Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 32

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 32
24 STÚDENTABLAÐ 1. desember er fyrst og fremst minningadag- ur. Þennan dag árið 1918 var stærsta skrefið stigið til fullkomins sjálfstæðis, að lokinni harðri baráttu. Minningin um þennan dag er samstillt, hrein og einlæg í huga íslenzku þjóð- arinnar. Á þessum degi þykir hlýða að rifja þessa baráttu upp að nokkru, minnast með þakklæti þeirra manna, sem fremstir stóðu, þeirra manna, sem við eigum fyrst og fremst að þakka, að við erum sjálfstæð þjóð. Á þessum degi er og rétt að ganga á sjónarhól og athuga, hverjar blikur eru á lofti, er sjálfstæði okkar og menn- ingu stafar hætta af, og íhuga, hvernig brugðizt verður við þeim ógnum, sem að oss steðja. Eg tek hér til umræðu þátt kirkju og kristni í sjálfstæðisbaráttu Islendinga, — einn veiga- mesta þátt þeirrar baráttu. Þegar á þjóðveldis- tímanum var kirkjan hið þjóðlegra valdið. Hún var að vísu undir erlendum biskupum, en áhrifa þeirra gætti þó eigi svo, að þeir skertu sjálf- stæði kirkjunnar sem þjóðlegrar stofnunar. Það voru kirkjunnar menn, er settu á bók flest þau rit, sem gerzt hafa haldið nafni þjóðarinnar á lofti. Þeir auðguðu bókmenntir heimsins með snilldarlega sömdum listaverkum að stíl og hugsun og skiluðu þeim til komandi kynslóða skrifuðum og teiknuðum á þann hátt, að hin fornu handrit eru þau listaverk, er við viljum sízt án vera. Fyrir kirkjunnar atbeina voru skólar settir, í Skálholti stóð vagga háskólans, og þaðan bárust víðtæk menningaráhrif út í JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON, stud. theol. Kirkjan og sjálfstæðisbaráttan íslenzkt þjóðlíf. Á myrkum öldum var kirkjan það ljós, sem lýsti þjóðinni og hélt í henni lífs- andanum. I drepsóttum og hörmungum var kenning Krists um náðina sú von, sem gaf veikum þrótt. Fyrirheit um betra hlutskipti í öðru lífi sætti menn við erfiðleika og úþján líðandi stundar. Kirkjan ræktaði með þjóðinni Guðs ótta og dyggðugt líferni, beindi hug henn- ar að háleitu takmarki og kenndi henni, hverj- ar kröfur hún yrði að gera til sjálfrar sín, áð- ur en því takmarki yrði náð. Prestarnir héldu menningu þjóðarinnar vakandi með predikun- um, húsvitjunum og hvers kyns uppfræðslu, þeir voru leiðtogar og leiðbeinendur, um langt skeið nær einu menntamennirnir á Islandi. Prestar voru þeir Hallgrímur Pétursson, mesta skáld íslendinga frá fornöld til endurreisnar- aldar, ræðusnillingurinn meistari Jón, Fjölnis- maðurinn Tómas Sæmundsson. Sagnfróðir menn telja, að það hafi verið íslenzkir prestar, er skeleggast fylgdu Jóni Sigurðssyni í sjálf- stæðisbaráttunni. Það voru þeir, sem báru boðin milli Jóns og íslenzkrar alþýðu. Hér hefur verið stiklað á stóru, en þó sýnir þetta ófullkomna yfirlit, hve drjúgan þátt kirkj- an hefur átt í menningu og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á liðnum öldum. En nú skulum við virða fyrir okkur ástandið í dag. Á síðustu áratugum hafa orðið gagngerðar breytingar á högum okkar Islendinga. Tækninni hefur fleygt fram. I svo að segja einu vetfangi hafa ger- breytzt þær aðstæður og viðhorf, sem staðið höfðu óhögguð öldum saman. Menn sjá ekki lengur landið sem traust og óhagganlegt um- hverfi, heldur sem skyndimyndir af landslagi út um glugga á vélknúnum faratækjum. Staðir, sem áður virtust í órafjarlægð, verða nú hver við annars hlið. Verk, sem áður virtust ófram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.