Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 27

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 27
STUDENTABLAÐ 19 Stúdentar frá Mennta- s\ólanum að Laugar- vatni vorið 1954. Fremri röð: Jóhannes Sigmundsson, Hörður Bergmann, Tryggvi Sigur- björnsson, Unnar Stefánsson, Sveinn Sveinsson. Aftari röð: Þórður Kr. Jóhannsson, Óskar Ólafsson, Víglundur Þ. Þor- steinsson, Árni Bergmann, Árni Ólafsson. Þetta eru fyrstu stúdent- arnir, sem Menntaskólinn að Laugar- vatni útskrifar. var það réttlætt með tvísýnum og ófriðvæn- legum horfum í heimsmálum. Ófært væri að landið yrði varnarlaust í hugsanlegum átökum stórveldanna, var sagt til að sætta þjóðina við hin grimmu örlög, sem hersetan hlýtur óhjá- kvæmilega að vera. Það má vera hverjum manni ljóst, hve geig- vænleg hætta er fólgin í langvarandi dvöl hers- ins í landinu fyrir allt sjálfstæði þjóðarinnar. Það fer ekki hjá því að hersetan hefur sín áhrif á landsbúa. Er það ekki dálítið ískyggilegt, hve amerískir siðir og tungutak ryður sér til rúms í daglegu tali þeirra manna, sem mest umgangast Ameríkumennina? Eg veit, að margir segja sem svo, að hinar margumtöluðu innri varnir þjóð- arinnar séu úr skorðum gengnar, og því sé ekki nema von, hvernig komið sé. En stað- reyndin er einfaldlega sú, að varla er við því að búast að veikgeðja sálir fái staðizt hina ris- miklu öldu amerískra áhrifa, sem flæðir inn yfir land okkar. Hefur það ekki löngum þótt aðalsmerki góðs Islendings að vilja halda við fornum siðum, óspilltum erlendis frá? Ber það ef til vill vott um íhaldssemi að vilja spyrna við fótum? Spurning dagsins í dag verður: Er ekki kom- inn tími til að segja herverndarsamningnum upp? Hvenær verður að teljast það friðvænlegt í heiminum að hægt sé að segja honum upp? Er ekki stundin einmitt komin? Þessar spurn- ingar og aðrar líkar hljóta að rísa nú í dag. Auðvitað er það mikils um vert að eiga vin- áttu annarra þjóða. En aldrei má sú vinátta verða of dýru verði keypt. Hún má ekki verða á kostnað frelsis og fullveldis landsins. Við verðum fyrst og fremst að treysta á sjálfa okk- ur til að vernda sjálfstæði landsins, ekki munu aðrir gera það betur. I dag, 1. desember, minnumst við merks áfanga í frelsisbaráttunni, áfanga, sem ekki varð náð án mikilla fórna, í baráttunni fyrir lífi og tilveru íslenzkrar þjóðar. I dag treystum við heit okkar við frelsi og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar, minnugir þess, ef við hvikum á verðinum um frelsi okkar, þá er ógæfan vís. Málið mjúka og ríka Ástkæra ylhýra tnálið og allri rödd fegra, hlíð sem að harni kvað móðir á hrjósti svanhvitu, móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð áttu eins og forðum mér yndi að veita. Jánas HaUgrímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.