Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 46

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 46
38 STÚDENTABLAÐ ÁnnéSI Háskólons Háskóli íslands var settur fyrsta vetrardag að viðstöddum forseta íslands, fulltrúum erlendra ríkja og fleiri tignarmönn- um. Hátíðin hófst með því, að Dómkirkjukórinn og Guð- mundur Jónsson fluttu kafla úr háskólakantötu Páls ísólfssonar við háskólaljóð Þorsteins Gíslasonar undir stjórn tónskáldsins. Síðan flutti rektor magnificus, dr. Þorkell Jóhannesson, setningarræðu sína. Forseti heimspekideildar, dr. Einar Olafur Sveins- son, kunngerði, að deildin hefði sæmt Árna Friðriks- son dokorsgráðu. Að lokum ávarpaði rektor nýstúdenta og afhenti þeim háskólaborgarabréf. Er vonandi að það verði gert á sal eftirleiðis. Enginn vísindalegur fyrirlestur var fluttur á háskóla- hátíðinni að þessu sinni. Rektorsskipti. í haust lét dr. Alexander Jóhannesson af störfum sem rektor háskólans, en við tók dr. Þorkell Jóhannes- son. Dr. Alexander hefur verið rektor oftar og lengur en nokkur annar maður. Liggja til þess þær ástæður, að hann hefur reynzt allra manna ötulastur í baráttunni fyrir vexti og viðgangi háskólans, og honum er manna mest að þakka, hve mörg og stór spor hafa verið stigin á undanförnum árum til að skólinn gæti sinnt með sóma hlutverki sínu bæði sem vísinda- og kennlustofn- un. Hinn nýja rektor bjóða stúdentar velkominn til starfa. Heiðursdoktorskjör. 2. júní s. 1. samþykkti guðfræðideild með samþykki háskólaráðs, að sæma biskupinn yfir íslandi, Ásmund Guðmundsson nafnbótinni doctor theologiae honoris causa. 15. okt. s. 1. samþykkti heimspekideild að sæma Árna Friðriksson mag. scient nafnbótinni doctor phil. honoris causa í viðurkenningarskyni fyrir afrek hans á sviði fiskirannsókna. Doktorspróf. 12. des. s. 1. varði Guðni Jónsson skólastjóri doktors- ritgerð sína, „Bólstaðir og búendur í Stokkseyrar- hreppi‘.‘ Andmælendur af hálfu heimspekideildar voru próf. dr. Þorkell Jóhannesson og dr. Björn K. Þór- ólfsson. Bjarni Jónsson læknir flutti doktorsvörn 14. febr. s. 1. Nefnist ritgerð hans: „Studies on Hibb’s Spine Fusion in the Treatment of Scolosis“. Andmælendur af hálfu læknadeildar voru próf. dr. Snorri Hallgrímsson og dr. Gísli Fr. Petersen. Halldór Halldórsson dósent flutti doktorsvörn 12. júní s. 1. Heitir ritgerð hans: íslenzk orðtök. Andmæl- endur af hálfu heimspekideildar voru prófessorarnir dr. Alexander Jóhannesson og dr. Einar Ól. Sveinsson. Próf. Gylfi Þ. Gíslason varði doktorsritgerð við há- skólann í Frankfurt í september. Heitir ritgerðin: Die Entwiklung und Problematik der islandischen Wáhrungspolitik und i'hre mitschaftlichen Grundlagen. Prófessor honoris causa. Forseti íslands hefur að tillögu menntamálaráðuneyt- isins sæmt Pétur Sigurðsson háskólaritara prófessors- nafnbót. Hefur Pétur gegnt starfi háskólaritara í aldar- fjórðung og jafnframt unnið að fræðistörfum. Stúdentaráðskosningar fóru fram 30. okt. s. 1. Var kosningabaráttan hörð og komu 7 blöð út fyrir kosningar. Hámarki náði kosn- ingahríðin kvöldið fyrir kjördag, en þá var haldinn framboðsfundur. Úrslit kosninganna urðu þau, að A- listi, borinn fram af Félagi frjálslyndra stúdenta og Stúdentafélagi lýðræðissinnaðra sósíalista hlaut 119 at- kvæði og tvo menn kjörna, Skúla Benediktsson, stud. theol., og Vilhjálm Þórhallsson, stud. jur., B-listi, listi Þjóðvarnarfélags stúdenta hlaut 80 atkvæði og einn mann kjörinn, Björn Ólafsson, stud. polyt., C-listi frá Félagi róttækra stúdenta hlaut 125 atkvæði og kjörna Jón Böðvarsson, stud. mag. og Árna Björnsson, stud. mag. D-listi frá Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta hlaut 283 atkvæði og kjörna Sverri Hermannsson, stud. oecon., Jónas Hallgrímsson, stud. mag., Ragnhildi Helgadóttur, stud. jur. og Ingólf Guðmundsson, stud. theol. Hið nýkjörna stúdentaráð skipti með sér verkum og var Skúli Benediktsson kosinn formaður, Jónas Hallgrímsson ritari og Árni Björnsson gjaldkeri. Rússar innrituðust í haust sem hér segir: Guðfræðideild 11, læknisfræði 38, lögfræði 12, viðskiptafræði 27, íslenzk fræði 12, heimspeki og B. A. 72 og verkfræði 10. Sam- tals eru rússar því 182. Convivium depositurorum fór fram 25. okt. s. 1. Magister bibendi var próf. Pétur Sigurðsson háskólaritari. Dr. Sveinn Þórðarson skólameistari flutti ræðu, María Markan söng, Björn Þórhallsson, stud. oecon., fagnaði rússum, en Othar Hansson, stud. oecon. þakkaði fyrir þeirra hönd. Stúdentafélag Háskólans stóð fyrir gildi þessu, svo sem venja er til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.