Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 42

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 42
32 STÚDENTABLAÐ nýgræðinginn og sparka upp grassvörðinn. Þetta er framtíðin, framtíð hinna skammsýnu. Sagan um græðgina í fiskinn, svo að stefndi til þurrðar á mið- unum, er að endurtaka sig með sauðfé á afréttar- löndum. En þar verður erfiðara að færa út land- helgismörkin. Við vitum lítið um frjósemi íslenzku heiðanna annað en, að sauðfé okkar heldur til þar á sumrin og kemur þaðan oft í góðum holdum á haust- in. Og því þá ekki að reka ennþá fleiri á afrétt, unz aðeins kemur smælki í leitirnar, eins og gerðist með fiskinn? Munurinn er þó samt nokkur. Sjórinn fer ekki burtu — en soltið eða hálfsoltið fé er viðbúið, að gangi svo nærri grassverðinum, að hætta verði á, að hann springi og moldina smám saman blási svo eða hún skolist burtu. Landið fýkur. Lítum á upplönd Arnes- og Rangár- vallasýslna. Sé moldin ekki þegar fokin, er hún á góðri leið, sennilega fyrst og fremst vegna ofbeitar liðinna alda. En við skulum ekki halda, að þetta séu tvö einstæð dæmi, síður en svo. Förum vestur um land, norður og austur. Alls staðar blasir sama mynd- in við, moldarbörð og berar klappir, landeyðing og jafnvel landauðn sums staðar. Ein skemmtilegustu sveita í nágrenni Reykjavíkur er norðan Þingvallavatns og sunnan. Það eru aðeins rúmlega 50 ár síðan enn var talað um skóg í þeirri sveit. Og í dag? Lágvaxið og rytjulegt birkikjarr, þar sem bezt er, moldarflög og gróðursnauðir melar annars staðar. Enn sjáum við árangur þúsund ára búskapar á íslandi. Enn í dag sést sama hjarð- mennskan og fyrr á öldum. Sama rányrkjan. Sami hugsunarhátturinn: Við lifum ekki um aldur og ei- lífð. Já það má nú segja, að menn lifi hér fyrir líðandi stund. Framsýni og víðsýni, það er það, sem vantar. Menn verða að hugsa öld, jafnvel aldir fram á við. í þúsund ár hefur menning þróazt í þessu landi. Hún getur vel þróazt í önnur þúsund ár. Hver veit? En varðveitum við ekki moldina, glötum við menningu okkar og fólkinu líka. Fólkið flýr til betri lífskjara jiangað, sem rányrkju heimsins hefur ekki enn tekizt að verða náttúrunni yfirsterkari. Við verðum að hverfa frá hjarðmennsku til nútím- ans, hverfa frá rányrkju og ofbeit — hefja land- græðslu, ekki aðeins garðyrkju, heldur landgræðslu í stórum stíl. Við verðum að fá hina fullkomnustu þekkingu meira í þjónustu okkar. Moldin okkar gefur FRÁ RITNEFND Að þessu sinni er engin grein um handritamálið í Stúdentablaði 1. desember. Islendingar eru ein- huga í handritamálinu, og virðist nú skriður vera að komast á það í Danmörku. Ritnefnd taldi því ekki rétt, að skrif yrðu um handritamálið í þessu blaði, enda hafa stúdentar áður reifað þetta mál í blaði sínu mjög rækilega og ríkisstjóm Danmerkur nú tekið málaleitan Islendinga um lausn handrita- málsins til meðferðar. Engu að síður taldi einn nefndarmanna, Unnar Stefánsson, að -ritað skyldi um handritamálið í blaðið. Ritnefnd telur rétt að geta þess, að fullt sam- komulag varð ekki í nefndinni um efni þessa blaðs. Tveir nefndarmanna, Finnur Hjörleifsson og Unn- ar Stefánsson, lögðu til, að blaðið yrði helgað sjálf- stæðismálum íslendinga með sérstöku tilliti til er- lendrar hersetu á Islandi og yrði ólíkuni sjónar- miðum í málinu veitt jafnt rúm. Aðrir nefndar- menn töldu áhugaleysi ríkja um þetta mál meðal stúdenta og forystumanna þjóðarinnar og vísuðu tillögunni því frá, en lögðu síðan til, að blaðið fjallaði einkum um akademískt frelsi, ritfrelsi og önnur svið andlegs frelsis og mannréttinda. Var það samþykkt án mótatkvæða. Ekki náðist alger eining um alla þá, er rita skyldu í hlaðið. Að öðru leyti hefur samvinna nefndarinnar verið lýtalaus. Ritnefnd þakkar öllum þeim, sem greinar skrifa í blaðið eða stuðlað hafa að útkomu þess á annan hátt. Sérstaklega þakkar nefndin starfsliði Prent- smiðjunnar Hóla hf. lipurt og gott samstarf. enn af sér svipuð verðmæti og sjórinn kringum land- ið. Við verðum því að fara varlega með hana, sýna henni alúð og umhyggju, kynnast eðli hennar og eiginleikum ekki síður en sjávarins, moldin stendur okkur jafnvel ennþá nær. Gleymum við uppruna okk- ar, er menningu okkar og sjálfstæði hætta búin, því að: „Af moldu ertu kominn, að moldu skaltu aftur verða.“ Stórþjóðirnar í austri lifa á fornri frægð; við er- um aðeins smáþjóð, en — við lifum líka á fornri frægð. Vöknum, hefjumst handa, klæðum landið grösum og skógi á ný. Landið fýkur undan fótum okkar. Stöndum vörð um íslenzka mold og íslenzka menn- ingu. Heill íslands er í veði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.