Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 37

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 37
STÚDENTABLAÐ 29 koman að verða óhagstæðari verzlunarjöfn- uður. Hvernig gat fátæk þjóð eins og íslenzka þjóð- in leyft sér að fara inn á svo háskalega braut í efnahagsmálum? Þjóð, sem aflaði ekki gjald- eyris nema fyrir brýnustu nauðsynjum fór allt í einu að leyfa sér luxuslifnað og tók að lifa um efni fram. Er unnt að hugsa sér óskynsam- legri stefnu? Gat slík stefna leitt til annars en ófarnaðar fyrir þjóðina? Nei, vissulega ekki. Þessi óhófsstefna í efnahagsmálum hefur þó ríkt hér á landi í rúm 4 ár eða allt frá þvi að samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins tók við völdum árið 1950. Eðlilegt væri því að ætla, að þjóðin hefði safnað mikl- um skuldum erlendis á þessu tímabili, ef út- flutningurinn hefði ekki aukizt því meira. En hvorugt hefur gerzt. Iiver er skýringin? Jú, erlend þjóð hefur greitt mismuninn fyrir Is- lendinga. Þjóðin hefur lifað af náðarbrauði erlends stórveldis. Bandaríki Norður-Ameríku hafa hlaupið undir bagga með okkur, til þess að við gætum leyft okkur örlítið óhóf. Er unnt að hugsa sér meiri niðurlægingu? Þjóð, sem öldum saman varð að búa við erlenda áþján, var féflett og varð að þola skort og hungur, hleypur í náðarfaðm erlends stórveldis, þegar hún loks er laus við kúgarana og hefur öðlazt fullt sjálfstæði. Meðan aðrar þjóðir spara við sig og vernda sína eigin framleiðslu, sinn eigin iðnað, hefur okkar litla þjóð efni á því að leyfa sér óhóf í innflutningi og stórskaða með því sína eigin framleiðslu. Getur þjóðin vænzt þess að varðveita sjálfstæði sitt, ef svo fer fram? Nei, vissulega ekki. Hér er stefnubreytingar þörf og það fyrr en síðar. Þau ár, er óhófsstefnan í efnahagsmálum hef- ur ríkt hér á landi, hefur vöruskiptajöfnuður- inn árlega verið óhagstæður svo hundruðum milljóna kr. skiptir. Árið 1953 nam mismunur- inn rúmum 400 millj. kr. I lok október þessa árs var vöruskiptajöfnuðurinn þegar orðinn óhagstæður um 200 milljónir kr. Enn er því út- lit fyrir mikinn ójöfnuð. Enn eiga íslendingar langt í land með að geta staðið á eigin fótum fjár- hagslega. Óendurkræf framlög hafa nú minnk- að mikið, en gjaldeyristekjur af framkvæmdum fyrir hið erlenda varnarlið hafa aukizt að sama skapi. Má hvort tveggja teljast jafnógeð- fellt, beinar gjafir frá Bandaríkjunum og tekj- ur af hernaðarframkvæmdum Bandaríkjahers — í sambandi við til- lugu Dana í handrita- málinu samþykkti stú- dentaráð cinróma á fundi sínum 26. marz s. 1. cftirfarandi ályktun: „Stúdcntaráð Háskóla Islands fagnar þeirri ein- ingu, sem rikir í handritamálinu og lýsir yfir fyllsta samþykki sínu við ákvörðun hæstvirtrar ríkisstjórnar og Alþingis vegna hins furðulega tilboðs Dana í handritamálinu. Jafnframt lcggur ráðið áhcrzlu á, að íslenzka þjóðin standi einhuga að haki kröfunni um end- urheimt haudritanna. Þá ítrekar stúdcntaráð þá skoðun að réttur Is- lendinga til handrilanna sé ótvíræður og ekki skuli frá honum hvikað“. v_______________________________________________J hér á landi. Engum getur dulizt, að eigi Island áfram að vera háð Bandaríkjunum á þennan hátt, mun sjálfstæði landsins stafa af því hin mesta hætta. Því er ekki að leyna, að undanfarin 4 ár hefur íslenzka þjóðin ekki verið efnahags- lega sjálfstæð, heldur háð erlendu stór- veldi. Þau fjárhagslegu tengsl þarf því vissu- lega að rjúfa sem allra fyrst. Þjóðin þarf að stefna að því að öðlast fullkomið efnahagslegt sjálfstæði. Þjóðin verður að hætta að lifa á betli- og gjafafé. Hún verður að hætta að flytja til landsins óhófsvarning, hætta að flytja inn erlendar iðnaðarvörur, sem unnt er að fram- leiða í landinu sjálfu. Islenzka þjóðin verður að sníða sér stakk eftir vexti. Hún hefur ekki efni á því að flytja inn luxusvörur og þess vegna verður hún að vera án þeirra. Þjóðin þarf samt ekki að leggja hart að sér. Hún getur samt lifað sómasamlegu lífi. Á sama tíma og þjóðin tekur upp slíka raun- sæisstefnu í efnahagsmálum, þarf hún að gera ráðstafanir til þess að efla framleiðslu sína með það takmark fyrir augum að auka útflutn- inginn. Iðnaðinn þarf þjóðin sérstaklega að vernda með gjaldeyrissparnað í huga. Taki þjóðin upp slíka sparnaðarstefnu í efnahags- málum, mun henni vafalaust takast að öðlast fullt efnahagslegt sjálfstæði og halda því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.