Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 48

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 48
40 STÚDENTABLAÐ VinnumiSlun stúdenta var haldið áfram. I vinnumiðlunarnefnd áttu sæti Vilhjálmur Þórhallson, stud. jur., form., Baldur Vilhelmsson, stud. theol. og Þórir Einarsson, stud. oecon. Sú nýbreytni var tekin upp í starfsemi vinnumiðlunarinnar, að reynt var eftir föngum að út- vega stúdentum, sem þess óskuðu, vinnu samhliða nám- inu. Kom það mörgum vel. Einkum útvegaði nefndin mörgum vinnu rétt fyrir jól við afgreiðslustörf, útburð á pósti o. fl. Alls hlaut 101 stúdent vinnu fyrir atbeina nefndarinnar. Vinnumiðlunin hefur þegar hafið starf- semi sína að nýju. Utanfarir. Sigurður Guðmundsson, stud. med., sat í apríl þing sambands brezkra stúdenta í Sheffield. Skúli Bene- diktsson sat í sumar ráðsfund I. U. S. í Moskvu og Valdimar Kristinsson, stud. oecon., heimsótti höfuð- stöðvar vestrænu stúdentasamtakanna í Leyden í Hollandi. Þrir stúdentar fóru á stúdentamót er C. O. S. E. C. gekkst fyrir í San Remo á Ítalíu í sumar. Aðal við- fangsefni þingsins var andlegt frelsi. Þeir sem fóru voru: Einar Sverrisson, stud. oecon., Jón Böðvarsson, stud. mag. og Þórir Einarsson, stud. oecon. I sumar fóru 5 stúdentar til Bandaríkjanna í boði Bandaríkjastjórnar. Dvöldust þeir vestra í tvo mán- uði og kynnti hver þeirra sér sín hugðarefni. Hinir fimm, sem völdust til ferðarinnar voru: Kristján Búa- son, stud. theol., Magnús Gíslason, stud. odont., Magnús Sigurðsson, stud. med., Matthías Jóhannessen, stud. mag. og Sveinn Skorri Höskuldsson, stud. mag. Háskólinn og borgarstjórnin í Kiel buðu tveimur ís- lenzkum stúdentum til „Kielarvikunnar“ í sumar, en það er nokkurs konar „sæluvika" Kielarbúa. ís- lenzku stúdentarnir voru guðfræðinemarnir Asgeir Ingibergsson og Þorleifur Kristmundsson. Tóku þeir, ásamt gestum frá hinum Norðurlöndunum, þátt í gleð- skap borgarbúa, siglingum og íþróttum o. fl., skoðuðu háskólann, söfn og fleiri merkisstaði. í sambandi við vikuna var þar opin íslenzk bóka- og myndasýning á vegum háskólans. Einnig flutti próf. Jón Helgason þar fyrirlestur. Borgarstjórnin í Kiel mun eftirleiðis veita einum íslenzkum stúdent námsstyrk árlega. Almennur stúdentafundur var haldinn 18. nóv. s. 1. að kröfu 20 stúdenta. Rætt skyldi um 1. des. hátíðahöldin. Ingólfur Guðmundsson, stud. theol., bar fram tillögu um að helga daginn kirkju og kristni í landinu með sérstöku tilliti til Skálholts. Eftir nokkrar umræður var borin fram frávísunar- tillaga, sem jafnframt fól í sér samþykki á ákvörðun- um stúdentaráðs og ritnefndar varðandi hátíðahöldin og blaðið. Tillaga þessi var samþykkt með 141 atkv. gegn 100. íþróttaskylda er nú ekki annað en bókstafur og harma það fáir. Karlakór háskólastúdenta starfaði af miklum áhuga. Kom hann fram við mörg tækifæri, t. d. bókmenntakynningar og í útvarpsdag- skrá seinasta vetrardag. Kórinn hélt eina kvöldvöku, „Bellmanskvöld", í Þjóðleikhúsinu og tókst hún vel. Söngstjóri er Carl Billich. Tvisvar efndi kórinn til kynningar á tónverkum, sem sinfoníuhljómsveitin flutti skömmu síðar. Róbert A. Ottósson flutti skýr- ingarþætti og verkin voru leikin af hljómplötum. Enn- fremur voru kynnt verk yngri bandariskra tónskálda. Róber A. Ottósson flutti erindi og Guðmundur Jóns- son óperusöngvari söng. Tónlistarkynning er nýr þáttur í starfsemi kórsins og er þess að vænta, að áfram verði haldið á sömu braut. I sjórn karlakórsins eru Már Egilsson, stud. med., formaður, Jón Hallsson, stud. med., ritari og Jóhann Guðmundsson, stud. med. gjaldkeri. Stúdentafélög sem nú starfa i háskólanum: Dcildafélög: Félag guðfræðinema: Ásgeir Ingibergsson formaður, Matthías Frímannsson ritari og Ingólfur Guðmundsson gjaldkeri. Félag Iæknanema: Haraldur Guðjónsson formaður, Eiríkur Bjarnason ritari, Jósef Fr. Ólafsson gjaldkeri, Guðmundur Pétursson, Magnús Þorsteinsson og Leifur Bjarnason meðstjórnendur. Orator, félag laganema: Örn Þór formaður, Lúðvík Gizurarson varaform. og ritstjóri Úlfljóts, Sigurður Egilsson ritari, Ólafur Walter Stefánsson gjaldkeri og Bragi Hannesson aðstoðarritstjóri. Kaupahéðinn, félag viðskiptafræðinema: Gísli Ein- arsson formaður, Þórir Einarsson ritari og Ólafur Stefánsson gjaldkeri. Félag verkfræðinema: Sigurbjörn Guðmundsson for- maður, Sigurður Sigfússon ritari og Gunnar Baldvins- son gjaldkeri. Mímir, fclag stúdenta í íslenzkum fræðum: Hannes Pétursson formaður, Stefán Karlsson ritari og Pétur Urbancic gjaldkeri. Félag tannlæknancma: Sverrir Einarsson er formað- ur. Aðalfundur hefur ekki verið haldinn. Stjórnmálafélög: Félag frjálslyndra stúdcnta: Formaður Bjarni Ein- arsson stud. oecon., ritari Guttormur Sigurbjörnsson stud. philol. og gjaldkeri Jóhann Lárus Jónasson stud. med. Félag róttækra stúdenta: Formaður Jón Böðvarsson stud. mag., ritari Sigurður V. Friðþjófsson stud. mag. og gjaldkeri Hallfreður Öm Eiríksson stud. mag. Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista: Formaður Vilhjálmur Þórhallsson stud. jur., ritari Helgi Sig- valdason stud. polyt., gjaldkeri Sverrir Bjarnason stud. med. og meðstjórnendur Árni G. Stefánsson stud. philol. og Halldór Steinsen stud. med.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.