurinn í styrkjum, hús- næði og forgangi hefur lengi verið mönnum starfandi í sjálfstæðum leikhúsum þyrnir í augum. Og þegar herðir að blæðir enn meir... Víða um land er nú verið að ljúka byggingu fyrstu menningarhús- anna sem eru reyndar aðeins færri en íþróttahúsin sem hafa risið á liðnum áratug. Stjórnvöld hafa lengi skellt skollaeyrum við alls- herjar endurskipulagningu á opin- berum styrkjum til leikhúsrekst- urs í landinu – sem er furðulegt miðað við þann mikla áhuga sem leiklistarstarfsemi nýtur. Ef talin er með aðsókn að áhugamanna- leiksýningum er hér enn staðfest gamalt met; hver Íslendingur fer í leikhús einu sinni á ári – sem er vitaskuld heimsmet. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.