Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 12
STUDENTABLAÐ BJÖRN ÞORSTEINSSON: Síðustu ákvæði Gamla sáttmála Nokkrar hugleiSingar. að nokkru 1. des.; hins vegar hef ég reist mér þann hurðarás um öxl að birta hér nokkrar hugleiðingar um heimsfurðuskjalið Gamla sátt- mála, eða síðustu greinar þess. Heimsfurðuskjal. I Danmerkursögu Eriks Arups (Danmarks Histcrie II. b. 1932, bls. 162) segir: Gamli sátt- máli er algjörlega einstætt pólitískt skjal jafn- vel á 13. öld, sem var þó mesta þjóðfrelsisöld í stjórnmálum, allt fram til þess að franska bylt- ingin hóf upp merki hennar. I allri veraldar- sögunni er varla hægt að finna neitt annað dæmi þess, að frjáls þjóð í nauðum stödd hafi haldið svo hátt merki frelsis síns og sjálfstæðis allt til lokaákvæða samningsins um uppsagnar- skilyrði hans einmitt á því augnabliki, þegar hún áleit sig þó nauðbeygða til þess að leita stjórnmálasambands við aðra þjóð. Orðanna hljóðan í sjálfum Gamla sáttmála sýnir það bezt, að Island var sjálfstætt, norrænt ríki og íslendingar sjálfstæð, norræn þjóð, og um alla framtíð mundi hún halda áfram að vera það". Þessi ummæli hins fjölvísa prófessors eru ærið athyglisverð. Hann átti sæ.ti í sambands- laganefndinni 1918 af Dana hálfu til þess að sanna sögulegan rétt þeirra til yfirráða á ís- landi. Arup reyndist svo mikill og fágætur vís- indamaður, að hann falsaði aldrei eða hagræddi staðreyndum þjóð sinni til framdráttar. Þegar honum varð íslenzk saga kunn, dáðist hann að henni og studdi oft málstað íslendinga. E. Arups hefur verið að litlu getið hér á landi enn sem komið er, og það er ekki ætlun mín að rita hér síðborin eftirmæli þess ágæta drengs og mikla fræðimanns, þótt mér finnist það vel við eigandi, að íslenzkir stúdentar minnist hans Ólík sjónarmið. Gamli sáttmáli ætti að vera íslendingum svo kunnur, að óþarft væri að eyða dýrmætu rúmi blaðs þessa í að birta hann hér í heild. Þessi sáttmáli er samningur, sem Islendingar gera við konung Norðmanna; þeir heita að gjalda honum skatt, en kref jast hins vegar margs kon- ar réttinda af konunginum, og sáttmálanum lýkur á þennan hátt: Jarlinn viljum vér yfir oss hafa, meðan hann heldur trúnað við yður, en frið við oss. Skulum vér og vorir arfar halda með yður allan trúnað, meðan þér og yðar arfar halda við oss þessa sáttargjörð, en lausir, ef hún rýfst að beztu manna yfirsýn". Það skín hvorki auðmýkt né þrælslund út úr greinum Gamla sáttmála, heldur sjálfsvirð- ing og festa. íslendingar játuðust að vísu undir konung, ,,en þeir höfðu tekið sér hann eftir gömlum reglum ættasamfélags, er kýs sér kon- ung og getur sett hann af, ef hann rýfur þann sáttmála, sem gerður hefur verið. Konungur- inn var ekki settur yfir ísland af guðs náð eins og í Noregi. Hann var viðurkenndur sem æðsti embættismaður, er hægt var að segja upp, ef hann héldi ekki trúnað við almenning. Þannig er Gamli sáttmáli mótaður af aldagömlum stjórnmálaþroska þjóðveldisins" (Einar OI- geirsson: „Ættasamfélag og ríkisvald bls. 274—75). Islenzka þjóðveldið, sem gerði Gamla sátt- mála, var svo sérstætt að menningu og stjórn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.