Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 22
14
STÚDENTABLAÐ
SKÚLI BENEDIKTSSON, stud. theol.,
formaður stúdentaráðs.
Sjálfstœðisbaráttan og stádentar
í dag minnast háskólastúdentar hins mikil-
væga og langþráða sigurs, er vannst í sjálf-
stæðisbaráttu íslenzku þjóðarinnar 1. desember
1918. Fyrsta desember er ekki minnst neins
lokaáfanga í sjálfstæðisbaráttunni, sá dagur er
í sögu okkar táknrænn fyrir ævarandi bar-
áttu hinnar íslenzku smáþjóðar fyrir fullveldi
sínu og sjálfstæði. Þann dag ber stúdentum að
gera hvort tveggja, líta yfir farinn veg og
hyggja að framtíðinni. I dag minnumst við
aldagamallar baráttu frumherjanna og unninna
sigra. I dag íhugum við og ræðum ástand og
horfur í sjálfstæðismálunum, setjum fram
stefnu okkar og kröfur um algert sjálfstæði
og fullveldi. Fyrsti desember er baráttudagur
að áliti allra þeirra Islendinga, sem telja, að
íslenzka þjóðin verði sjálf að standa vörð um
fullveldi sitt. Sú stefna að fela slíkt erlendum
stórveldum getur verið ákjósanleg þeim, er
vilja leggja árar í bát og lifa sem þægilegustu
lífi í friði og sátt við þá aðila, er kunna vilja
seilast hér til yfirráða og íhlutunar. En hún
er ekki hyggileg hverjum þeim, er ber ættjarð-
arást og þjóðarmetnað í brjósti. Ef nokkur vill
og getur verndað sjálfstæði okkar, þá er það
íslenzka þjóðin sjálf, öðrum er ekki fyrir því
trúandi.
Það eru ekki mörg ár liðin frá því, er vart
varð ágirndar erlendra hervelda á Islandi, til
afnota í styrjöld eða stríðsundirbúningi. En á
þeim fáu árum hefur mikið breytzt. Arið 1945
kom fyrst fram opinber krafa frá Bandaríkjun-
um um herstöðvar til 99 ára. Þegar þessi krafa
kom fram, hafði íslenzka þjóðin fengið nokkra
reynslu af hernámi og hersetu, en það hernám
hafði þó ekki staðið svo lengi, að það hefði
þegar lamað siðferðisþrek þjóðarinnar sem
miklu næmi. Málaleitan Bandaríkjanna var vís-
að á bug einróma, enginn Islendingur fekkst til
að mæla henni bót. Bandaríkin skiptu um að-
ferð, tóku aðra, lítið eitt seinvirkari, en ör-
uggari. Allir vita um árangurinn. Nú er banda-
rískur her hér á landi, og bíður eftir ímynduðu
stríði, sem enginn veit, hvenær á að koma. En
það sem undarlegast er, nú virðast þeir til og
ekki all fáir, sem mæla langvarandi erlendri
hersetu bót, telja hana jafnvel lífsnauðsyn. Tím-
að fundnar verði leiðir til þess að safna sam-
an orku í stórum stíi beint úr sólarljósinu.
Af töflunni er einnig ljóst, hversu litla orku
kjarnorkusprengjur gefa frá sér miðað við
orku þá, sem jörðin fær frá sólinni. Til þess að
framleiða jafn mikla orku þyrfti að sprengja
vetnissprengju á hverri sekúndu, en þrjár á
dag myndu nægja orkuþörf mannkynsins.
Af því, sem sagt hefur verið, er ljóst að enn
hefur ekki verið fundin leið til þess að tryggja
mannkyninu næga orku um ófyrirsjáanlega
framtíð. Orkuþörf mannkynsins fer stöðugt
vaxandi, en hagnýtanlegur orkuforði jarðar-
innar ætti þó að nægja enn í nokkur hundruð
ár. Ef dæma má út frá hinni öru tækniþróun
síðustu áratuga, virðist lítill efi á því, að fram-
búðarlausn verður fundin áður en tími þessi er
útrunninn, annaðhvort með nýjum aðferðum
til hagnýtingar kjarnorkunnar, ellegar stofnun
stórra orkuvera til hagnýtingar sólarljóssins.
Island stendur mjög vel að vígi hvað snertir
orkulindir. Það ræður yfir einum tvöhundrað-
asta hluta af virkjanlegu vatnsafli allrar jarð-
arinnar cg öðru eins af hagnýtanlegri orku í
hverum og laugum.