Fréttablaðið - 19.09.2009, Side 59

Fréttablaðið - 19.09.2009, Side 59
LAUGARDAGUR 19. september 2009 31 ➜ MANSTU EFTIR ÞESSUM Á SKJÁ EINUM? ROKKSTJARNAN Þjóðin fylgdist með þegar Magni geði það gott í Rockstar Súpernóva. GOTT GRÍN Þorsteinn Guðmundsson með glens á Skjá einum. Leyndardómar Skýrslumálastofnunar - „Leikinn“ erótískur sjónvarpsþáttur gerður eftir handriti Barða í Bang Gang. Pétur og Páll - Sindri Kjartansson sýndi svip- myndir af hinum ýmsu vinahópum. Samfarir Báru Mahrens - Bjarni Haukur stýrði spjallþætti í kjól og með hárkollu. Rósa - Rósa „á Spotlight“ lá á gæruskinni og hringdi í fólk. Samtölin heyrðust þó illa því Rósa var alltaf að blanda eitthvað í blandara. Skotsilfur - Helgi Eysteinsson með spjallþátt um verðbréfaviðskipti. Þótti ægilega nýmóðins og flott. Nonni sprengja - Gunnar Helgason með leik- inn Jerry Springer-þátt. Djúpa laugin - Stefnumótaþáttur Skjás eins gekk í nokkur ár með ýmsum þáttarstjórnend- um, en Kristbjörg Karí og Laufey Brá Jónsdóttir áttu hugmyndina og stjórnuðu þættinum í upphafi. Fréttir - metnaðarfull sjónvarpsstöð verður að vera með fréttir. Alræmdasta augnablik Skjás- frétta var þegar Hannes H. Gissurason strunsaði í burtu frá Sigursteini Mássyni sem hafði spurt hann út í krassandi kjaftasögur. Íslensk kjötsúpa - Erpur Evyvindarson, sem „Johnny National“, tók sér Ali G til fyrirmyndar í vinsælum þætti. Konfekt - Barði í Bang Gang og Henrik í Singapore Sling með útúrflippaðan grínþátt. Er vinsæll á Youtube í dag. Sílikon - Fyrirsætan Anna Rakel og Börkur úr Jagúar (og síðar Finnur Vilhjálmsson) með tíðarandaþátt fyrir ungt fólk. Teikni/leikni - Vilhjálmur Goði og Hannes í Buffinu með „pictionary“ í einföldustu sviðs- mynd sjónvarpssögunnar. Axel, Gunni og loks Björn og félagar - Hér var ameríska spjallþáttahugmyndin nýtt. Hljóm- sveitin Buff varð til í þessum þætti. Bingó - Villi naglbítur með bingó í beinni. Vinn- ingar voru meðal annars baðker og bíldruslur. Tantra - Guðjón Bergmann og fólk sem fljót- lega varð þekkt sem „Tantrafólkið“ ræddi kynlíf. Heiti potturinn - Hugmyndin var að Finnur Vilhjálmsson væri með spjallþátt ofan í heitum potti. Það gekk ekki upp tæknilega að hafa vatn í pottinum sem dreginn var inn í stúdíóið. Því var þátturinn alltaf frekar hallærislegur þegar allir sátu kappklæddir ofan í tómum potti. Íslenski Bachelorinn - Þjóðin fylgist agndofa með Steingrími velja sér kærustu. Fyrirgefðu - Felix Bergsson reyndi að finna fólk til að biðjast afsökunar. Þetta gekk ekki vel í góðærinu, en gengi kannski betur í dag. Rockstar Supernova - Hér varð Magni þjóð- hetja. Sjáumst með Silvíu Nótt - Hér varð Silvía þjóð- hetja. Og svo óvinur þjóðarinnar númer eitt. Atvinnumaðurinn - Þorsteinn Guðmundsson með snjalla grínþætti. Sigtið - Sjónvarpsstjarnan Frímann Gunnarsson slær í gegn. 2006, þar af var fyrri leiktíðin sýnd órugluð. Stöð 2 hirti að lokum sýningarréttinn á enska boltan- um aftur með ævintýralegu yfir- boði. Sigríður Margrét Oddsdóttir tók við árið 2007 og er enn fram- kvæmdastjóri Skjás eins. Upprunalegi Skjás eins-fíl- ingurinn er einstakur í íslenskri sjónvarpssögu. Innlend dagskrár- gerð hefur aldrei verið jafn flipp- uð, framsækin og tilraunagjörn og þegar „lánsféð“ frá Símanum flaut um allt. Eftir á að hyggja hefði verið hægt að eyða stolnu almannafé á margan verri hátt, eins og seinni tíma dæmi sanna. Haldið verður upp á tíu ára afmæli Skjásins með tveggja tíma skemmtidagskrá á afmælinu, þriðjudaginn 20. október. Fjögur þriðjudagskvöld þar á undan verða sýndir skemmtiþættir í umsjón Dóru Takefusa þar sem stiklað verður á stóru í sögu stöðvarinnar. Eflaust verður boðið upp á margt sem fyndið og skemmtilegt er að rifja upp. Skjár einn er enn ókeyp- is og í mjög góðu stuði miðað við allt og allt. N Ý R J Ó G Ú R T D R Y K K U RM S . I S H ÍV T A H Ú S IÐ / S ÍA 0 9 - 1 4 9 2 NÝR JÓ GÚRT DRYKK UR ENGIN SÆTUEFNI 3% HVÍTUR SYKUR AÐEINS AÐEINS 1% FITA20% ÁVEXTIR HRESS Helgi Þór Arason og Gunnhildur Helga Gunnarsdóttir stjórnuðu þættin- um Djúpu lauginni um skeið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.