Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 21
STÚDENTABLAÐ
13
sum hinna þungu efna, eins og t. d. blý, hafa
að geyma mikla orku, sem losna myndi ef hægt
væri að kljúfa kjarna efnisins. Blýkjarnarnir
eru þó svo stöðugir, að litlar líkur eru til þess
að hægt verði að fá þá til þess að klofna í stór-
um stíl. Aftur á móti eru úraníumkjarnar svo
óstöðugir, að engin vandkvæði eru á því að
fá þá til að klofna og framleiða mikla orku.
Úraníumkjörnum má líkja við snjóskafla hátt
í bröttum fjallahlíðum, sem lítið þarf við að
koma til þess að þeir fari af stað og myndi
snjóskriður niður hlíðarnar. Drunurnar frá
einni snjóskriðu geta jafnvel komið öðrum af
stað. Blýkjörnum mætti þá líkja við snjóskafla,
sem lægju litlu neðar í hlíðunum, en væru svo
fastir að stóra sprengju þyrfti í hvern þeirra
til að koma honum af stað. Ein snjóskriða
myndi þá aldrei draga aðrar með sér.
Raunverulega er kjarnaklofningu hjá úraní-
um haldið við fyrir milligöngu nevtróna, en það
eru agnir, sem losna úr atómkjörnum við ýmsar
kjarnabreytingar, þar á meðal kjarnaklofn-
ingu. Nevtrónan hefur enga rafhleðslu og á því
auðvelt með að komast inn í atómkjarna. Trufl-
un sú, sem nevtrónan veldur í úraníumkjarn-
anum nægir til þess að koma af stað klofningu,
en við það myndast nokkrar nevtrónur, sem
aftur rekast á aðra úraníumkjarna og svo koll
af kolli.
Úraníumklofning er nú orðin vel þekkt
kjarnabreyting, sem bæði getur gengið hratt
sem sprenging og hægt, að geðþótta þeirra,
sem því stjórna. Þegar er tekið að nota hana
til orkuvinnslu í stórum stíl, og á hún þar ef-
laust mikla framtíð fyrir sér. Þess ber þó að
gæta, að hér er ekki fengin nein óþrjótandi
orkulind, því að úraníumnámur eru takmark-
aðar. Sama gildir um þóríum, sem einnig má
nota á svipaðan hátt og úraníum. Efni þessi eru
þó veruleg viðbót við orkuforða þann, sem kol
og olía hafa að geyma. Kjarnorkuver geta
reynzt einkar vel í stórum skipum, sem sigla
á milli fjarlægra hafna, vegna þess að ckki
þarf að taka með eldsneyti og auka má farm-
inn að sama skapi. Einnig geta þau komið sér
vel í afskekktum byggðarlögum, þar sem erfitt
er um aðflutninga. Mikið óhagræði er að geisl-
un þeirri, sem kjarnabreytingunum fylgir, en
vegna hennar verða þykkir varnarveggir að
umlykja orkuverið. Með því er útilokað, að
hægt sé að nota orkugjafa af þessu tagi í lítil
farartæki.
Enda þótt alla þá orku, sem við notum, megi
rekja til kjarnorku í einhverri mynd, þá er þó
engan veginn svo, að bein notkun kjarnork-
unnar þurfi að vera eina von mannkynsins um
næga orku í framtíðinni. Til glöggvunar skulu
hér gefnar nokkrar tölur varðandi orkuþörf
og orkugjafa, en til þess að forðast mjög háar
tölur er orkan talin í þungaeiningum:
Orkunotkun mannkynsins .....................
Raforka frá vatnsvirkjunum .................
Orka allra virkjanlegra fallvatna...........
Orka sjávarfalla............................
Jarðhiti....................................
Orka sólarljóssins, sem fellur á yfirborð jarðar
Orka bundin í kolum og olíu ................
Orka einnar úraníumsprengju ................
Orka einnar vetnissprengju .................
Orka frá vatnsvirkjunum á íslandi ..........
Orka virkjanlegra fallvatna á Islandi ......
Jarðhiti hagnýttur á íslandi ...............
Orka hvera og lauga á Islandi ..............
Orka síðasta Helkugoss .....................
um 1 tonn á ári
12 kg á ári
250 kg á ári
um 0.5 tonn á ári
6 tonn á ári
30.000 tonn á ári
nokkur hundruð til nokkur þúsund tonn
um 1 g
um 1 kg
30 g á ári
1,4 kg á ári
20* g á ári
1 kg á ári
20 kg
Af þessu er ljóst, að virkjanir fallvatna geta
ekki fullnægt orkuþörf mannkynsins. Orka
sjávarfalla verður ekki hagnýtt nema að mjög
litlu leyti. Sama gildir um jarðhitann. Eini
stöðugi orkugjafinn, sem getur fullnægt orku-
þörf mannkynsins, er sólarljósið, en geislaorka
sú, sem fellur á 10.000 ferkílómetra myndi
nokkurnveginn samsvara núverandi orkuþörf.
Gallinn er að orkan er mjög dreifð og því erfitt
að hagnýta hana beint. Líklegt má þó teljast,