Fréttablaðið - 19.09.2009, Síða 59

Fréttablaðið - 19.09.2009, Síða 59
LAUGARDAGUR 19. september 2009 31 ➜ MANSTU EFTIR ÞESSUM Á SKJÁ EINUM? ROKKSTJARNAN Þjóðin fylgdist með þegar Magni geði það gott í Rockstar Súpernóva. GOTT GRÍN Þorsteinn Guðmundsson með glens á Skjá einum. Leyndardómar Skýrslumálastofnunar - „Leikinn“ erótískur sjónvarpsþáttur gerður eftir handriti Barða í Bang Gang. Pétur og Páll - Sindri Kjartansson sýndi svip- myndir af hinum ýmsu vinahópum. Samfarir Báru Mahrens - Bjarni Haukur stýrði spjallþætti í kjól og með hárkollu. Rósa - Rósa „á Spotlight“ lá á gæruskinni og hringdi í fólk. Samtölin heyrðust þó illa því Rósa var alltaf að blanda eitthvað í blandara. Skotsilfur - Helgi Eysteinsson með spjallþátt um verðbréfaviðskipti. Þótti ægilega nýmóðins og flott. Nonni sprengja - Gunnar Helgason með leik- inn Jerry Springer-þátt. Djúpa laugin - Stefnumótaþáttur Skjás eins gekk í nokkur ár með ýmsum þáttarstjórnend- um, en Kristbjörg Karí og Laufey Brá Jónsdóttir áttu hugmyndina og stjórnuðu þættinum í upphafi. Fréttir - metnaðarfull sjónvarpsstöð verður að vera með fréttir. Alræmdasta augnablik Skjás- frétta var þegar Hannes H. Gissurason strunsaði í burtu frá Sigursteini Mássyni sem hafði spurt hann út í krassandi kjaftasögur. Íslensk kjötsúpa - Erpur Evyvindarson, sem „Johnny National“, tók sér Ali G til fyrirmyndar í vinsælum þætti. Konfekt - Barði í Bang Gang og Henrik í Singapore Sling með útúrflippaðan grínþátt. Er vinsæll á Youtube í dag. Sílikon - Fyrirsætan Anna Rakel og Börkur úr Jagúar (og síðar Finnur Vilhjálmsson) með tíðarandaþátt fyrir ungt fólk. Teikni/leikni - Vilhjálmur Goði og Hannes í Buffinu með „pictionary“ í einföldustu sviðs- mynd sjónvarpssögunnar. Axel, Gunni og loks Björn og félagar - Hér var ameríska spjallþáttahugmyndin nýtt. Hljóm- sveitin Buff varð til í þessum þætti. Bingó - Villi naglbítur með bingó í beinni. Vinn- ingar voru meðal annars baðker og bíldruslur. Tantra - Guðjón Bergmann og fólk sem fljót- lega varð þekkt sem „Tantrafólkið“ ræddi kynlíf. Heiti potturinn - Hugmyndin var að Finnur Vilhjálmsson væri með spjallþátt ofan í heitum potti. Það gekk ekki upp tæknilega að hafa vatn í pottinum sem dreginn var inn í stúdíóið. Því var þátturinn alltaf frekar hallærislegur þegar allir sátu kappklæddir ofan í tómum potti. Íslenski Bachelorinn - Þjóðin fylgist agndofa með Steingrími velja sér kærustu. Fyrirgefðu - Felix Bergsson reyndi að finna fólk til að biðjast afsökunar. Þetta gekk ekki vel í góðærinu, en gengi kannski betur í dag. Rockstar Supernova - Hér varð Magni þjóð- hetja. Sjáumst með Silvíu Nótt - Hér varð Silvía þjóð- hetja. Og svo óvinur þjóðarinnar númer eitt. Atvinnumaðurinn - Þorsteinn Guðmundsson með snjalla grínþætti. Sigtið - Sjónvarpsstjarnan Frímann Gunnarsson slær í gegn. 2006, þar af var fyrri leiktíðin sýnd órugluð. Stöð 2 hirti að lokum sýningarréttinn á enska boltan- um aftur með ævintýralegu yfir- boði. Sigríður Margrét Oddsdóttir tók við árið 2007 og er enn fram- kvæmdastjóri Skjás eins. Upprunalegi Skjás eins-fíl- ingurinn er einstakur í íslenskri sjónvarpssögu. Innlend dagskrár- gerð hefur aldrei verið jafn flipp- uð, framsækin og tilraunagjörn og þegar „lánsféð“ frá Símanum flaut um allt. Eftir á að hyggja hefði verið hægt að eyða stolnu almannafé á margan verri hátt, eins og seinni tíma dæmi sanna. Haldið verður upp á tíu ára afmæli Skjásins með tveggja tíma skemmtidagskrá á afmælinu, þriðjudaginn 20. október. Fjögur þriðjudagskvöld þar á undan verða sýndir skemmtiþættir í umsjón Dóru Takefusa þar sem stiklað verður á stóru í sögu stöðvarinnar. Eflaust verður boðið upp á margt sem fyndið og skemmtilegt er að rifja upp. Skjár einn er enn ókeyp- is og í mjög góðu stuði miðað við allt og allt. N Ý R J Ó G Ú R T D R Y K K U RM S . I S H ÍV T A H Ú S IÐ / S ÍA 0 9 - 1 4 9 2 NÝR JÓ GÚRT DRYKK UR ENGIN SÆTUEFNI 3% HVÍTUR SYKUR AÐEINS AÐEINS 1% FITA20% ÁVEXTIR HRESS Helgi Þór Arason og Gunnhildur Helga Gunnarsdóttir stjórnuðu þættin- um Djúpu lauginni um skeið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.