Fréttablaðið - 19.09.2009, Page 86
58 19. september 2009 LAUGARDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
PERSÓNAN
LÁRÉTT
2. hvetja, 6. umhverfis, 8. bók, 9.
skref, 11. tveir eins, 12. fáni, 14.
yfirstéttar, 16. klaki, 17. sauðaþari, 18.
uppistaða, 20. grískur bókstafur, 21.
vingjarnleiki.
LÓÐRÉTT
1. nautasteik, 3. tveir eins, 4. hrörnun,
5. sigað, 7. planta, 10. skítur, 13. loft,
15. slithólkur, 16. vætla, 19. nudd.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. örva, 6. um, 8. rit, 9. fet,
11. tt, 12. flagg, 14. aðals, 16. ís, 17.
söl, 18. lón, 20. pí, 21. alúð.
LÓÐRÉTT: 1. buff, 3. rr, 4. vitglöp, 5.
att, 7. melasól, 10. tað, 13. gas, 15.
slíf, 16. íla, 19. nú.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Páll Hreinsson.
2 Brjóstahaldi og brókum.
3 Margrét Erla Maack.
Úttekt Frímanns Gunnarssonar, hugarfósturs Gunn-
ars Hanssonar, á skandinavísku gríni er hafin. Eins
og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru hyggst Frí-
mann heimsækja marga af þekktustu grínurum Norð-
urlandanna. Nú eru tökur sem sagt hafnar og fyrsta
ferðin var farin til Finnlands. Þar hittu Frímann og
Gunnar fyrir Andre Vikström, grínista sem er í mikl-
um metum hjá Finnum og Svíum.
Gunnar vill ekki gefa of mikið upp um hvað þeim
Frímanni og Andre fór á milli í Finnlandi en viður-
kennir að sjónvarpsmaðurinn íslenski hafi skellt
sér í dæmigert finnskt gufubað. „Og þá varð mér
ljóst að ég verð að koma mér í betra form,“ segir
Gunnar og skellir upp úr. Hann vill þó ekki
staðfesta að Frímann hafi verið algjörlega
allsber fyrir framan tökuvélarnar eins og
hefð er fyrir í Finnlandi. „Nei, en hann
verður sennilega nokkuð klæðlítill í
Noregi. Já, hann verður algjörlega nak-
inn,“ útskýrir Gunnar en þangað heldur
tökuliðið í lok þessa mánaðar og heilsar upp á norska grínistann Dagfinn
Lyngbo. Í nóvember verður síðan haldið til Svíþjóðar en í
janúar verður Frank Kvam, annar af Klovn-leikurun-
um vinsælu, heimsóttur í Danmörku. Þá standa yfir
viðræður við grínista á Bretlandseyjum og segir
Gunnar að það mál ætti að skýrast á næstunni. „Við
erum bara búnir að vera svo heppnir að þeir sem
okkur langaði til að vinna með hafa allir sagt já.“
Þættirnir eiga að fara á dagskrá næsta haust og
segir Gunnar það nokkuð þægilegt; þeir séu ekki
plagaðir af einhverju stressi heldur geti vandað vel
til verka. Leikstjóri þáttanna er Ragnar Hansson
en um tónlistina sér Birgir Ísleifur Gunnarsson úr
Motion Boys. - fgg
NAKINN Á SKJÁNUM Áhorfendur gætu átt von á nöktum
Frímanni þegar hann snýr aftur á Skjáinn næsta haust.
Gunnar og Frímann eru á leiðinni til Noregs og ætla
að taka hús á Dagfinn Lyngbo.
Frímann striplast í Noregi og Finnlandi
„Hugmyndin er að gefa gömlum
kjólum framhaldslíf í gegnum
þennan gjörning. Gjörningurinn
felst í því að safna 365 kjólum frá
íslenskum konum frá átján ára
aldri og upp úr. Kjólarnir mega
vera af öllum stærðum og gerð-
um og þarf saga kjólsins að fylgja
með,“ segir Gíslína Dögg Bjarka-
dóttir, textíl- og fatahönnuður í
Vestmannaeyjum.
Hún safnar nú 365 kjólum sem
notaðir verða í gjörningi sem
hefst 24. október og gengur út á
það að hengdur verður upp einn
kjóll á vinnustofu hennar hvern
dag næsta árið. Að ári liðnu verð-
ur haldið uppboð þar sem kjólarn-
ir verða seldir hæstbjóðanda og
mun allur ágóði renna til góðgerð-
armála. Þeir kjólar sem ekki selj-
ast fá þó framhaldslíf til dæmis
í leikhúsi.
Hægt verður að fylgjast með
verkefninu á samskiptasíðunni
Fésbók, en þar verður einnig hægt
að sjá nöfn þeirra sem taka þátt í
gjörningnum með Gíslínu.
Þeir sem hafa áhuga á að taka
þátt í gjörningnum geta sent kjól
ásamt sögu hans á Vinnustofuna
Kví Kví við Skildingaveg 14 í Vest-
mannaeyjum. - sm
Safnar kjól fyrir hvern dag ársins
SAFNAR KJÓLUM Gíslína segir að markmið gjörningsins sé að gefa gömlum kjólum
framhaldslíf. MYND/KONNÝ
Oddur Snær Halldórsson
Aldur: 29 ára.
Starf: Ég er við-
burðastjóri hjá
tölvufyrirtækinu
CCP.
Búseta: Mos-
fellsbær.
Fjölskylda: Ég
á fimm ára dótt-
ur sem heitir
Embla Eir.
Foreldrar:
Móðir mín heitir
Áslaug Kristín
Ásgeirsdóttir og faðir minn heitir
Halldór Bjarnason.
Stjörnumerki: Ljón.
Oddur skipuleggur Fan Fest hjá Eve
Online-tölvuleiknum.
„Ég er alveg ótrúlega hamingju-
samur yfir að vera kominn til
Íslands, brosi bara allan hring-
inn,“ segir þýski leikarinn Daniel
Brühl sem leikur eitt aðalhlut-
verkanna í íslensku kvikmyndinni
Kóngavegur 7 en leikstjóri henn-
ar er Valdís Óskarsdóttir. Brühl er
einn þekktasti leikari Þýskalands
af ungu kynslóðinni og stjarna
hans hefur sennilega aldrei skin-
ið jafnskært og nú í ljósi frammi-
stöðunnar í Tarantino-myndinni
Inglourious Basterds. „Það var
alveg ótrúlegt að vinna með Tar-
antino, hann er gangandi alfræði-
orðabók um kvikmyndir. Hann
veit gjörsamlega allt. Og við áttum
góðar stundir utan tökustaðarins
þar sem hann talaði meðal ann-
ars vel um Ísland,“ segir Brühl en
hann vildi ekki tjá sig um hvort
Tarantino hefði deilt með honum
sögunni um fyrirsætuna sem
datt beint á andlitið fyrir framan
hann á Kaffibarnum. „No comm-
ent,“ segir Brühl og hlær. Sjálfur
skemmti Brühl sér á Kaffibarnum
um síðustu helgi svo hann ætti í
það minnsta að kannast við stað-
inn.
En það eru fleiri Íslandsteng-
ingar við Tarantino-myndina því
förðunarfræðingurinn Heba Þóris-
dóttir hafði yfirumsjón með förð-
uninni í myndinni. „Já, alveg rétt,
hún var einn af mínum uppáhalds-
vinum af fólkinu í tökuliðinu. Ég
verð að senda henni póst og segja
henni að ég sé á Íslandi,“ segir
Daniel og bætir því við að senni-
lega sé förðunarstóllinn einhver
persónulegasti staðurinn sem leik-
ari geti verið á. „Þar er allt látið
flakka og rætt um allt milli him-
ins og jarðar.“ Og nú mun sem sagt
önnur íslensk kona stjórna honum,
Valdís Óskarsdóttir. „Ég var akk-
úrat að segja henni að hún hefði
klippt tvær af mínum uppáhalds-
kvikmyndum, Eternal Sunshine of
the Spotless Mind er til að mynda
algjört meistaraverk.“
Brühl verður á ferð og flugi
þann tíma sem hann leikur í
Kóngavegi 7 því hann er einn-
ig að leika í kvikmynd í Berlín.
„Já, þetta verður nokkuð stremb-
ið en ég hlakka mikið til. Því
miður fæ ég ekki tækifæri til að
skoða landið en þess vegna ætla
ég líka að eyða áramótunum hér
ásamt nokkrum góðum þýskum
vinum og svo vinum mínum hér,“
segir Daniel. Eins og Fréttablaðið
hefur greint frá var það ekki síst
vinskapur Daniels og hjónakorn-
anna Nínu Daggar Filippusdótt-
ur og Gísla Arnar Garðarsson-
ar sem varð til þess að leikarinn
samþykkti að leika í myndinni.
„Já, við vorum svokallaðar „shoot-
ing stars“ í Berlín fyrir sjö árum.
Síðan var ég að leika í mynd í
London fyrir þremur árum og þá
var Vestur port að setja upp Rómeó
og Júlíu og þá kynntist ég öllum
hinum í leikhópnum; Ingvari E.
Sigurðssyni, Ólafi Darra og Gísla
Erni.“ Og nú eru þau öll sameinuð
í Kóngavegi 7. freyrgigja@frettabladid.is
DANIEL BRÜHL: QUENTIN TARANTINO TALAÐI VEL UM ÍSLAND
Eyðir áramótunum á Íslandi
HLAKKAR MIKIÐ TIL Daniel Brühl kom til Íslands fyrir viku og þar sem hann getur ekki skoðað landið mikið mun hann eyða
áramótunum hér á landi. MYND/BERGSTEINN BJÖRGÚLFSSON
Ný könnun Capacent Gallup á
áhorfi á sjónvarpsstöðvarnar er
um margt merkileg. Þar kemur í
ljós að veðurfréttafólkið er það
vinsælasta á skjánum um þessar
mundir. Áhorfið á veðurfréttirnar
hefur sjaldan eða aldrei verið
meira og þar sannast kannski hið
fornkveðna að Íslendingar
eru umfram allt veður-
fréttasjúkir. Veðurfrétta-
menn á borð við Einar
Magnús Einarsson
verða því eflaust áber-
andi í næsta Séð og
heyrt.
Hins vegar má Kastljósið muna
sinn fífil fegri meðal hinna yngri
Íslendinga og það hlýtur að vera
áhyggjuefni fyrir Sigmar Guð-
mundsson, aðstoðarritstjóra
þáttarins. Kastljósið
mælist ágætlega meðal
aldurshópsins 12-80 ára
en varla þykir það fínt
að vera með rúmlega
tólf prósenta áhorf í
aldurshópnum 12-
49 ára.
Litlar breytingar eru á hlustun
útvarpsstöðvanna. Rás 2, Bylgjan
og FM 95,7 halda enn sinni yfir-
burðastöðu á markaðnum. Einar
Bárðarson, útvarpsstjóri Kanans,
hlýtur að hafa einhverjar
áhyggjur af því að ná ekki
að bíta í skottið á risun-
um en getur þó huggað
sig við þá staðreynd að
stöðin er enn blaut á
bak við eyrun.
Og endingu er rétt að geta þess að
menn velta nú vöngum yfir þeim
gríðarlega fjölda sem er reiðubúinn
til að láta loka sig inni í Kringlunni
í heilan sólarhring. Uppátækið er
hluti af markaðsherferð Fangavaktar
Ragnars Bragasonar en alls skráðu
1.500 manns sig til leiks.
Það er svipaður fjöldi og
hefur skráð sig í Idol og
X-Factor. Fólk er greini-
lega reiðubúið að leggja
ýmsilegt á sig til að
komast yfir árs áskrift
að Stöð 2. - fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Höfuðáverkar á Íslandi - úrræði skortir
• Í hverjum mánuði greinast um 50 börn með höfuðáverka
• Þrjú þeirra hljóta það alvarlega áverka að þau
þarfnast stuðnings og endurhæfi ngar til lengri tíma
• Úrræði til endurhæfi ngar skortir hér á landi
Þriðjudagskvöldið 22. september kl. 20 fl ytur
Jónas G. Halldórsson taugasálfræðingur erindið: Börn
og unglingar með höfuðáverka. Hvernig viljum við sjá framtíðina?
Fundurinn verður haldinn að Hátúni 10b, jarðhæð.
Næstu fundir Hugarfars:
20. október - Claudia Ósk Hoeltje Georgsdóttir
sérfræðingur í klínískri taugasálfræði talar um
minnisæfi ngar.
24. nóvember - jólafundur félagsins.
www.hugarfar.is