Fréttablaðið - 19.09.2009, Síða 64
36 19. september 2009 LAUGARDAGUR
NOKKUR ORÐ
Atli Fannar
Bjarkason
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Þegar ég bjó í foreldrahúsum á Selfossi fyrir nokkrum árum dreymdi mig um piparsveinalíf framtíðarinnar. Ég sá
fyrir mér að upp úr tvítugu myndi ég flytja
í höfuðborgina, fá góða vinnu og taka flotta
íbúð á leigu. Svo myndi ég hlaða öllum
helstu þægindum í íbúðina; kveikt yrði á
ljósum með klappi (slökkt með tveimur),
rúmið yrði á snúningsfæti, sjónvarpið heill
veggur að stærð og ísskápurinn fullur af litl-
um gos- og bjórdósum.
Nú er piparsveinalífið hafið fyrir
alvöru þó að ekkert bóli á klapprofun-
um fyrir ljósin. Þá færist rúmið ekki
úr stað nema við sérstök tilefni og
sjónvarpið er skitnar 32 tommur. Ef
ég á að vera fullkomlega hreinskilinn
þá er piparsveinalífið kvöð. Ég þarf
reglulega að taka til eftir pókerpartí-
in og eftir að ég gafst upp á að gera
skúlptúr úr pítsukössum hefur rusla-
pokaferðum fjölgað á dramatískan hátt.
Stritið hefur þó gert mig auðmjúkan.
Þegar ég tíni upp sígarettustubba eftir
félagana úti á svölum horfi ég á bílinn minn
sem er gamall – en ekki keyptur með hjálp
bakrýtingsláns í erlendri mynt. Ónei. Og
þegar ég geng um klístrað stofugólfið og
tíni bjórdósir í poka lít ég á sjónvarpið sem
ég keypti í staðinn fyrir að spara fyrir íbúð.
Þvílík hamingja.
Eftir stritið geng ég að ísskápnum og
opna. Verður þá ljós og við blasa fimm litlar
kókdósir í kippu og fjórar glansandi gylltar
bjórdósir. Þær eru leifar brostinna drauma
veruleikafirrta unglingsins frá Selfossi sem
hélt að hamingjan væri í klapprofum. Því-
lík fáviska. Veraldleg gæði eru lítilfjörleg í
samanburði við óhollustu í fljótandi formi.
Vinir mínir, hamingjan felst í sykruðum
gosdrykkjum og brugguðum lager. Klapp
klapp.
Piparsveinalífið
Viljið þið bara
stökkva burt! Þetta er
minn staður!
Æ góði besti
hoppaðu
Hey, vörtuhausar,
komið þið í mig.
Körtur
kvarta
Púff, þetta eykur
aldeilis matarlystina.
Sælkerabúðin
Óþarfi að þakka
mér herra! Gleður
mig að hafa getað
hjálpað!
Sjáðu Pétur
Óli, ég var
að fá mér
nýjan síma!
Klikk!
Klikk!
Klikk!
Hvað er þetta?
Mynd... af
bréfi frá skól-
anum?
Flott!
Rosalega er
upplausnin
í þessum
símamyndum
orðin góð!
Ég sé fyrir
mér að Palli
sé með
gesti.
Þrjá,
kannski
fjóra ungl-
ingsdrengi.
Allir í stórum úlpum,
strigaskóm og með
risastóra bakpoka sem
þeir tóku af sér við
komuna.
Rétt! Hvernig
vissirðu
þetta?
Ég reyndi
fyrst að kom-
ast inn um
aðaldyrnar.