Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Page 29

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Page 29
STÚDENTABLAÐ 23 Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, Friðrik Sigurbjörnsson, stud juris: Að vinna Islandi allt! Þær munu vera orðnar nokkuð margar ræð- urnar og ritgerðirnar, þar sem aðallega er rætt um hina glæstu fortíð þjóðar vorrar, sögu hennar og menningu. Hinar munu þó færri vera, þar sem rætt er í alvöru um það, hvað gera skuli til að vinna íslandi allt í nú- tíð og framtíð. — Því verður ekki í móti mælt, að íslendingar eiga glæsta fortíð menningar og sögu, og það er vafalaust rétt, að íslendingar hafa lagt eigi alllítinn skerf til heimsmenningar- innar. — Hitt er líka jafnvíst, að eigi dugir ein- göngu að einblína á fortíðina og telja hana allra meina bót. — Nauðsynlegra er hitt að snúa sér af einlægni að vandamálum líð- andi stundar og fá sigrazt á þeim örðugleik- um, sem framundan eru nú. Ég, sem þessar línur rita, hef óbifandi trú á Islandi og Is- lendingum. Ég hef trú á þeim til að duga, til að standast erfiða tíma einmitt vegna þess, að í aldaraðir hefur Islendingseðlið aldrei þorrið með þjóðinni. Þeir hafa staðizt eld og ísa, hallæri og hörmungar. Það er þetta Islendingseðli, sem á að hjálpa oss í þeirri taaráttu fyrir efnalegri afkomu vorri, sem fyrirsjáanleg er. — Ég er ekki svartsýnn, en mér dylst þó ekki, að framundan eru tímar erfiðleika, sem kref j- ast þess, að allri orku þjóðarinnar sé einbeitt að einu og sama marki: að vinna íslandi allt. Islendingar teljast engin stórþjóð. Vér er- um bæði fátækir og smáir, og hvort tveggja háir oss í baráttunni fyrir efnalegri velgengni. Þeim mun frekar ber oss að standa sam- einaðir. Oss ber að leggja til hliðar öll þau sjónarmið, sem sundrung gætu valdið. Bræðravíg, þótt eigi séu blóðug, eru til tjóns í hinu litla þjóðfélagi voru. — Það er kunnara en frá þurfi að segja, að innbyrðis skiptast Islendingar í allmarga flokka eftir skoðunum sínum á landsmálum. Slík skipting er að öllu leyti í samræmi við viðurkenndar reglur lýðræðisskipulagsins. Það er hins vegar rangt, að slíkur skoðana- munur þurfi að valda jafnmiklum deilum sem raun er á, og allra sízt, þegar þjóðarnauð- syn býður oss að sýna einingu bæði í orðum og athöfnum. — Þeir flokkar, sem grundvalla stefnuskrár sínar á stéttaskiptingu, gætu hæglega látið af sífelldum deilum og jafnvel óheppilegum að- gerðum, þegar eins horfir og nú í þjóðfélag- inu. Það er fjarri því að vera réttmætt að hvetja til ófriðar stétta í milli, þegar engu má muna, að illa fari í efnahagsmálum þjóð- arinnar. — Hvað ber oss íslendingum þá að gera til að vinna Islandi allt og afstýra þeim þjóðarvoða, sem bezt lýsir sér í almennri verðbólgu innanlands og glötun þeirra við- skiptamarkaða erlendis, sem oss Islendingum eru nauðsynlegir ? Á undanförnum mánuðum hafa ríkisstjórn og Alþingi gripið til allróttækra ráðstafana til að reyna að hindra, að verr fari en komið er. — Ég hygg, að velflestir Islendingar séu ríkisstjórninni sammála um þessar aðgerðir,

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.