Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 30
22
STÚDENTABLAÐ
SIGURÐUR V. FRIÐÞJÓFSSON, stud. mag.:
Eigum við oð kaupa
okkur frið?
Frá 1918 til 1944 var 1. desember þjóðhátíð-
ardagur okkar Islendinga. Þann dag, 1918, náði
íslenzka þjóðin langþráðu og torsóttu marki í
frelsisbaráttu sinni. Til minningar um þann
sigur gjörði þjóðin daginn að hátíðisdegi og
helgaði hann frelsisbaráttu sinni.
17. júní 1944 vannst lokasigurinn í sjálfstæð-
isbaráttunni. Islenzka lýðveldið var stofnað.
Islendingar eignuðust nýjan þjóðhátíðardag. En
1. desember gleymdist ekki og mun aldrei
gleymast meðan íslenzk saga er til. Islenzkum
stúdentum, arftökum þeirra manna, er mest
og bezt höfðu barizt fyrir íslenzkum málstað í
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, var falið að
annast hann. Þeir gerðu hann að sínum há-
tíðisdegi.
A síðustu árum hafa heyrzt um það raddir
meðal stúdenta, að 1. desember eigi ekki leng-
ur að helga sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
Stúdentar eigi að helga hann sérhagsmunamál-
um sínum, gera hann að fjáröflunardegi,
merkjasöludegi. Róttækir stúdentar hafa jafn-
an staðið manna fastast gegn slíkri vanhelgun
dagsins. Þeir hafa aldrei svikizt undan merkj-
um í baráttunni fyrir bættum hag stúdenta, en
þeir gera sér ljóst, að annað er nauðsynlegra,
að stúdentar eiga við fleiri skyldur að rækja
en sjálfa sig.
1. desember er órjúfanlega tengdur sjálf-
stæðismáli okkar Islendinga. Hann á að vera
og má aldrei verða annað en baráttudagur fyrir
sjálfstæðri tilveru þjóðarinnar. Og hann á að
vera annað og meira en dagur minninga. Hann
verður á hverjum tíma að helgast vandamálum
líðandi stundar. Ekki er nóg að vita hvar skór-
inn kreppti að fyrir hundrað árum. Stúdent-
um sæmir ekki annað en horfast í augu við
staðreyndir og þeim ber skylda til að leggja
ótrauðir til baráttu, hvað sem í húfi er. Annars
væru þeir verfeðrungar.
Róttækir stúdentar gera sér ljóst hvaðan ís-
lenzku stjálfstæði stafar mest hætta í dag. Þeir
vita, að hin erlenda herseta í landinu er sú
meinsemd, er skera verður burt, ef þjóðin á
að geta lifað heilbrigðu menningarlífi. I kjöl-
far hersetunnar streyma erlend áhrif inn í
landið, efnahagsleg og andleg, og gegn þeim
verður að berjast og það til sigurs.
Undir forustu róttækra hefir meirihluti
stúdenta nú tekið höndum saman og samein-
ast til baráttu fyrir brottfluningi hins erlenda
hers úr landinu. Stúdentar með ólíkar skoð-
anir og lífsviðhorf hafa látið forn og ný deilu-
mál víkja til hliðar fyrir þessu höfuðmáli. Það
er nauðsynlegra og æðra öllu dægurþrasi. Og
1. desember helga stúdentar þessu máli svo sem
vera ber.
En þrátt fyrir þá einingu, sem náðst hefir,
standa alltof margir stúdentar enn aðgerða-
lausir utan þessarar baráttu, vitandi vits. Þótt
þeir sjái hættuna, sem þjóðinni er búin og
skynji nauðsyn skjótra aðgerða, kjósa þeir af
ýmsum annarlegum ástæðum að sitja hjá.
Sumir ganga jafnvel svo langt, að þeir ljá bin-
um erlenda málstað lið. Opnum augum svíkja
þeir sína eigin þjóð í tryggðum. Hvað veldur?
Sjúklegt hugarfar, ofmat eigin hagsmuna og
stundar gæða.
Það er nauðsynlegt, að þjóðin geri sér grein
fyrir því, að svo er málum komið, að ýmsir af
uppvaxandi menntamönnum hennar og verð-
andi andlegum leiðtogum, þora ekki að flíka