Fréttablaðið - 19.09.2009, Síða 57

Fréttablaðið - 19.09.2009, Síða 57
Laugardagur 19. september Brot úr Hrafnagaldri • Steindór Andersen, Sigur Rós, Páll á Húsafelli, Hilmar Örn Hilmarsson Rímnalög á heimsvísu • Steindór Andersen og félagar í Sigur Rós ræða samstarf sitt Disneyrímur eftir Þórarin Eldjárn • Bára Grímsdóttir, Njáll Sigurðsson, Pétur Björnsson og Rósa Jóhannesdóttir kveða Glíman við Disneyrímur • Þórarinn Eldjárn skáld segir frá Úr gullakistu Sigurðar Breiðfjörð • Þórarinn Hjartarson kveður Um Jónas og Sigurð Breiðfjörð • Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur segir frá Afmælisveisla • Lúðrasveit Reykjavíkur leikur Sunnudagur 20. september Rímnalög, barnagælur og þulur • Ása Ketilsdóttir kveður Kveðskaparhefðin á Ytra-Fjalli í Aðaldal • Ása Ketils- dóttir segir frá Hagyrðingamót • Kvennalið Iðunnar: Sigrún Haraldsdóttir, Bjargey Arnórsdóttir, Halla Gunnarsdóttir Karlalið Iðunnar: Steindór Andersen, Helgi Zimsen, Jón Ingvar Jónsson Þjóðlagatónleikar • Spilmenn Ríkínís og Voces Thules Afmælishátíð í Gerðubergi Viltu vita meira um Kvæðamannafélagið Iðunni? www.rimur.is Tónleikar á heila tímanum • Umræður á hálfa tímanum Afmælissýning í hliðarsal • Kvæðamenn á kaffistofu Tekið á móti upptökum af kveðskap Afmælissýning í hliðarsal • Aðgangur ókeypis Kvæðamannafélagið 19. og 20. september kl. 14.00 – 17.00 Nánari upplýsingar um dagskrána á www.gerduberg.is Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700 ı www.gerduberg.is 2009 Umræðum stjórna Gunnsteinn Ólafsson og Rósa Þorsteinsdóttir F rumsýning atvinnuleikhússins í Grindavík á sunnudag kom svo sannarlega skemmtilega á óvart. Gríðarvel unnið handrit lá til grundvallar marg- breytilegri og skemmtilegri sýningu sem hafði allt það til að bera sem prýðir góða leiksýningu fyrir börn á öllum aldri. Úti börðust regndropar við að vinna hver annan í stríði úr öllum áttum en inni í litlu leikhúsi inn af veit- ingahúsinu Mamma Mía áttu vinirnir Björn og Jórunn fullt í fangi við að leita að festi sem þau þurftu að ná til þess að geitarhorn hættu að vaxa út úr höfði Björns. Hér er snilldarlega vafið saman fornum sögum um landnámsmanninn Hafur-Björn og konu hans Jórunni ásamt með örnefnasögum. Bjössi litli vaknar einn morgun með lítil horn sem eru farin að vaxa upp úr höfðinu og smám saman stækka þau. Jórunn fær að gista hjá Birni þar sem litli nýfæddi bróðir hennar er veikur og allir í fjölskyldu hennar eru á skítalaunum. Vinirnir leita fyrst lausna á Netinu en þar er ekkert að finna þannig að þau leita á náðir bókasafnsins og eftir að vera búin að glugga í Landnámu og Íslendingabók finna þau lausnina í Rúnabók. Þau kunna ekkert að lesa svona rúnir þannig að skemmtileg vera hjálpar þeim við það. Sagan um Hafur-Björn sem gerði bandalag við Bergbúa og verð- ur auðugur af fé er listilega notuð. Samkvæmt Land- námu var Þórir haustmyrkur Vígbjóðsson landnáms- maður í Krísuvík og hér verður hann fulltrúi hins illa og þarf baráttu til að sigra hann með hinu góða. Þar koma til hjálpar þjófar ekkert ósvipaðir Bakka- bræðrum sem verða góðir og skila þjófagóssi sínu um leið og þeir hjálpa börnunum. Hér er unnið í mörgum vídd- um þó að aðalbækistöðin sé svefnherbergið hans Bjössa litla. Bjössi býr eins og Einar Áskell með einstæðum föður og Sveinn Ólafur Gunnarsson sem fór með hlutverk hins ofurmyndar- lega pabba var í einu orði sagt yndislegur í hjákátlegri nálgun sinni á manni sem gerir sitt besta í að vera í senn pabbi og mamma. Víðir Guðmundsson sem fer með hlutverk Bjössa hendist og skoppar, dansar og bölsótast um leið og hann er svo ofurblíður. Jórunn vinkona hans sem talar við hann á lenemali (leyni- máli) er leikin af Sólveigu Guðmundsdóttur sem einn- ig smeygir sér í hlutverk Más sem er bróðir Kára en þeir félagar lifa í þjófagjánni sem opnast um nótt í veggnum í herbergi Bjössa litla. Það sem gerir sýninguna svo ljómandi góða er að listamennirnir slá hvergi af kröfum sínum að vinna vel, íslenskan er í hávegum höfð, barnssálin og það sem í henni býr er hvergi ýkt upp í eitthvert barna- tímarugl heldur er unnið af mikilli virðingu fyrir börnum sem vitsmunaverum. Hér er greinilegt að listamennirnir gera sér grein fyrir þeim víddum sem búa í góðum sögum og menningarheimi barna. Þau eru á einn máta þegar þau umgangast pabba, eða bókasafnskonuna, á annan máta þegar þau eru tvö ein og svo enn öðru vísi í baráttu við vonda karlinn og í samskiptum sínum við þjófana. Hér er dansað, hér er sungið, hér er skipt ört um hlutverk án þess að rugla nokkurn tíma áhorfendur í ríminu. Hreinleikinn í sögunni er alger og markmiðið skýrt. Þetta er þröngt og lítið rými en engu að síður er töfraheimur leikhússins gjörnýttur í haglega unn- inni leikmynd Evu Völu Guðjónsdóttur. Bæði lýsing- in og tónlistin lyftu ævintýrinu. Þessir vandvirku og snjöllu listamenn gefa svo út glimrandi disk í sérlega skemmtilegu hefti með myndum þannig að Bjössi og Jórunn verða örugglega uppáhaldsvinir margra sem séð hafa sýninguna. Vel til fundið hjá þeim í Grindavík að styðja verk- efni eins og þetta. Vonandi rata einhverjir nefndar- menn á þessa sýningu þannig að hún verði tilnefnd til verðlauna fyrir meðferð á íslensku máli. Leikararnir voru hver öðrum betri og hlutverkin einkar vel unnin, bæði af þeirra hálfu og frá hendi höfunda. Ein dásamlegasta senan er þegar þjófarnir hafa skilað góssinu en geta samt ekki alveg hugsað sér að skila öllu heldur halda eftir meðali í krukku frá Eyvindi og Höllu. Þeir dansa með þessa dýru dollu sem inniheldur einhverja undrablöndu af birki, blá- berjum og mosa sem læknar allt. Þeir dansa með hana og engjast sundur og saman af fýlunni úr henni sem verður til þess að salur- inn liggur í hlátri eins og á mörg- um öðrum stöðum. Gaman!!!! Kannski á þ e s s i texti ágæt- lega v ið núna: „Við getum aldrei alltaf skilað öllu …“ Lifandi þvottapoki, land- námsmenn og leynimál HORN Á HÖFÐI eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund Brynjólfsson Leikarar: Víðir Guðmundsson, Sólveig Guðmunds- dóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson Tónlist: Vilhelm Anton Jónsson Leikmynd og búningar: Eva Vala Guðjónsdóttir Lýsing: Magnús Arnar Sigurðsson ✶✶✶✶✶ LEIKLIST ELÍSABET BREKKAN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.