Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 23

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 23
STUDENTABLAÐ 15 arnir breytast og mennirnir með. En enginn hefði trúað þeirri breytingu á tímum og mönn- um, sem hefur orðið á þessum stutta tíma, ef honum hefði verið sögð hún fyrir árið 1945. Forsendur íslenzkra valdhafa fyrir undan- látsseminni við Bandaríkin voru þær árið 1951, að all ófriðvænlega horfði í heiminum og ör- yggi landsins væri í bráðri hættu. Ekki virtist hið nýja hernám eða undirbúningur hins banda- ríska hers á Keflavíkurflugvelli þó sanna slíkt. Fáeinar þúsundir hermanna voru settar á land, og hernaðarmannvirkjagerð hefur ekki verið flýtt meir en svo, að enn er hún skammt á veg komin, að því er virðist, miðað við þær fyrir- ætlanir, sem hinn bandaríski her hefur á prjón- unum. En nú eru samt þær blikur á himni í al- þjóðamálum, að forsenda herverndarsáttmál- ans, ef hún hefur nokkur verið annað en átylla og blekking, er ekki lengur fyrir hendi. Allt annað andrúmsloft virðist nú ríkja í skiptum stórþjóðanna á milli en árið 1951, og friðar- horfur fara batnandi með hverjum mánuðin- um, sem líður. Það er því ekki að ástæðulausu, að ýmsir þeir, er létu blekkjast af erlendum áróðri, þegar herinn var tekinn inn í landið, taka nú að endurskoða afstöðu sína. Sú er líka reyndin, að ýmsir þeir stjórnmálamenn, er greiddu atkvæði með herverndarsáttmálanum 1951, virðast nú álíta tíma til kominn, að ís- lendingar endurskoði afstöðu sína í þessum málum. Viðbrögð þjóðarinnar munu sýna, hvort hún lætur sér á sama standa, hvort erlendur her dvelst hér á landi um ófyrirsjáanlegan tíma eða eins lengi og hinu erlenda valdi þóknast, þá jafnvel til 99 ára eins og upphaflega var farið fram á. Vissulega hefur birt í lofti, kröfur um brott- för hins erlenda hei's gerast háværri og ein- dregnari. Það eru þó ekki aðeins batnandi friðarhorfur, sem hvetja menn til baráttu fyrir brottför hersins. Öllum hugsandi mönnum er það ljósara með degi hverjum, hversu geig- vænlegar afleiðingar langvarandi herseta hefur haft og mun hafa fyrir þjóðina, verði ekki breytt um stefnu. Að vísu hafa ýmsar stórfelld- ar umbætur orðið á framkvæmd herverndar- samningsins, síðan núverandi utanríkisráðherra Hinn bersögli er hataður Von er, að hræsnin hati mig, höfum við reynt að glima, nú er fyrir þreytta þig að þola lítinn tima. Bóhi-Hjálmar. tók við völdum, sem ekki var vanþörf á, og fleiri gagngerðar breytingar til batnaðar virð- ast vera í undirbúningi. Keflavíkurflugvöllur þykir lítt ákjósanleg uppeldisstöð íslenzkum æskulýð, er þangað leitar atvinnu eða félags- skapar. I sambandi við atvinnu á Keflavíkur- flugvelli hefur hinn erlendi her innleitt ill- ræmda atvinnukúgun og njósnir um pólitískar skoðanir, sem framkvæmdar eru með öryggis- ástæður að yfirskini. Andrúmsloftið á Kefla- víkurvelli einkennist af þessari starfsemi, njósnir og rógur setja svip sinn á hið daglega líf, og enginn, sem á sér óvildarmann á „æðri" stöðum hjá hernum, er öruggur um atvinnu sína. Þrátt fyrir allar umbætur á framkvæmd varnarsamningsins sannast það æ betur, að að- eins eitt úrræði dugar, aðeins eitt úrræði getur bundið enda á þróun spillingarinnar og það er brottför hins erlenda hers af landinu. I dag gera háskólastúdentar uppsögn her- verndarsamningsins og brottför hins erlenda hers úr landinu að aðal baráttumáli. Allir við- urkenna að dvöl erlends hers í landi okkar er skerðing á sjálfstæði og yfirráðarétti okkar á eigin landi. En hvort sem hinn erlendi her dvelst hér enn lengri eða skemmri tíma, þá má íslenzka þjóðin aldrei sætta sig við slíkt. Hinn erlendi her hefur sig aldrei á brott héð- an, ef hann telur sig hér velkominn um aldur og ævi og engum mótmælum er hreyft. íslenzk- um stúdentum ber að vera á verði, fylgjast með tímanum og verða ekki eftirbátar annarra ís- lendinga, þegar til átaka kemur í sjálfstæðis- baráttunni. Nú er hinn rétti tími til þess að hefja sókn í baráttu fyrir tafarlausri uppsögn herverndarsáttmálans og brottför hins erlenda hers. Með markvissri baráttu allra sannra ís- lendinga vinnst sá sigur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.