Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 65
LAUGARDAGUR 19. september 2009 Málþing er haldið í dag kl. 13 í Kassanum helgað skáldskap Sig- urðar Pálssonar. Málþingið er hald- ið í gamla Ármannssalnum þar sem áður glímdu Ármenningar hver við annan. Glíma Sigurðar við orðin hefur verið löng og ströng: Sigurður Pálsson varð sextugur á síðasta ári og af því tilefni er efnt til þings um hann á vegum Bókmenntastofnun- ar Háskólans, að þessu sinni í sam- starfi við Þjóðleikhúsið sem sýnir um þessar mundir Utan gátta, verk hans frá í fyrra sem var margverð- launað á Grímunni snemmsumars. Dagskráin hefst í dag kl. 13 og þar fer fyrst um Sigurð orðum Sigríður Albertsdóttir bókmenntafræðingur en hún hefur unnið að rannsóknum á skáldskap hans. Hún kallar erindi sitt: Lífsgleðin er skylda. Í hennar slóð fetar svo Kristj- án Þórður Hrafnsson skáld: hann helgar innlegg sitt Erosi. Sveinn Yngvi Egilsson prófessor talar um vegi ljóðsins og samfélag götunnar í skáldskap Sigurðar Pálssonar, og síðan þræðir Magnús Þór Þorbergs- son lektor dyr og gáttir í leikritum Sigurðar Pálssonar en frá áttunda áratugnum hefur Sigurður verið mikilvirkur sem leikskáld. „Minnið er alltaf að störfum“ heitir erindi Gunnþórunnar Guð- mundsdóttir. Þar hefst endurminn- ingatal því Jóhann Páll Valdimars- son, útgefandi Sigurðar, rifjar upp fundi þeirra og samstarf. Jóhann hefur gefið verk Sigurðar út alla tíð. Ég og Pálsson kallar Jóhann spjall sitt. Þá talar Pétur Gunnars- son rithöfundur: Til Sigurhæða … og áfram er yfirskrift ræðu hans. Að lokum fær Sigurður tækifæri til að botna. Þegar hann var spurð- ur á fimmtudag hvernig það væri að vera þangað kominn við sex- tugt að þingað væri um lífsstarfið sagði Sigurður: „Ég vil bara leggja áherslu á að lesturinn er frjáls og lestur er skapandi athöfn. Í lestr- inum er merkingin framleidd. Ég vil færa vegasaltið þannig að þegar höfundur hefur klárað sitt verk getur lesandinn fabúlerað, þó sú fabúlasjón sé jafnvel vitleysa. .“ Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Sextíu ára galdurinn MENNING Þingað verður um Sigurð Pálsson í dag kl. 13 í Kassanum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Blátunna Breytt tilhögun í sorphirðu! Nánari upplýsingar hjá hvoru sveitarfélagi fyrir sig: Bláskógabyggð: www.blaskogabyggd.is/sorpmal eða þjónustumiðstöð í síma 486-8726. Grímsnes- og Grafningshreppur: www.gogg.is eða áhaldahús í síma 892-1684.  Frá og með 1. október 2009 hefst tunnuhirðing sorps frá heimilum í Bláskóga- byggð og Grímsnes- og Grafningshreppi. Þá verða heimilissorpgámar fjarlægðir af opnum svæðum í sveitarfélögunum. Samhliða verða breytingar á móttökusvæðum úrgangs í Bláskógabyggð, en móttökusvæði úrgangs í Grímsnes- og Grafnings- hreppi verður áfram á Seyðishólum. Frá og með 1. október 2009 verða í Bláskógabyggð tvær móttökustöðvar fyrir úrgang, að Lindarskógum 10-14 á Laugarvatni og Vegholti 8 í Reykholti. Einnig verður opið sameiginlegt móttökusvæði sveitarfélaganna fyrir úrgangs að Heiðar- bæ, Þingvallasveit, yfir sumarmánuðina. Öðrum móttökustöðvum í sveitarfélaginu verður lokað. Móttökustöðvar sveitarfélaganna verða opnar á ákveðnum tímum, gerð verður krafa um flokkun úrgangs og allur úrgangur sem ekki ber úrvinnslugjald verður gjaldskyldur. Kynningafundir verða haldnir sem hér segir: 21. september kl. 20.00 í Tjaldmiðstöðinni á Laugarvatni 22. september kl. 20.00 í Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi 23. september kl. 20.00 í Félagsheimilinu Aratungu í Reykholti 28. september kl. 20.00 í Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.