Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 39

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 39
STÚDENTABLAÐ 31 leysisstefnu sinni og gengi í hernaðarbandalag, enda fór sem margan uggði, að yfirlýsingar þessar voru ekki mikils metnar, þegar í banda- lagið var komið. Amerískur her kom hingað eins og þjófur á nóttu 7. maí 1951, eftir að ríkisstjórnin hafði samið á laun um komu hans. Nú áttu engin mótmæli að berast, fyrr en allt væri um garð gengið. Athæfi þetta var varið með þeim rök- um, að nú væri ófriður í heiminum, þar sem væri styrjöldin í Kóreu. Hinn eini ófriður, sem þó skipti Islendinga nokkru samkvæmt Atlants- hafssáttmálanum, var vopnuð árás á eitthvert aðildarríkjanna. Ráðamönnum vorum hefur vegna sífelldra utanstefna vaxið svo í augum hernaðarlegt mikilvægi íslands, að þeir láta sem enginn maður í hinum vestræna heimi geti verið óhultur um líf sitt og limi, nema hér séu fjölmennar árásarsveitir. Sannleikurinn er nefnilega sá, að bandarískar herstöðvar á ís- landi eru einmitt sér í lagi áráarstöðvar, og hefur það margoft komið fram í amerískum blöðum, enda þótt hér sé annað látið í veðri vaka. Og það er einmitt þetta, sem eykur ör- yggisleysi landsins og býður hættunni heim. Omenningaráhrif hinnar fyrri hersetu höfðu sært íslenzka menningu því sári, sem seint mun gróa, og hafði þó ekki verið til sparað að vara við þeim. Hversu miklu hættara var þá ekki nú, þegar hernum var tekið tveim höndum aí ráðamönnum landsins og látið sem nú væri engin hætta á ferðum. Hingað voru sendar fjöl- mennar hersveitir og vinnulið, og það er fáran- legt að líkja samskiptum landsmanna við þessar útlendu sveitir við samskipti íslenzkra náms- manna við erlendar þjóðir, eins og þó hefur verið gert af hatrömmustu fylgjendum herstefn- unnar. íslenzkir stúdentar erlendis hafa jafnan leit- azt við að hafa heim með sér það bezta, sem þeir hafa fundið í menningu þeirra þjóða, sem þeir hafa dvalizt með, og aðlaga það íslenzkum aðstæðum. Með þeim erlendu sveitum, sem hingað hafa verið sendar til dvalar í framandi landi, getur hinsvegar varla borizt nema það lé- legasta úr menningu þjóðar þeirra, skrílmenn- ingin. Hún berst að vísu eftir fleiri leiðum nú á dögum tækni og auðhyggju, með útvarpi, kvikmyndum og ritum, þar sem höfðað cr til lægstu hvata mannanna. Slíkum menningar- straumum verður fátt að farartálma. Islendingar hafa tíðum hrósað sér af því, að hér hafi verið minni stéttamismunur en víðast hvar annars staðar. Þessi skoðun mun réttmæt, a. m. k. hvað andlega menningu snertir. Hvergi hefur alþýðumenning líklega verið meiri og betri en hér, engin stétt var svo lágt sett, að hún gæti ekki notið menningar og jafnvel lagt sinn skerf til hennar. En eins og öll þjóðin, en ekki aðeins stöku stéttar, naut þeirra menn- ingarstrauma, sem veitt var að ofan — frá hinni æðri menningu, eins flæðir nú yfir þjóðina alla Fúlilækur skrílmenningarinnar, enda þótt mis- djúpur sé. Islenzkri tungu og menningu mun jafnan reynast erlend herseta hinn versti Níðhöggur, en þó eru hvergi nærri talin öll þau skaðlegu áhrif á íslenzkt þjóðlíf af völdum þeirrar her- setu, sem íslenzk stjórnarvöld hafa af undan- látssemi við erlent heimsveldi kallað yfir þjóð- ina að þarflausu. Þjóðin fær nú di’júgan hluta gjaldeyristekna sinna frá hernum, en jafnframt skortir fólk til framleiðslustarfa. Atvinnuvegir dragast saman og fólkið streymir til herstöðvanna úr byggð- um landsins. Þegar þannig er skert bæði menningarlegt og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, er varla við því að búast, að hið stjórnmálalega sjálf- stæði sé sérlega rishátt, enda verður þess vart á alþjóðaþingum. Hverjum íslenzkum manni er skylt að sporna við fótum, áður en er um seinan og krefjast þess, að hinn erlendi her verði á braut úr land- inu jafnskjótt og verða má eftir samningum, enda geisar nú engin sú styrjöld, sem hug- kvæmustu menn geta notið til rökstuðnings hersetunni, en friðarhofur hinar beztu. I þessu máli mega engin annarleg sjónarmið ráða, heldur íslenzk stefna ein. Því fer að vísu fjarri, að allur vandi okkar verði leystur með því að vísa erlendum her úr landinu, en „á skal að ósi stemma“, og brott- flutningur hersins er frumskilyrðið til þess að hægt sé að taka til við endurreisnarstarfið á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Þar verður ekki allt auðunnið, og munu enn sannast þessi orð úr viðlagi Ribbaldskvæðis: „Allt er óhægra að leysa en binda“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.