Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 15

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 15
STÚDENTABLAÐ 5 Stúdentar író Verzlunarskóla íslands 1957 þess að afla efnisgæða, verður það heildinni til góðs, þegar til lengdar lætur. Vélaöld hófst undir þessu merki og undir reið alda þeirrar skoðunar á lögmáli þróunarinnar, sem ruddi sér til rúms um sama leyti, að drifhvöt hennar sé barátta fyrir tilverunni, þar sem hinn sterkari stjakar hinum veikari og sá lifir, sem hæfastur er. Af þessum „rétti“ lífsins sjálfs helg- aðist frelsi einstaklinga og þjóða til þess að taka af þeim, sem af litlu höfðu að má, jafnvel það, sem þeir höfðu. Þar kom að öreigalýður Evrópu tók upp bar- áttu á grundvelli reglunnar um rétt hins sterkara og samtök hans reyndust þeirri baráttu vaxin. Nýlendu- þjóðir vöknuðu síðar, barátta þeirra stendur yfir enn. Hin frjálsa keppni leiddi til þess, að þjóðfélögin skiptust í öndverðar fylkingar, sem stefndu að því að verða ríki í ríkinu eða ná ríkisvaldinu undir sig. Oflug samtök komu í stað einstaklinga. Þar með hafði hin frjálsa samkeppni gengið sér til húðar. Flest vestræn mannfélög hafa jafnað metin til muna í efnalegu tilliti. En þar hlaut að koma til kasta ríkis- ins. Það gerist æ umsvifameira, einnig á menningar- legum sviðum, til þess að samræma og jafna úrkosti og aðstöðu þegnanna til menntunar og þroska. Það tekur og vaxandi ábyrgð á högum og kjörum þeirra, sem sæta áföllum og geta ekki séð sér farborða. Og því stórvaxnari og dýrari sem auðnámstækin verða og svigrúm þrengist vegna opinberrar íhlutunar fyrir einstaklinga til auðsöflunar, því meir tekur til ríkis- ins um atvinnurekstur, beinlínis og óbeinlínis. Hvort sem menn telja þessa þróun æskilega eða ekki, þá er hún óhjákvæmileg. Raunar verður ekki um það deilt, að margt í henni sé æskilegt og sjálf- sagt, svo sem það, að þjóðarheildin taki ábyrgð á lágmarksmenntun og lágmarksöryggi þegnanna. En hættan er sú, að ríkisvald hefur alltaf tilhneig- ingu til þess að verða takmark í sjálfu sér. Það er aldagömul kenning (Aristoteles), að frumlögmál rík- isins sé necessitas, þ. e. a. s. ríki getur ekki tekið til- lit til neins nema eigin hagsmuna. Þetta sjónarmið hefur verið og er allsráðandi í milliríkjaskiptum. Það ríkir líka í flokkaviðskiptum í lýðræðislöndum. Og eins og hollenzki hugsuðurinn J. Huizinga bendir á, er ofvöxtur pólitískrar starfsemi og hlutsemi eitt mesta átumein nútímans. Stjórnmálasamtök bera menningarlega starfsemi ofurliði, samtímis því, að stjórnmálabaráttan er bæði inenningarlaus og sið- laus. Pólitík er nærsýn, miðar við skjótan árangur. Menningarleg starfsemi er langsýn og miðar við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.