Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 26

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 26
18 STUDENTABLAÐ VILHJÁLMUR ÞÓRHALLSSON, stud. jur. Fullveldi - 1. desember Þessi tvö hugtök, sem ég nefni hér að ofan, eru í hugum íslendinga svo nátengd hvort öðru, að annars verður ekki getið nema á hitt sé minnzt. Við þau tengja Islendingar sögu alda- langrar frelsis- og fullveldis- baráttu — baráttu, þar sem kynslóð eftir kynslóð lagði fram fræknustu og beztu syni sína. En aldrei þótti frelsi og fullveldi of dýru verði keypt, né til of mikils kostað. Nei, maður kom í manns stað. Bar- áttan hélt áfram. Ekkert lát né undanhald varð á. Merki frels- is og fullveldis var borið fram til sigurs. Mörgum áföngum var náð í sjálfstæðisbaráttunni áður en fullur sigur vannst, stofnun lýðveldis á íslandi 1944. Sá áfangi, sem mikilvægastur verður að teljast í lokasókn- inni að fullu og óskoruðu sjálf- stæði Islands, náðist með sam- bandslögunum frá 1. desember 1918. Með sambandslögunum vorum við komnir yfir einn torfærasta hjallann á langri og erfiðri leið. Það er því ekki að ófyrirsynju, að Islend- ingar tengja bjartar og fagrar minningar við 1. desember. Þann dag er okkur ljúft að fagna frelsi og fullveldi. Þá minnumst við með várð- ingu þeirra manna, sem stóðu í stafni í sjálf- stæðisbaráttunni, þeirra manna, sem ótrauðir og eljusamir leiddu þjóðina í gegn um langa og stranga baráttu fyrir sjálfsögðum og eðli- legum rétti hennar til að lifa frjáls og óháð í eigin landi. Jafnframt höfum við oftlega þann dag bundizt heitum um að hvika hvergi fyrir Vilhjálmur Þórhallsson. seilingaráformum erlends valds til íhlutunar um íslenzk málefni. íslenzkir stúdentar hafa jafnan haldið 1. desember hátíðlegan. Þeir hafa gengizt fyrir hátíðahöldum þann dag, ræðu- höldum, útgáfu blaðs o. fl. Á þennan hátt minnast stúdentar og fagna fengnu fullveldi 1. desember 1918. Þá þykir rétt að rifja upp sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Harma lok þjóð- veldisins og hverja skerðingu á sjálfstæði þjóðarinnar. Þá er og getið þess,. sem vel hefur verið gert á liðnum öldum og heiðruð minning þeirra, er lögðu sig alla fram og spöruðu sig hverji, þegar frelsi og til- vera þjóðarinnar var í veði. En hin glæstu afrek feðra okkar mega ekki villa okkur sýn í hrifningu augnabliksins. Okkur dugar ekki að horfa um of á „feðranna frægð". Við lif- um ekki í fortíðinni. Og ckki megum við heldur gleyma morgundeginum. Honum verðum við alltaf að vera viðbúin. Jafnframt því sem stúdentar minnast og fagna unnum sigrum nú í dag, þykir sjálfsagt að íhuga, hvernig högum þjóðarinnar er kom- ið, hvort sjálfstæði landsins sé tryggt. í dag dvelst fjölmennt lið bandarískra verka- manna og hermanna á Islandi samanborið við fámennið hér. Vopnaburður og hermennska hefur löngum verið íslendingum móti skapi. Þeim mun and- stæðara hlýtur það að vera þeim, að hér dvelst nú erlendur her. Þegar varnarliðið kom hingað á sínum tíma,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.