Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 21

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 21
STÚDENTABLAÐ 11 RAGNAR JÓHANNESSON cand. mag.: hlan hú chíjÍhh Cjamla Cjalð Ég hafði haldið, að nú á dögum létu menn ófúsir merkisafmæli fram hjá sér fara, án þess að stofna til nokkurs mannfagnaðar, ekki sízt þegar gild átylla gefst til þess í stúdentahópi að koma saman og sitja eina kvöldstund yfir rjúkandi púnskollum. En svo virðist þó sem stúdentar séu fráhverfir orðnir púnsi og afmælisveizlum, því að fyrir skömmu létu þeir hjá líða að minnast með nokkurum hætti merkilegs afmælis í sögu íslenzks stúdentalífs. Haust- ið 1954 voru liðnir réttir tveir áratugir síðan fyrsta stúdentaheimili á íslandi, Gamli Stúdentagarðurinn, tók til starfa. Háskólastúdentar hafa vafalaust átt mjög annríkt þá dagana við það þjóðþrifastarf að draga hvern annan í pólitíska dilka vegna árlegra nefndakosninga; en víst er um það, að þeir gleymdu að minnast, svo sem verðugt var, afmælis Gamla Garðs og þess mikla átaks, sem fyrirrennarar þeirra gerðu í félagsmálum stúdenta fyrir nokkrum áratug- um. Ludvig Guðmundsson og samherjar hans sóuðu nefnilega tíma sínum og kröftum í þetta starf, en skildu ekki eins vel nauðsyn þess að togast á um það, hvernig stjórnmálaflokkarnir í landinu skiptu með sér fulltrúum í Stúdentaráði né pexa um það, hverjir flytja skuli skálaræður 1. desember. Þó hafa nöfn þessara brautryðjenda og hugsjónamanna orðið líf- seigari í sögu Háskólans og stúdenta en margra þeirra, sem hæst gólu á pólitískum samkundum. Mér er það löngum minnisstætt, er ég kom fyrst að dyrum Gamla Garðs. Þá var grár og gustkaldur haustmánaðardagur, þegar útsynningsélin eltu hvert annað yfir nesin og melana. Þarna stóð þetta nýja, stílprúða hús eitt sunnan Hringbrautar. Það var ekki opið, svo að við komumst ekki inn í það skiptið, þótt við værum fullir eftirvæntingar. Enn var Garðurinn ekki tekinn til starfa. Við urðum því að láta okkur nægja að ganga í kringum hann, og það var hálfgerð svaðilför, því að þá voru þar engar fágaðar stein- stéttir og grónar grundir. Menn óðu aur og leðju í ökkla og mjóalegg. En fáum dögum síðar streymdu fyrstu stúdentarn- ir inn á Garð, sem átti eftir að verða flestum þeirra kært heimili um lengri og skemmri tíma. Viðbrigðin voru geysileg. Áður höfðu fátækir stúdentar orðið að búa við lélegt leiguhúsnæði hingað og þangað út um bæ, oft dimmt og kalt, og ódýrt fæði einhvers staðar á matsölum. Lítill glæsibragur var yfir því stúdentalífi, en það sem verra var: Oft vildi heilsuleysið og tær- ingin fylgja stúdentinum inn í hið óhentuga húsnæði, — eða bjó hún þar kannski fyrir? Garður var sannkölluð Paradís í augum margra stúdenta, þegar hann tók til starfa: Stór og hlý her- bergi, vel búin nýtízku húsgögnum, notaleg matsala, glæsilegur samkomusalur og fimleikasalur, allt undir einu þaki, fyrir lágt verð. Mörgum brá notalega við, og fá stúdentar nú líklega vart skilið til fulls hversu mikill griðastaður Garður varð mörgum stallbræðr- um þeirra þá. Ég man eftirvæntinguna, þegar við gengum um Garð í fyrsta sinn. Allt var nýtt, hreint og fágað. — Þá var á Garði ný tegund af rúmum, snotur járnrúm, sem voru bekkir á daginn, en rekkjur um nætur; var rúminu snúið við með vissum handtökum, eftir því hvort rúmfötin áttu að vera ofan á eða undir. Þrátt fyrir það, að Kjartan dyravörður væri ólatur að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.