Stúdentablaðið - 01.12.1947, Síða 14
8
STÚDENTABLAÐ
Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, dósent:
Skólameistarahjónin á Akureyri.
Sigurður Guðmundsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, lœtur af embœtti sínu í dag cftir
langt og merkilegt starf í þágu tslenzkra kennslu og uppeldismála, Þótti Stúdentablaðinu cinsœtt að
minnast lians á þessum miklu tímamótum œvi hans.
Sigurður Guðmundsson er fæddur á Æsustöðum í Langadal í Húnavatnssýslu 3. sept. 1878. Hann lauk
stiulentsprófi 1902, meistaraprófi í norrœnum fræðum við Hafnarháskóla 1910, var stundakennari við
Menntaskótann i Reykjavík 1911—20 og kenndi í Kennaraskólanum í stað dr. Björns Bjarnasonar frá
Viðfirði 1912—17, en var skipaður kennari þar 1917. Hann varð síðan skólameistari Gagnfræðaskólans
(síðar Menntaskólans) á Akureyri sumarið 1921 og hefur gcgnt þvi embœtti þar til í dag, cr hann lœt-
ur af því fyrir aldurs sakir.
Sigurður kvæntist vorið 1915 HaUdóru Ölafsdóttur prests i Kálfholti Finnssonar, og eiga þau 5 börn
á lífi.
Skólameistarahjónin frá Akureyri voru lieiðursgestir á landsmóti stúdenta, sem haldið var á vegum
Stúdentasanibands íslands í Reykjavik og Reykholti dagana 19.—21. júlí í sumar. Við setningu mótsins í
hátíðasal háskólans ávarpaði dr. Steingrímur J. Þorsteinsson dósent heiðursgestina. Hefur hann góðfxXs-
lega leyft Stúdentablaðinu að birta ávarp sitt, sem fer liór á eftir.
Það er ekki að ófyrirsynju, að skólameist-
arahjónin frá Akureyri, Sigurður Guðmunds-
son og frú Halldóra Ólafsdóttir, eru fyrstu
heiðursgestir Stúdentasambands íslands — á
síðasta landsmóti stúdenta, sem haldið mun
verða, meðan Sigurður Guðmundsson situr
að skólastjórn. Störf hans í þágu íslenzkra
skólamála og íslenzks menningarlífs eru al-
kunnari en svo, að á þau þurfi að minna.
Hitt er vandgerðara að meta þau að verð-
leikum. Hér gefst ekki ráðrúm til slíks mats.
Þetta verða aðeins örfá þakkarorð.
Segja mætti, að störf Sigurðar Guðmunds-
sonar hefðu verið tvíþætt, annars vegar rit-
störf, hins vegar kennsla og skólastjórn. Ég
myndi þó fremur orða það svo, að þau hefðu
verið einþætt. Svo heill og óskiptur hefur
Sigurður Guðmundsson verið í skólastarfi
sínu. En þessi eini þáttur er líka gildari en
samfléttur flestra hinna, sem spunnið hafa
sinn þráðinn úr hverju efninu.
Með þessu vil ég sízt gera lítið úr ritstörf-
um Sigurðar. Við hefðum að vísu kosið þau
meiri að vöxtum — eins og flest þau verk
önnur, sem fengur er í. Og þó hefði orðið
vafasamur vinningur að þeim skiptum, ef
skólastarf Sigurðar hefði misst mikils við. En
ritstörf hans hafa alltaf komið mér fyrir sjón-
ir sem einn hlutinn af verki hins mikla, heil-
huga skólamanns. Það er kennandinn, túlk-
andinn, skýrandinn, sem er þar að starfi.
Bókmenntaritgerðir hans ná allt frá Njálu
— og raunar Eddukvæðum — til Davíðs
Stefánssonar, en einkum hefur hann lagt
rækt við og ritað um ýmis höfuðskáld 19.
aldar. Bókmenntaþættir hans flestir og
mannaminni voru gefin út í ritsafni á síð-
astliðnu ári. Þá birtust einnig í „Samtíð og
sögu“ háskólafyrirlestrar hans um Bjarna
Thorarensen, en þeir eru tvímælalaust með
því allra bezta, sem um kveðskap Bjarna
hefur verið skrifað, og verður aldrei fram