Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 15
STÚDENTABLAÐ
7
fíjörn Hennannsson, stud. jtir.
Stjórnir
stúdendaráðs
1953—54
jón Hnefill Aðalsleinsson, stud. theol.
Brynleifur Steingrímsson, stud. med. Sigurður V. Ftiðþjófsson, stud. mag.
Sigurður Guðmundsson, stttd. med.
arstofnanir þjóðveldisins enn við lýði. Það
hnigu því fáar aðrar stoðir undir jarlsdæmi á
Islandi á því herrans ári 1262 en það lið, sem
Gissur jarl gat boðið út, og sveit jarls hefur
varla verið þétt skipuð þá, úr því að hann
þurfti að fara bónarveg að þingheimi. Af tryggð
við Gissur er ákvæðið um jarlinn tekið inn í
sáttmálann, en greinirinn aftan við titilinn
virðist gefa til kynna, að bændur ætli að létta
á fóðrum, þegar Gissur fellur frá. Héðan í frá
leituðust Islendingar við að neyta þess, að höfð-
ingi þeirra sat víðs fjarri og átti löngum óhægt
um vik að vanda mjög um siðu manna, meðan
honum tókst ekki að koma hér erlendum höfð-
ingjum til yfirsóknar. Með Gamla sáttmála
hefst því alþingi og aðrar fornar stjórnarstofn-
anir til nýs vegs og virðingar hjá fólki. En við
verðum að hafa það hugfast, að nú hefst við-
námstímabil í íslenzkri sögu, stjórnarfarsleg
grósku- og þroskaskeið eru liðin; þjóðin eyðir
orku sinni í andspyrnu gegn erlendum yfir-
gangi og þroskar baráttuleikni sína, en reisn
sjálfstjórnar og sjálfræðis er að mestu horfin.