Stúdentablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 18
8
STÚDENTABLAÐ
Háskólinn, en þó fyrst og fremst hagsmunamál
stúdenta, voru baráttumál okkar. Pólitíkina diskuter-
uðum við á „mensa“ og í stúdentafélögunum, Stúd-
entafélagi háskólans og í Stúdentafélagi Reykj avíkur.
— Þér voruð formaður Stúdentagarðsnefndarinn-
ar?
— Já, fyrstu fimm árin, en þá tók ég við stjórn
Alþýðuskólans á Hvítárbakka.
— Hvernig brást almenningur við Garðmálinu?
— Þegar í byrjun var okkur ljóst, að til þess að
ná eyrum og aurum almennings var nauðsynlegt að
gera þetta mál, — og önnur mál, sem við höfðum á
prjónunum, — að lands- og þjóðarmálum. Haustið
1922 hófum við því mikla áróðursherferð, sem stóð
árum saman. Við höfðum forystu um hátíðahöld á
fullveldisdeginum, 1. desember. Við stofnuðum til
voldugs happdrættis til ágóða fyrir stúdentagarðinn.
Kjörorðið var: Leggið stein í stúdentagarðinn! í
maí 1923 gerðum við út leiðangur umhverfis land.
Við fórum með „Esju“ gömlu, sem þá var glæný,
fyrstu strandferð hennar, ef ég man rétt. Mestan
hluta leiðar vorum við þrír saman, núverandi rektor
háskólans var einn í hópnum. Allir vorum við brenn-
andi í andanum! „Esja“ sleikti upp ótal hafnir, smá-
ar sem stórar. Alls staðar boðuðum við akademikera
og annað fínt fólk til fundar við okkur og fluttum
hinn nýja fagnaðarboðskap.
— -----Margt fleira ræddi ég við Lúðvíg um
starfsemi stúdenta á þriðja tugi aldarinnar, en hann
kom þar víða við, svo sem kunnugt er. Hann stofnaði
t. d. Upplýsingaskrifstofu stúdenta og stýrði henni í
17 ár, fyrst 1920—1927 og síðar í tíu ár, eftir að
hann fluttist aftur til bæjarins 1938. Saga upplýsinga-
skrifstofunnar er merkileg saga, en hún er enn
óskráð. Með henni opnaði Lúðvíg íslenzkum stúd-
entum námsleiðir vítt um lönd, en fram til þess tíma
höfðu nálega allir íslenzkir stúdentar, sem utan fóru,
lagt leið sína til Hafnar og hafnað þar. Til þess að ná
marki sínu fór Lúðvíg margoft utan og ferðaðist um
mörg lönd, heimsótti háskóla og aðrar mennta- og
fræðastofnanir, aflaði sambanda og viðaði að sér
kynstrum af alls konar upplýsandi gögnum. — Lúð-
víg stofnaði lánasjóð stúdenta hinn eldra, með fimm-
tíukalli, sem hann sníkti út úr móður sinni. Sá fimm-
tíukallinn bar ríkulegan ávöxt.
Um síðir manna ég mig upp til að víkja að ýmsu,
er mér nú liggur þungt á hjarta. Og mig langar að
heyra álit Lúðvígs á akademísku frelsi, hvort honum
finnist rétt vera að setja á stúdenta leikfimiskyldu,
tímasóknakvaðir, misserapróf og allar þær ógnir aðr-
ar, sem við látum okkur detta í hug, að þessir ótta-
legu prófessorar hugsi um dag út og dag inn, þegar
þeir ættu að sitja við að semja kennslubækur eða
stunda fræði sín.
— Hvað álítið þér um fimleikaskyldu stúdenta?
— Mér hefur raunar skilizt, að þessari skyldu hafi
aftur verið aflétt, a. m. k. að einhverju leyti. En hvað
sem því líður, tel ég enga skyldukvöð eiga að ríkja
hér. Stúdentar eiga að vera frjálsir að því að stunda
eða stunda ekki hverja þá íþrótt, er vera skal. Allur
þorri stúdenta hefur stundað leikfimi í tug ára sem
skyldugrein, áður en þeir koma í háskólann. Hér
morar allt í íþróttafélögum. Látum þau taka við þeim
stúdentum, sem áhuga hafa á íþróttum. Þar getur
hver valið sér vettvang við sitt hæfi.
— Og svo er það þetta spursmál, sem brennur mér
á vörum: Er rétt að setja á stúdenta tímasóknarkvað-
ir og misserapróf, eins og einhverjum prófessoranna
mun vera ofarlega í huga?
— Vitanlega verður að gera ráð fyrir því, að sér-
hver stúdent, sem innritast í háskólann til náms i
ákveðinni sérgrein, meini það og ætli að stunda þá
hina sömu sérgrein. Um tilhögun náms í sérgreininni
verður að fara í meginatriðum skv. eðli og sérkröf-
um greinarinnar. Liggur t. d. í hlutarins eðli, að
undirbúningsnámið í læknisfræði, þ. e. efnafræði-
námið og þá fyrst og fremst hið verklega, krefst
100% tímasóknar. Byrjunarnámið í öllum deildum
hlýtur einnig að gera þá kröfu til stúdenta, að þeir
sæki fyrirlestra og æfingar vel og reglulega. Þegar
lengra líður á námið og sjálfstætt starf að sérefnuin
vex, getur tímasóknarkvöð verið vafasamara fyrir-
tæki. — Annars held ég, að þið stúdentar þurfið ekki
að óttast þessa grýlu. Enginn prófessor, sem er góður
kennari, prédikar yfir auðum bekkjum. Hjá honum
er aldrei messufall. Hjá prófessor Haraldi Níelssyni
var aldrei messufall í háskólanum í mínu ungdæmi.
Nú, — en ef einhver prófessor í einhverjum háskóla
skyldi nú, — þrátt fyrir gáfur, lærdóm og vísinda-
afrek, — vera svo lélegur kennari, að fáir eða engir
stúdentar vilji á hann hlýða, ja, hvað á þá að gera?
Með tímasóknarskyldu væri ekkert áunnið og enginn