Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 38

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 38
30 STUDENTABLAÐ STEFÁN KARLSSON, stud mag.: „Allt er óhægra að leysa en binda" 1. desember 1918 var íslenzki fáninn í fyrsta skipti dreginn að hún sem fáni fullvalda ríkis. Þennan dag mátti heita, að sjálfstæðisbaráttunni við Dani væri lokið. Islendingar áttu það við sjálfa sig að búa svo í haginn, að þeir væru þess reiðubúnir að taka öll mál í sínar hendur, jafnskjótt og segja mætti sambandslagasáttmál- anum upp. Lýðveldi var stofnað 1944, og 17. júní er nú þjóðhátíðardagur Islendinga, en 1. desem- ber má samt ekki falla í gleymsku. Islenzkir stúdentar stóðu um hríð fremstir í flokki í sjálfstæðisbaráttunni og mátu þá ein- att meira hugsjón sína en embættisvon og aura. Þess vegna hefur 1. desember verið falinn í umsjá stúdenta, og skylda þeirra er að halda hann hátíðlegan sem þjóðfrelsisdag, en freistast ekki til þess að gera hann að stéttarlegum stúdentadegi hliðstæðum frídegi verzlunar- manna. 1. desember er dagur mikilla minninga, en við megum ekki láta okkur nægja, að minnast þess, sem vel var gert fyrr á árum. Slíkan dag ber framar öllu að hyggja í eigin barm, hug- leiða og ræða það, sem við teljum, að standi íslenzku sjálfstæði fyrir þrifum einmitt nú. Skyldu baráttumenn liðins tíma ekki hafa búizt við öðru af frjálsri þjóð? Skyldu þeir ekki hafa búizt við meiri reisn af þjóðinni sjálfri, meiri samvizkusemi ráðsmanna þjóðar- búsins, meiri virðingar á unnum sigri? Lýðveldi var stofnað, meðan grimmilegustu átök heimsstyrjaldarinnar fóru fram og landið var setið fjölmennum erlendum her. Þó var að birta í lofti. Það brakaði í máttarstoðum ógn- arveldis nazista, og þar kom, að það hrundi. Islendingar væntu þess nú sem von var, að Bandaríki Norður-Ameríku yrðu þegar í stað á braut með her sinn úr landinu, eins og um var samið, en þær vonir brugðust hrapallega. I stað þess óskuðu Bandaríkin fáum mánuðum eftir stríðslok eftir að fá leigðar herstöðvar í landinu til 99 ára. Vegna eindreginnar and- stöðu þjóðarinnar var kröfum þessum hafnað, en herinn sat þó sem fastast, unz Bandaríkja- menn höfðu tryggt sér með samningi afnot Keflavíkurflugvallar. En var ekki fráleitt að gera slíkan samning við ríki, sem þá þegar hafði sýnt, að það virti ekki gerða samninga? Arin liðu, fjármál okkar fóru í ólestri, og reynt var að hressa upp á með því að þiggja ölmusu vestan um haf í ríkara mæli en flestar aðrar þjóðir, sem þó áttu um sárt að binda vegna styrjaldarinnar. Við það dró sárlega úr viðnámi ráðamanna gegn erlendri ásælni, og næsta skrefið var stigið: ísland gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu, þrátt fyrir skýlausa yfirlýsingu um ævarandi hlutleysi 1918. Fjölmargir urðu til þess að mótmæla þess- um aðgerðum harðlega, en ráðamenn sinntu því engu. Þeir lýstu því hins vegar yfir margsinnis í heyranda hljóði, að fullt tillit yrði tekið til sérstöðu Islendinga sem fámennrar þjóðar og óvígbúinnar og þá einkum, að hér yrði ekki herseta á friðartímum og ekki herskylda. Það skaut nokkuð skökku við, að þjóð, sem ekki ætlaði að taka á sig þessar kvaðir, hafnaði hlut-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.